Avatar 3D - Laugarásbíó REALD - Vonbrigði!

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
gRIMwORLD
Tölvutryllir
Póstar: 645
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Avatar 3D - Laugarásbíó REALD - Vonbrigði!

Póstur af gRIMwORLD »

Ég fór að sjá Avatar í gær í Laugarásbíó. Valdi að sjá hana í 3D (eins og leikstjórinn mælir með henni)

Vil byrja á því að segja að ég hef bara tvisvar áður séð myndir í bíó í þrívídd. Fyrst var það í Danmörku, þar sem ég sá stuttmynd af litlum flugum sem þvælast með NASA til tunglsins, og svo fór ég á Ice Age 3 með litlu stelpuna mína í Kringlubíó.

Myndin átti að byrja kl 22:10 svo ég var mættur tímanlega kl 21:40 (að ég hélt :shock: ). Það var löng röð og þéttur hópur fyrir framan hurðina inn í sal. Þegar hurðin var loks opnuð heyrðust stunur og urg í mönnum er þeir ruddust inn í sal. Svo mikill var atgangurinn að starfsmaður þurfti að öskra yfir hópinn að róa sig. Ró og þögn færðist yfir hópinn sem entist í 5 sekúndur og þá var byrjað að riðjast aftur. Maður þurfti ekki að hafa fyrir því að labba sjálfur, eftir að ég steig inn í hópinn þá var engin leið að snúa við, hugsaði bara um það eitt að láta ekki einhvern sveittan nördinn kremja kókina mína. Af einhverjum ástæðum þá var önnur hurðin lokuð þannig að þegar ég var á leið inn í bíósalinn þá leið mér eins og verið væri að troða mér í gegnum pasta pressu. Ég fann OK sæti rétt fyrir neðan miðju.

Ég ætla ekki að skemma fyrir neinum með því að tala um myndina sjálfa, sagan var flott og þetta er klárlega stærsta myndin sem komið hefur út í langan tíma.

Það sem böggaði mig hinsvegar óheyrilega mikið og skemmdi mikið fyrir mér var REALD. Þetta 3D var ekki að virka fyrir mig. Það var rosalega mikið um ghosting og heilu atriðin voru blurruð að undanskildum fáeinum hausum. Mest pirraði mig hvar rauður litur var úr sync og 3D dýptin því ekki að skila sér. Ef ég lokaði vinstra auganu þá fór rauði liturinn og dýptin í leiðinni.
Ég fór að velta því fyrir mér hvort þetta væri eitthvað í augunum á mér, var ég ekki að aðlagast þessu nægilega? Aldeilis ekkert að mér. Önnur atriði komu frábærlega vel út og því ljóst að eitthvað mikið var að.
Þar sem þetta var mest megnis alla myndina að bögga mig þá hef ég ákveðið að fara aftur á hana í öðru bíói. Svo bara að verða sér út um hana þegar hún kemur á BR og upplifa skerpuna og sjá þá myndina upp á nýtt.

Ég googlaði þetta issue og rambaði inn á review frá gagnrýnanda sem fór á AVATAR þar sem eitthvað mikið virtist vera að í sýningartækjunum, kunnáttuleysi eða bilun? Gestirnir fengu allavega aðra sýningu og fannst þessum hann eins og hann hafi verið að horfa á allt aðra mynd í fyrra skiptið, svo mikill var munurinn.

http://www.boston.com/ae/movies/article ... o_be_seen/
SAMSUNG GALAXY S8+ | Stock
Lenovo P50 | Xeon E3-1505M | 32GB DDR4 2133MHz | OS - 256GB NVMe | 2 x 24" HP E241i
Antec P190 | Gigabyte Z87X-UD5H | i7 4770K 3.5GHz | GTX 1070 8GB | CM 212 EVO | 32GB 2400Mhz | 120G Kingston SSD | ~8,7TB Storage
Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3082
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Staða: Ótengdur

Re: Avatar 3D - Laugarásbíó REALD - Vonbrigði!

