Á hvaða forsendum dæma menn móðurborð ónýt?


Höfundur
Plextor
Fiktari
Póstar: 76
Skráði sig: Lau 21. Nóv 2009 23:54
Staða: Ótengdur

Á hvaða forsendum dæma menn móðurborð ónýt?

Póstur af Plextor »

Hef stundum verið að velta því fyrir mér hvernig sérfræðingar verkstæðanna fara að því að finna út og gefa sér það hvenær móðurborð séu ódýr. Hvað haldið þið félagar?
Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3065
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Staða: Ótengdur

Re: Á hvaða forsendum dæma menn móðurborð ónýt?

Póstur af beatmaster »

Plextor skrifaði:Hef stundum verið að velta því fyrir mér hvernig sérfræðingar verkstæðanna fara að því að finna út og gefa sér það hvenær móðurborð séu ódýr. Hvað haldið þið félagar?


Ég reikna með að þú meinir ónýt eins og topic-ið segir?

Ég persónulega segji að móðurborð séu ónýt þegar að þau frjósa í BIOS , það er bara eitthvað sem að á ekki að gerast ef að vinnsluminnið er í lagi
Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Höfundur
Plextor
Fiktari
Póstar: 76
Skráði sig: Lau 21. Nóv 2009 23:54
Staða: Ótengdur

Re: Á hvaða forsendum dæma menn móðurborð ónýt?

Póstur af Plextor »

Já ég meinti að sjálfsögðu ónýt :) Þetta eru góð rök hjá þér. En ef að vélin ræsir upp og ætlar að fara að starta windows en þá!!! Slekkur fyrirvaralaust á sér.
Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3065
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Staða: Ótengdur

Re: Á hvaða forsendum dæma menn móðurborð ónýt?

Póstur af beatmaster »

Þá er Windows uppsetningin líklegast bara farinn í fokk hjá þér

Ættir að geta lagað það með þessum leiðbeiningum
Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.
Skjámynd

Frost
Besserwisser
Póstar: 3105
Skráði sig: Sun 16. Ágú 2009 02:30
Staða: Ótengdur

Re: Á hvaða forsendum dæma menn móðurborð ónýt?

Póstur af Frost »

Bara formata og prófa að setja upp stýrikerfið aftur.
Tölva, 2 skjáir, Varmilo lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól
Skjámynd

gRIMwORLD
Tölvutryllir
Póstar: 645
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Á hvaða forsendum dæma menn móðurborð ónýt?

Póstur af gRIMwORLD »

Það er oftast ekki úrskurðað í blindni.

Yfirleitt liggur mikið trial & error að baki.

Ef búið er að prófa nýjan cpu, minni, psu og allt sem kemur til greina. Prófa svo cpu, minni, psu sem fylgdi tölvunni á öðru eins móðurborði, ef það virkar svo þar þá er hægt að úrskurða móðurborðið bilað.

Stundum hafa verkstæði inside info frá framleiðendum um ýmsa galla sem gætu komið í ljós. Þá er náttúrulega ekkert verið að dróla með hlutina heldur bara skipt beint út, eða ef ekki í ábyrgð, niðurstöður kynntar eigendum.
SAMSUNG GALAXY S8+ | Stock
Lenovo P50 | Xeon E3-1505M | 32GB DDR4 2133MHz | OS - 256GB NVMe | 2 x 24" HP E241i
Antec P190 | Gigabyte Z87X-UD5H | i7 4770K 3.5GHz | GTX 1070 8GB | CM 212 EVO | 32GB 2400Mhz | 120G Kingston SSD | ~8,7TB Storage

Höfundur
Plextor
Fiktari
Póstar: 76
Skráði sig: Lau 21. Nóv 2009 23:54
Staða: Ótengdur

Re: Á hvaða forsendum dæma menn móðurborð ónýt?

