Núna er svo komið að maður vill hafa allt í háskerpu og þetta er komið á það stig að ég er hættur að sækja á netið dvdripp og vil bara allt í háskerpu. Það segir sig náttúrlega sjálft að með auknum gæðum þá koma kröfur um snaraukið diskapláss. Ég er með í tölvunni hjá mér 2x 1.5 tb diska, 1x 1.0 tb disk, 1x 500 gb disk, 1x 320 gb disk og svo 36 gb raptor disk undir stýrikerfið ..... Nú er svo komið að þetta hrekkur ekki til. Semsagt rúm 5 tb af geymsluplássi sem manni hefði fundist óhugsandi fyrir svona 2 árum að maður myndi nokkurn tímann hafa fullt not fyrir. Mynduð þið segja að þetta væri komið út fyrir eðlileg mörk eða ???
Hvað finnst ykkur eru einhverjir af ykkur líka með háskerpufíkn eins og ég ??? Endilega koma með komment eða umræður um þetta

Með kveðju
Bulldog