Póstur af lukkuláki »

Hugsanlega er mikill munur að fara á myndina í Háskólabíó ?
Þeir eru með nýjar 3D sýningarvélar sem eiga að vera þær bestu á Íslandi.
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
Skjámynd

razrosk
Ofur-Nörd
Póstar: 271
Skráði sig: Þri 15. Sep 2009 20:16
Staða: Ótengdur

Re: Avatar 3D - Laugarásbíó REALD - Vonbrigði!

Póstur af razrosk »

Er svo 100% sammála,fór á 00.00 sýningu í laugarásbíó og mér fannst 3D dæmið það alveg ekki að gera sig, maður sá "regnbogaliti" á sumum stöðum í myndinni og mér fannst það eyðileggja 3-víddina... ætla á hana aftur í kvöld í Hálskólabíó...

Hefur einhver reynslu þaðan? Endilega deilið!!
CompTIA A+/Network+/Security+/PDI+
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Avatar 3D - Laugarásbíó REALD - Vonbrigði!

Póstur af Gúrú »

Fór á hana á forforsýningu þarna með skólanum og þetta er alveg rétt hjá þér, það voru fullt af stöðum í myndinni sem að voru bara beinlínis með RAUÐUM strikum vinstra megin á einhverjum tréum, og ekkert lítið breið strik, fullt af blörri og ég sat í miðju fyrir miðju svo að það makar ekki sense að það hafi verið staðsetningin að verkum ...
Modus ponens
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Avatar 3D - Laugarásbíó REALD - Vonbrigði!

Póstur af GuðjónR »

Ég var alveg ákveðinn í að sjá þessa mynd, svo fór einhver að líkja þessu við Lord of the rings....og þá missti ég allan áhuga.
Enda Lord og the ring klárlega ofmetnaðasta, langdregnasta og leiðinlegasta mynd allra tíma.


popp og kók...núna verður mér slátrað
Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Avatar 3D - Laugarásbíó REALD - Vonbrigði!

Póstur af ManiO »

Avatar, mest hypeaða mynd frá upphafi. Hef ekki náð að átta mig á hvað það sé sem dregur fólk að þessu rugli.
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3082
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Staða: Ótengdur

Re: Avatar 3D - Laugarásbíó REALD - Vonbrigði!

Póstur af lukkuláki »

Smekkurinn er misjafn ekki dæma myndina óséða fyrirfram út frá því sem öðrum finnst kannski er hún gjörólík LOTR í þínum augum.
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
Skjámynd

g0tlife
1+1=10
Póstar: 1115
Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
Staða: Ótengdur

Re: Avatar 3D - Laugarásbíó REALD - Vonbrigði!

Póstur af g0tlife »

Gaman að lesa svona góða og vel uppsetta grein high five á það.
En ég er ekkert spenntur fyrir að sjá hana í 3-D þar sem flestir sem ég þekki segja það sama.

Ég vil bara sjá hana venjulega eins og maður hefur gert með flest allar stórar myndir :)
Intel i9-10900KF // Nvidia RTX 3080 // 2x 1TB M.2 // 1TB Samsung 860 Evo // G.Skill 32GB Ripjaws V 3600MHz // ASRock Z490 Extreme4 // Samsung Odyssey G7 32''

My CPU's Hot But My Core Runs Cold
Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4270
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Staða: Ótengdur

Re: Avatar 3D - Laugarásbíó REALD - Vonbrigði!

Póstur af KermitTheFrog »

Ég er fyrir löngu búinn að ákveða að sjá þessa mynd ekki. Hef séð 2 trailera sem heilla mig bara enganveginn.

Og svo verð ég að fá að lola smá:
grimworld skrifaði:hugsaði bara um það eitt að láta ekki einhvern sveittan nördinn kremja kókina mína

halldorjonz
vélbúnaðarpervert
Póstar: 994
Skráði sig: Þri 11. Des 2007 21:23
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Avatar 3D - Laugarásbíó REALD - Vonbrigði!

Póstur af halldorjonz »

ég fór á þessa mynd ekki í 3D heldur 2D og mér fannst hún bara mjög góð :)
Flottar tæknibrellur, og rosalega vel gerð bara, flott saga.
Skjámynd

razrosk
Ofur-Nörd
Póstar: 271
Skráði sig: Þri 15. Sep 2009 20:16
Staða: Ótengdur

Re: Avatar 3D - Laugarásbíó REALD - Vonbrigði!