Póstur af Plextor »

beatmaster skrifaði:Þá er Windows uppsetningin líklegast bara farinn í fokk hjá þér

Ættir að geta lagað það með þessum leiðbeiningum



Nei nú held ég að þú sért að skjóta framhjá. Jafnvel þótt windows sé í rusli, þá slokknar ekki fyrirvaralaust á vélinni, og eins og áðan var sagt, ef hún drepur jafnvel á sér inni í bios, án nokkurrar viðvörunar. Og þá er ég ekki að tala um að hún endurræsist, heldur bara deyr.

Höfundur
Plextor
Fiktari
Póstar: 76
Skráði sig: Lau 21. Nóv 2009 23:54
Staða: Ótengdur

Re: Á hvaða forsendum dæma menn móðurborð ónýt?

Póstur af Plextor »

beatmaster skrifaði:Þá er Windows uppsetningin líklegast bara farinn í fokk hjá þér

Ættir að geta lagað það með þessum leiðbeiningum





Ég held að þú sért líka að skjóta framhjá. Vélin gengur, þótt að harður diskur sé ekki í vélinni með uppsettu stýrikerfi. :)

Höfundur
Plextor
Fiktari
Póstar: 76
Skráði sig: Lau 21. Nóv 2009 23:54
Staða: Ótengdur

Re: Á hvaða forsendum dæma menn móðurborð ónýt?

Póstur af Plextor »

grimworld skrifaði:Það er oftast ekki úrskurðað í blindni.

Yfirleitt liggur mikið trial & error að baki.

Ef búið er að prófa nýjan cpu, minni, psu og allt sem kemur til greina. Prófa svo cpu, minni, psu sem fylgdi tölvunni á öðru eins móðurborði, ef það virkar svo þar þá er hægt að úrskurða móðurborðið bilað.

Stundum hafa verkstæði inside info frá framleiðendum um ýmsa galla sem gætu komið í ljós. Þá er náttúrulega ekkert verið að dróla með hlutina heldur bara skipt beint út, eða ef ekki í ábyrgð, niðurstöður kynntar eigendum.



Mjög lógískt svar hjá þér
:)
Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3065
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Staða: Ótengdur

Re: Á hvaða forsendum dæma menn móðurborð ónýt?

Póstur af beatmaster »

Ertu að tala um að það bara drepist á henni?

Þá væri fyrsta gisk faulty PSU eða einhver útleiðsla einhversstaðar
Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Höfundur
Plextor
Fiktari
Póstar: 76
Skráði sig: Lau 21. Nóv 2009 23:54
Staða: Ótengdur

Re: Á hvaða forsendum dæma menn móðurborð ónýt?

Póstur af Plextor »

beatmaster skrifaði:Ertu að tala um að það bara drepist á henni?

Þá væri fyrsta gisk faulty PSU eða einhver útleiðsla einhversstaðar



Já deyr á henni alltaf eftir ca hálfa mínútu. Þetta er fartölva, og spennibreytirinn er í lagi.
Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3082
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Staða: Ótengdur

Re: Á hvaða forsendum dæma menn móðurborð ónýt?

Póstur af lukkuláki »

Maður giskar ekki maður finnur það út að móðurborðið er ónýtt með ákveðnum aðferðum
Það má segja að maður noti útilokunaraðferðina að sumu leiti.

Hvernig finnurðu það út að brauðristin þin er ónýt ? :)
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Á hvaða forsendum dæma menn móðurborð ónýt?

Póstur af Glazier »

lukkuláki skrifaði:Maður giskar ekki maður finnur það út að móðurborðið er ónýtt með ákveðnum aðferðum
Það má segja að maður noti útilokunaraðferðina að sumu leiti.

Hvernig finnurðu það út að brauðristin þin er ónýt ? :)

Heh kannski ekki allveg besta viðlíkingin..
Hún ristar ekki brauðið og ég fer og kaupi nýja :P
Tölvan mín er ekki lengur töff.
Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3065
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Staða: Ótengdur

Re: Á hvaða forsendum dæma menn móðurborð ónýt?

Póstur af beatmaster »

Segja það fyrst að þetta væri fartölva

Ég myndi segja að vélinn væri að drepa á sér vegna ofhitnunar á CPU sem að er stilling sem að hægt er að breyta í BIOS og vélin þarfnast væntanlega rykhreinsunar
Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Höfundur
Plextor
Fiktari
Póstar: 76
Skráði sig: Lau 21. Nóv 2009 23:54
Staða: Ótengdur

Re: Á hvaða forsendum dæma menn móðurborð ónýt?

