Djöfullega heit tölva....

Svara

Höfundur
Musicman
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Sun 18. Jan 2004 17:17
Staða: Ótengdur

Djöfullega heit tölva....

Póstur af Musicman »

Jæja kæru Vaktmenn nær og fjær...
Þið þurfið að afsaka hvað ég er grænn í þessu öllu saman ... en einhvurstaðar verður maður að byrja .. ekki satt ?;)

Þannig er nú mál með vexti að mér finnst tölvan vera óeðlilega heit... þá meina ég að PCI kortin 2 (ADSL og Fireware) eru alltaf svo sjóðheit að hægt væri að spæla egg á þeim ....

örgjörvinn er vel kældur en þetta er sama sagan með Harða diskinn...

Síðan er allt á fullu þarna í "System idle process"(sem á að tákna aðgerðarleisi örgjörvans?) ef maður fer í task menu í xp.

Ekki gæti þetta stafað að því að ég sé með einhvurskonar vírus eða Trojuhest?
:oops:

Jæja Með von um lífleg og uppbyggjandi svör ... :roll:

Með þökk fyrir mig
MusicMan
Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Staða: Ótengdur

Póstur af ICM »

Ef System idle process fer yfir 85% þá er bara um eitt að ræða, þú verður að formata tölvuna þína, kaupa vírusavörn frá Friðriki og skanna yfir tölvuna. Þú hefur fengið alvarlegan troju orma hesta vírus að nafninu NoI@mn0tn00b.is sem er ekki hægt að fjarlægja með öðrum aðferðum.









----------
Nei bara aðeins að stríða þér, það er gott að hafa system idle process eins hátt og hægt er og eðlilegt að það sé stöðugt að rokka upp og niður, það segir bara hversu mikið af örranum er laust fyrir aðrar vinnslur....

Ertu ekki með hitamæla í vélinni þinni?

gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »

System idle process táknar akkurat þann hluta örgörfans sem er ekki verið að nota, þegar System idle process er í 90% er tölvan bara að n0ta 10% o.s.frv.

Höfundur
Musicman
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Sun 18. Jan 2004 17:17
Staða: Ótengdur

....

Póstur af Musicman »

Jújú ... bara Pci kortin eru óeðlilega heit ... skjákortið einnig líka...
Fer þetta ekkert illa með græjurnar?

axyne
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1695
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: ....

Póstur af axyne »

Musicman skrifaði:Jújú ... bara Pci kortin eru óeðlilega heit ... skjákortið einnig líka...
Fer þetta ekkert illa með græjurnar?

Tölvan þín fer ekkert að bráðna fyrren við 140° þannig ég væri ekkert að hafa áhyggjur.
Electronic and Computer Engineer

xtr
has spoken...
Póstar: 182
Skráði sig: Lau 01. Nóv 2003 02:57
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Djöfullega heit tölva....

Póstur af xtr »

Þú ert með vírus.

Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Póstur af Icarus »

hvað eruði að reyna að plata aumingja drenginn með því að segja að hann sé með vírus.

Sjálfur hef ég ekki kíkt á hitann á pci kortunum mínum og hef í raun ekkert pælt í því en diskarnir mínir voru sjóðheitir. Svo að ég keypti mér 2 stykki Vantec Stealth viftur sem heyrist næstum því ekkert í og núna er allt (að ég best veit) ískallt í kassanum. Ég á dragon og í honum er stálhlið og hún er köld, diskarnir eru orðnir kaldir og bara flott.

Stykkið af svona viftu kostar 990kr í start.is

nomaad
has spoken...
Póstar: 198
Skráði sig: Fös 09. Jan 2004 11:06
Staðsetning: Á hvolfi.
Staða: Ótengdur

Póstur af nomaad »

Ef þú ert að overclocka og gleymir að clocka PCI clock niður þá gætirðu verið að overclocka PCI bus í leiðinni... sem er ekki ráðlegt.

Ef svo er ekki þá ættirðu að pæla í að fjárfesta í tveimur viftum, einni neðarlega framan á kassanum sem blæs yfir PCI kortin og einni viftu sem tekur upp eitt slott aftan á tölvunni og blæs út. Þetta ætti að veita þér smá sálarró, en hávaðinn í tölvunni mun líklega þjóta upp :(

Þú ættir kannski að prófa að setja kortin í mismunandi PCI raufar og sjá hvort hitinn lækki eitthvað, ég hef séð einstaka bilaða PCI rauf á móðurborði (þó án þessara einkenna).
n:\>

Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Póstur af Icarus »

nomaad skrifaði: Ef svo er ekki þá ættirðu að pæla í að fjárfesta í tveimur viftum, einni neðarlega framan á kassanum sem blæs yfir PCI kortin og einni viftu sem tekur upp eitt slott aftan á tölvunni og blæs út. Þetta ætti að veita þér smá sálarró, en hávaðinn í tölvunni mun líklega þjóta upp :(
Hérna fyrir framan benti ég á 2 viftur sem eru ódýrar, kæla vel og heyrist nánast ekkert í. Svo er líka hægt að kaupa fleirri viftur. T.d. er hægt að kaupa sér viftur sem fara í pci slot og dæla uppí kortið sem er fyrir ofan það.

xtr
has spoken...
Póstar: 182
Skráði sig: Lau 01. Nóv 2003 02:57
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af xtr »

Satt, ég er með eina 120mm viftu á hd-inum mínum og svo 2 kassa viftur og örgjafaviftu nattla .. kassin minn getur kælt niður herbergið mitt :Þ
Svara