Póstur af razrosk »

halldorjonz skrifaði:ég fór á þessa mynd ekki í 3D heldur 2D og mér fannst hún bara mjög góð :)
Flottar tæknibrellur, og rosalega vel gerð bara, flott saga.
tss mæli með að þu farir á hana i 3D.... allt önnur upplifun :P (þaeas ef að þvívíddinn tekst)
CompTIA A+/Network+/Security+/PDI+
Skjámynd

Fumbler
spjallið.is
Póstar: 484
Skráði sig: Mið 23. Apr 2003 17:15
Staðsetning: Vestfirðir
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Avatar 3D - Laugarásbíó REALD - Vonbrigði!

Póstur af Fumbler »

Já, þetta fer bara að verða þannig að maður verðir að fara 2 sinnum á myndina.

halldorjonz
vélbúnaðarpervert
Póstar: 994
Skráði sig: Þri 11. Des 2007 21:23
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Avatar 3D - Laugarásbíó REALD - Vonbrigði!

Póstur af halldorjonz »

razrosk skrifaði:
halldorjonz skrifaði:ég fór á þessa mynd ekki í 3D heldur 2D og mér fannst hún bara mjög góð :)
Flottar tæknibrellur, og rosalega vel gerð bara, flott saga.
tss mæli með að þu farir á hana i 3D.... allt önnur upplifun :P (þaeas ef að þvívíddinn tekst)
já við ætluðum að gera það, vorum í röðinni 3 saman, og 3 gaurar fyrir framan okkur fengu akkúrat seinustu 3 miðana haha..

Matti21
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 304
Skráði sig: Fim 01. Nóv 2007 19:03
Staða: Ótengdur

Re: Avatar 3D - Laugarásbíó REALD - Vonbrigði!

Póstur af Matti21 »

Skora á þig að láta Laugarásbíó vita því mér finnst bíóhús á íslandi oft leggja alveg grátlega lítið upp úr því að gera sýninguna sem besta og hægt er fyrir áhorfandann, tala nú ekki um fyrir okkur græjuperrana sem látum öll smávæginleg atriði fara í taugarnar á okkur :P.
Hef heyrt að þessi mynd sé skuggalega flott í 3D svo það kæmi mér ekkert á óvart ef að Laugarásbíó hafi bara klúðrað þessu. Ætlaði á þessa mynd í smárabíó í gær en það var uppselt í 3D svo við ákváðum að bíða með það. Kanski maður kíki í Laugarásbíó í kvöld.
Þessi 3D tækni á samt langt í leið með að verða almennileg og James Cameron sjálfur hefur oft talað illa um hana og tönnlast á því að 24 rammar á sek (sem er standard fyrir bíómyndir) sé engan vegin nóg fyrir myndir í 3D og það er alveg nokkuð til í því hjá honum. Mismunandi hvað fólk tekur mikið eftir því.
-Q6600/Thermalright Ultra 120 Extreme/Gigabyte P35-DS3R/4GB Corsair 800Mhz/Nvidia 8600GTS/Corsair HX620/Coolermaster CM690/BenQ G2400W --Hackintosh!--
-Macbook Pro 13" -2010
Skjámynd

GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2309
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Avatar 3D - Laugarásbíó REALD - Vonbrigði!

Póstur af GullMoli »

Strákar mínir, þið pantið miðana á miði.is og fáið þá senda í símann (MMS).

Sparið ykkur 50kr per miða (held ég alveg pottþétt) og þurfið ekki að bíða í neinni röð eftir því að fá miða heldur labbið bara beint inn :)


Ég keypti 2 miða í smárann (3D) og fékk eitt strikamerki sent í símann. Svo er það bara scannað þar sem tekið er við miðunum og allt í gúddí.

Ég mætti að vísu alltof seint eða um 10-15 min í sýningatíma og þá var komin svaaakaleg röð fyrir utan bíósalinn. Svo ég endaði í þriðju fremstu röð, næst lengst til vinstri.. Ótrúlegt en satt þá truflaði það mig lítið en ég held að 3D hefði virkað betur ef ég hefði fengið betra sæti.