Póstur af Plextor »

lukkuláki skrifaði:Maður giskar ekki maður finnur það út að móðurborðið er ónýtt með ákveðnum aðferðum
Það má segja að maður noti útilokunaraðferðina að sumu leiti.

Hvernig finnurðu það út að brauðristin þin er ónýt ? :)



Hvaða aðferðum? Nota útilokunaraðferðina að sumu leiti, en giska á restina? Er það svona sem þið vinnið hjá Ejs? :)

Höfundur
Plextor
Fiktari
Póstar: 76
Skráði sig: Lau 21. Nóv 2009 23:54
Staða: Ótengdur

Re: Á hvaða forsendum dæma menn móðurborð ónýt?

Póstur af Plextor »

beatmaster skrifaði:Segja það fyrst að þetta væri fartölva

Ég myndi segja að vélinn væri að drepa á sér vegna ofhitnunar á CPU sem að er stilling sem að hægt er að breyta í BIOS og vélin þarfnast væntanlega rykhreinsunar




Þetta var fyrsta rökrétta ályktunin að mínu mati. Ofhitnun. En ef að það er búið að rykhreinsa og skipta um kælikrem á örranum, en vélin heldur áfram að drepa á sér eftir ca, 30 sek?
Tökum þetta saman.
Fartölva,
drepur á sér án þess að endurræsa eftir ca, 30 sek.
Drepur líka á sér í bios.
Búið að prófa vinnsluminni sem reynist í lagi.
Spennubreytir, (aflgjafi) mældur í lagi.
Búið að rykhreinsa, og skipta um kælikrem.
Örgjörvi ekki búið að prófa. Er þetta kanski spurning um faulty örgjörva???
Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3082
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Staða: Ótengdur

Re: Á hvaða forsendum dæma menn móðurborð ónýt?

Póstur af lukkuláki »

Plextor skrifaði:
lukkuláki skrifaði:Maður giskar ekki maður finnur það út að móðurborðið er ónýtt með ákveðnum aðferðum
Það má segja að maður noti útilokunaraðferðina að sumu leiti.

Hvernig finnurðu það út að brauðristin þin er ónýt ? :)



Hvaða aðferðum? Nota útilokunaraðferðina að sumu leiti, en giska á restina? Er það svona sem þið vinnið hjá Ejs? :)



Nei hvað er eiginlega að þér gaur? þú ert hérna á öllum þráðum að snúa út úr því sem fólk segir.
Skjákort, skjástýring ef þú skilur hvað er verið að tala um þá er þetta alger óþarfi hjá þér.
Ég er ekki að fara að pikka hér inn allar aðferðir sem við notum til að finna út hvað er bilað í tölvu hvort það er móðurborðið eða annað en EF þú ert tæknimaður? þá hlýturðu að vita það að útilokunaraðferðin er góð aðferð til að finna bilanir í tölvum en það er í rauninni stundum bara byrjunin.
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3082
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Staða: Ótengdur

Re: Á hvaða forsendum dæma menn móðurborð ónýt?

Póstur af lukkuláki »

Plextor skrifaði:
beatmaster skrifaði:Segja það fyrst að þetta væri fartölva

Ég myndi segja að vélinn væri að drepa á sér vegna ofhitnunar á CPU sem að er stilling sem að hægt er að breyta í BIOS og vélin þarfnast væntanlega rykhreinsunar




Þetta var fyrsta rökrétta ályktunin að mínu mati. Ofhitnun. En ef að það er búið að rykhreinsa og skipta um kælikrem á örgjörvanum, en vélin heldur áfram að drepa á sér eftir ca, 30 sek?
Tökum þetta saman.
Fartölva,
drepur á sér án þess að endurræsa eftir ca, 30 sek.
Drepur líka á sér í bios.
Búið að prófa vinnsluminni sem reynist í lagi.
Spennubreytir, (aflgjafi) mældur í lagi.
Búið að rykhreinsa, og skipta um kælikrem.
Örgjörvi ekki búið að prófa. Er þetta kanski spurning um faulty örgjörva???



