Ég er að pæla hvort það séu einhverjir örtölvukallar hérna á spjallinu. Væri skemmtilegt ef einhvert íslenskt samfélag væri til um þessi mál.
Þar sem ég hafði ekkert snert á þessum hlutum ákvað ég að kaupa mér litla tölvu sem kallast Arduino. Þetta er 8-Bita örtölva með slatta af digital inn og útgöngum en einnig nokkrum analog inngöngum. Hún er forrituð í C og tengist við PC-tölvuna mína í gegnum usb... nokkuð þægilegt

Þess má geta að þessar vélar eru Open-source og getur því hver sem er búið til sína eigin vél eins og þeim líkar best og eru allar upplýsingar til þess á vefnum þeirra http://arduino.cc/ Örgjörvinn í þessum vélum er þokkalega öflugur og geta þær því stjórnað nokkuð flóknum tækjum, prófið endilega að kíkja á youtube og tékka á þeim.
Það væri gaman að heyra í einhverjum sem hefur komið eitthvað nálægt svona vélum, eða líkum, og heyrt hvað þeir hafa gert með þær.