Auglýst verð vs/ raunverulegt verð

Allt utan efnis
Svara
Skjámynd

Höfundur
Tiger
Besserwisser
Póstar: 3773
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Staða: Ótengdur

Auglýst verð vs/ raunverulegt verð

Póstur af Tiger »

Ég fór í Tölvutek í dag og var að spá í joystick fyrir son minn. Hann var búinn að benda mér á http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=18218 og segja mér verðið sem hann sá á síðunni hjá þeim, 11.900kr. En svo þegar ég kem þanngað þá sá ég það uppí hillu og var verðið á því 16.900 kr.... er þetta ekki svolítið ýkt og í raun óheiðarlegir viðskiptahættir? Reyndar komst ég ekki að neinum starfsmanni til að spyrja um þetta þar sem tölvukerfið hjá þeim var hrunið og 18 manns á undan mér.
Mynd
Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Auglýst verð vs/ raunverulegt verð

Póstur af Glazier »

Þá áttu bara að vera sniðugur og panta hann á heimasíðunni þeirra á uppgefnu verði (11.900 kr.)
Og þá geta þeir ekki rukkað þig um 16.900 kr. ;)
Tölvan mín er ekki lengur töff.

Vectro
has spoken...
Póstar: 178
Skráði sig: Fös 30. Jún 2006 20:47
Staða: Ótengdur

Re: Auglýst verð vs/ raunverulegt verð

Póstur af Vectro »

http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=18219" onclick="window.open(this.href);return false;

Kannski ekki um sömu vöru að ræða...


*edit*
vitlaus linkur
Last edited by Vectro on Fim 24. Des 2009 01:41, edited 1 time in total.
Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1726
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Auglýst verð vs/ raunverulegt verð

Póstur af Danni V8 »

Ég ætla að leyfa mér að giska á að það er rangt verð á hillinu og jafnvel á síðunni líka. Hef í rauninni ekkert fyrir mér í þeim málum nema bara verðin á sama hlut hjá öðrum tölvuvöruverslunum. Ég fór í gegnum allar síðurnar sem eru á Verðvaktinni og þetta er það sem ég fann í fljótu bragði:

@tt - 7.450
Start - 7.990
Tölvulistinn - 9.990

Mér finnst mjög hæpið að Tölvutek er að selja þetta sama stykki á rétt tæplega 10þús krónum meira en ódýrasta búðin. Það kemur mér meira að segja á óvart að þeir eru dýrastir með þetta á síðunni sinni, þar sem mér hefur oftast fundist þeir vera í ódýrari kanntinum þegar ég er að bera saman ýmsa hluti.
Mynd
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Auglýst verð vs/ raunverulegt verð

Póstur af Pandemic »

Verðmerkingar standa ef um sama vörunúmer er um að ræða á miðanum. Förum við eftir settum lögum og seljum hluti á því verði sem þeir eru auglýstir á.
Gæti verið að þú sért að bera saman tvo mismunandi pinna, man nú reyndar ekki alveg hvaða pinna við erum með til sýnis.
Svara