Hvað er þetta annað en útilounaraðferðin ?
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
Skjámynd

starionturbo
Gúrú
Póstar: 542
Skráði sig: Mán 24. Des 2007 11:23
Staðsetning: localhost
Staða: Ótengdur

Re: Á hvaða forsendum dæma menn móðurborð ónýt?

Póstur af starionturbo »

Ég veit um einn peyja sem var í smá veseni með tölvuna sína.

Þráðlausa kortið virkaði ekki, hann fór með hana til local dealer og sá dæmdi móður borðið ónýtt ( ekkert að tölvunni fyrir utan það og hversu hæg hún var ).

Hann kemur með hana til mín, ég skelli upp Windows 7 og driverum. Wireless í fínu lagi, ég að vísu reif vélina í sundur og ryksugaði hana, måske hafði ég ítt á wireless kortið þá en það var bara external kort þannig þetta hefði ekki einu sinni geta tengst móðurborðinu á einn né neinn hátt.

Móðurborð ónýtt my ass,, þetta eru bara pappahólkar sem vita ekkert í sinn haus og hafa fengið vinnu með því að sleikja upp þann sem sér um ráðningar.

Svo er voðalega vinsælt að nenna ekki að tala við fólk sem veit lítið um svona mál og segja bara eitthvað sem það gæti vitað hvað væri, sé ónýtt.

En í versta falli heyrir maður "Tölvan er ónýt!"
Birkir Rafn Guðjónsson
Web Application Developer
HTPC: GA-73PVM-S2H # Intel E8200 @ 3.2Ghz # 2GB 800mhz
Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3065
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Staða: Ótengdur

Re: Á hvaða forsendum dæma menn móðurborð ónýt?

Póstur af beatmaster »

Búið að athuga hvort að CPU Shutdown Temp sé stilltur óeðlilega lágt í BIOS?
Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.
Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3082
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Staða: Ótengdur

Re: Á hvaða forsendum dæma menn móðurborð ónýt?

Póstur af lukkuláki »

starionturbo skrifaði:Ég veit um einn peyja sem var í smá veseni með tölvuna sína.

Þráðlausa kortið virkaði ekki, hann fór með hana til local dealer og sá dæmdi móður borðið ónýtt ( ekkert að tölvunni fyrir utan það og hversu hæg hún var ).

Hann kemur með hana til mín, ég skelli upp Windows 7 og driverum. Wireless í fínu lagi, ég að vísu reif vélina í sundur og ryksugaði hana, måske hafði ég ítt á wireless kortið þá en það var bara external kort þannig þetta hefði ekki einu sinni geta tengst móðurborðinu á einn né neinn hátt.

Móðurborð ónýtt my ass,, þetta eru bara pappahólkar sem vita ekkert í sinn haus og hafa fengið vinnu með því að sleikja upp þann sem sér um ráðningar.

Svo er voðalega vinsælt að nenna ekki að tala við fólk sem veit lítið um svona mál og segja bara eitthvað sem það gæti vitað hvað væri, sé ónýtt.

En í versta falli heyrir maður "Tölvan er ónýt!"



Það dæmir enginn tæknimaður á verkstæði móðurborð ónýtt vegna þess að þráðlausa virkar ekki ! ég er ekki að trúa þessu þetta er bull.
Hann hefur farið með hana á trésmíðaverkstæði.
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3082
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Staða: Ótengdur

Re: Á hvaða forsendum dæma menn móðurborð ónýt?

Póstur af lukkuláki »

beatmaster skrifaði:Búið að athuga hvort að CPU Shutdown Temp sé stilltur óeðlilega lágt í BIOS?