Það er klárt mál að ég fer aftur á þessa mynd í Háskólabíói. Nýrri og betri vélar og svo öðruvísi gleraugu sem eiga víst að vera þægilegri.
|| Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || GTX 1070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Avatar 3D - Laugarásbíó REALD - Vonbrigði!

Póstur af GuðjónR »

GullMoli skrifaði:Ég keypti 2 miða í smárann (3D) og fékk eitt strikamerki sent í símann. Svo er það bara scannað þar sem tekið er við miðunum og allt í gúddí.
uhm...var síminn scannaður? #-o
Skjámynd

razrosk
Ofur-Nörd
Póstar: 271
Skráði sig: Þri 15. Sep 2009 20:16
Staða: Ótengdur

Re: Avatar 3D - Laugarásbíó REALD - Vonbrigði!

Póstur af razrosk »

GuðjónR skrifaði:
GullMoli skrifaði:Ég keypti 2 miða í smárann (3D) og fékk eitt strikamerki sent í símann. Svo er það bara scannað þar sem tekið er við miðunum og allt í gúddí.
uhm...var síminn scannaður? #-o

Jam
CompTIA A+/Network+/Security+/PDI+
Skjámynd

GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2309
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Avatar 3D - Laugarásbíó REALD - Vonbrigði!

Póstur af GullMoli »

GuðjónR skrifaði:
GullMoli skrifaði:Ég keypti 2 miða í smárann (3D) og fékk eitt strikamerki sent í símann. Svo er það bara scannað þar sem tekið er við miðunum og allt í gúddí.
uhm...var síminn scannaður? #-o
Heh, já. Myndin af trikamerkinu er skönnuð.
|| Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || GTX 1070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
Skjámynd

razrosk
Ofur-Nörd
Póstar: 271
Skráði sig: Þri 15. Sep 2009 20:16
Staða: Ótengdur

Re: Avatar 3D - Laugarásbíó REALD - Vonbrigði!

Póstur af razrosk »

Fór í háskólabíó í gær og vá hvað Dolby 3D er geggjað og skýrt. Í seinni hluta myndarinnar á einum stað í svona ca. 5-8 sek fór einhvað í fokk hjá þeim og kom smá ghostun en fyrir utan það var allt annað að sjá þessa mynd í 3D sem VIRKAÐI.
CompTIA A+/Network+/Security+/PDI+
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Avatar 3D - Laugarásbíó REALD - Vonbrigði!

Póstur af Pandemic »

Að sjá AVATAR er eins og að sjá Lion King í fyrsta skipti þegar maður var lítill, var að koma af þessari mynd áðan og hún er ólýsanleg. Ég skelli henni í topp 10 myndum sem ég hef séð.

Matti21
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 304
Skráði sig: Fim 01. Nóv 2007 19:03
Staða: Ótengdur

Re: Avatar 3D - Laugarásbíó REALD - Vonbrigði!

Póstur af Matti21 »

Pandemic skrifaði:Að sjá AVATAR er eins og að sjá Lion King í fyrsta skipti þegar maður var lítill, var að koma af þessari mynd áðan og hún er ólýsanleg. Ég skelli henni í topp 10 myndum sem ég hef séð.
Leið nákvæmlega svona þegar ég kom úr bíóinu í gær. Breyttist einmitt í 6 ára strák aftur meðan ég sat í bíósalnum....Hinsvegar, þegar ég hugsaði síðan um myndina síðar varð ég fyrir svolitlum vonbrigðum.
Karakter sköpunin lítil sem engin. "Vondu kallarnir" hefðu ekki getað orðið meira vondir þó þeir hefðu verið með einglyrni. Hryllilega löng, sum atriði fannst mér svakalega kjánaleg myndin í heild var fyrirsjáanlegri en Bond mynd. Miðað við handrit sem Cameron er búinn að vera að blaðra um og vinna að í hvað, 12 ár finnst mér ekki mikið til þess koma.
Leikararnir voru samt frábærir og Sam Worthington er klárlega uppáhalds nýji hollywood leikarinn minn í augnablikinu. Tæknibrellurnar voru líka ótrúlega flottar og þrívíddin algjörlega geðveik. Í sumum atriðum leið mér eins og ég væri inn í sama herbergi og leikararnir og þetta bætti alveg svakalegri dýpt við myndina.
Þetta er svakalega flott mynd og mér finnst að sem flestir ættu að sjá hana, en þá engöngu í 3D og bara sem eitthvað tæknilegt afrek. Pínu sýn inn í next gen þar sem að við erum ekki að fara að fá neitt skýrari mynd en HD þá er 3D eina leiðin til þess að fara. Sem bíómynd finnst mér þetta samt bara ekkert sérstök mynd.
-Q6600/Thermalright Ultra 120 Extreme/Gigabyte P35-DS3R/4GB Corsair 800Mhz/Nvidia 8600GTS/Corsair HX620/Coolermaster CM690/BenQ G2400W --Hackintosh!--
-Macbook Pro 13" -2010
Skjámynd

Höfundur
gRIMwORLD
Tölvutryllir
Póstar: 645
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Avatar 3D - Laugarásbíó REALD - Vonbrigði!

Póstur af gRIMwORLD »

razrosk skrifaði:Fór í háskólabíó í gær og vá hvað Dolby 3D er geggjað og skýrt. Í seinni hluta myndarinnar á einum stað í svona ca. 5-8 sek fór einhvað í fokk hjá þeim og kom smá ghostun en fyrir utan það var allt annað að sjá þessa mynd í 3D sem VIRKAÐI.
Ég ætla einmitt að sjá hana aftur í Háskólabíó, í Dolby 3D

Sendi mail á Laugarásbíó í gær...ekki alveg að búast við svari en sjáum til hvað setur.
SAMSUNG GALAXY S8+ | Stock
Lenovo P50 | Xeon E3-1505M | 32GB DDR4 2133MHz | OS - 256GB NVMe | 2 x 24" HP E241i
Antec P190 | Gigabyte Z87X-UD5H | i7 4770K 3.5GHz | GTX 1070 8GB | CM 212 EVO | 32GB 2400Mhz | 120G Kingston SSD | ~8,7TB Storage
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Avatar 3D - Laugarásbíó REALD - Vonbrigði!

Póstur af appel »

Einstaklega góð fantasy/scifi mynd.

Það er eiginlega ekki hægt að segja neitt slæmt um myndina.

Algjört meistarstykki.

Mun fara aftur á hana í bíó, enda sjaldan sem maður fær fullnægingu í bíó :D
*-*

Some0ne
spjallið.is
Póstar: 446
Skráði sig: Fös 11. Okt 2002 01:22
Staðsetning: Garðabær
Staða: Ótengdur

Re: Avatar 3D - Laugarásbíó REALD - Vonbrigði!

Póstur af Some0ne »

GuðjónR skrifaði:Ég var alveg ákveðinn í að sjá þessa mynd, svo fór einhver að líkja þessu við Lord of the rings....og þá missti ég allan áhuga.
Enda Lord og the ring klárlega ofmetnaðasta, langdregnasta og leiðinlegasta mynd allra tíma.


popp og kók...núna verður mér slátrað
Já held að þú ættir ekkert að tjá þig framar um kvikmyndir.

Annars fór ég á nexus forsýninguna í Smárabíó og mér fannst 3D dæmið koma mjög vel út og var ekkert var við nett svona fail dæmi eins og þið eruð að tala um að hafi skeð í Laugarásbíó. Annars ef ég væri að fara á myndina núna myndi ég fara í Háskólabíó útaf Dolby3D.

Annars er þetta hörkumynd, eina sem ég get sett útá hana er að sagan er hálfgerð endurtugga úr pocahontas liggur við.
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Avatar 3D - Laugarásbíó REALD - Vonbrigði!

Póstur af Gúrú »

Some0ne skrifaði:Annars er þetta hörkumynd, eina sem ég get sett útá hana er að sagan er hálfgerð endurtugga úr pocahontas liggur við.
Þú sérð ekkert að því að hvert einasta atriði er fyrirsjáanlegt eins og enginn sé morgundagurinn?
Modus ponens
Svara