Ég hef aldrei séð þessa stillingu í BIOS í fartölvum. PC já vissulega en ekki í fartölvum og ég geri við margar.
Ég get vissulega haft rangt fyrir mér en ég segi þa samt satt ég hef ekki séð þetta í fartölvum.
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
Skjámynd

starionturbo
Gúrú
Póstar: 542
Skráði sig: Mán 24. Des 2007 11:23
Staðsetning: localhost
Staða: Ótengdur

Re: Á hvaða forsendum dæma menn móðurborð ónýt?

Póstur af starionturbo »

lukkuláki skrifaði:
starionturbo skrifaði:Ég veit um einn peyja sem var í smá veseni með tölvuna sína.

Þráðlausa kortið virkaði ekki, hann fór með hana til local dealer og sá dæmdi móður borðið ónýtt ( ekkert að tölvunni fyrir utan það og hversu hæg hún var ).

Hann kemur með hana til mín, ég skelli upp Windows 7 og driverum. Wireless í fínu lagi, ég að vísu reif vélina í sundur og ryksugaði hana, måske hafði ég ítt á wireless kortið þá en það var bara external kort þannig þetta hefði ekki einu sinni geta tengst móðurborðinu á einn né neinn hátt.

Móðurborð ónýtt my ass,, þetta eru bara pappahólkar sem vita ekkert í sinn haus og hafa fengið vinnu með því að sleikja upp þann sem sér um ráðningar.

Svo er voðalega vinsælt að nenna ekki að tala við fólk sem veit lítið um svona mál og segja bara eitthvað sem það gæti vitað hvað væri, sé ónýtt.

En í versta falli heyrir maður "Tölvan er ónýt!"



Það dæmir enginn tæknimaður á verkstæði móðurborð ónýtt vegna þess að þráðlausa virkar ekki ! ég er ekki að trúa þessu þetta er bull.
Hann hefur farið með hana á trésmíðaverkstæði.


Nei, þetta er bara real life example af því sem er í gangi á tölvuverkstæðum með pappakassa í vinnu.
Birkir Rafn Guðjónsson
Web Application Developer
HTPC: GA-73PVM-S2H # Intel E8200 @ 3.2Ghz # 2GB 800mhz

Höfundur
Plextor
Fiktari
Póstar: 76
Skráði sig: Lau 21. Nóv 2009 23:54
Staða: Ótengdur

Re: Á hvaða forsendum dæma menn móðurborð ónýt?

Póstur af Plextor »

lukkuláki skrifaði:
Plextor skrifaði:
lukkuláki skrifaði:Maður giskar ekki maður finnur það út að móðurborðið er ónýtt með ákveðnum aðferðum
Það má segja að maður noti útilokunaraðferðina að sumu leiti.

Hvernig finnurðu það út að brauðristin þin er ónýt ? :)



Hvaða aðferðum? Nota útilokunaraðferðina að sumu leiti, en giska á restina? Er það svona sem þið vinnið hjá Ejs? :)



Nei hvað er eiginlega að þér gaur? þú ert hérna á öllum þráðum að snúa út úr því sem fólk segir.
Skjákort, skjástýring ef þú skilur hvað er verið að tala um þá er þetta alger óþarfi hjá þér.
Ég er ekki að fara að pikka hér inn allar aðferðir sem við notum til að finna út hvað er bilað í tölvu hvort það er móðurborðið eða annað en EF þú ert tæknimaður? þá hlýturðu að vita það að útilokunaraðferðin er góð aðferð til að finna bilanir í tölvum en það er í rauninni stundum bara byrjunin.




Er nú ekki óþarfi að snúa vangaveltum upp í dónaskap? Þú hefur komið fram hér undir þeim formerkjum að þú starfir sem tæknimaður hjá Ejs, og þá eru þessi viðbrögð þín við svona rökræðum hvorki þér né þínu fyrirtæki til framdráttar.
Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Á hvaða forsendum dæma menn móðurborð ónýt?

Póstur af Glazier »

starionturbo skrifaði:Nei, þetta er bara real life example af því sem er í gangi á tölvuverkstæðum með pappakassa í vinnu.

Og á hvaða "verkstæði" ferð þú eiginlega ?
Last edited by Glazier on Mið 16. Des 2009 00:43, edited 1 time in total.
Tölvan mín er ekki lengur töff.
Svara