Lokaðar digital rásir í tölvu

Svara
Skjámynd

Höfundur
gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Lokaðar digital rásir í tölvu

Póstur af gardar »

Ég var að velta því fyrir mér hvort það væri einhver leið til þess að ná læstum rásum í digital útsendingu í tölvu.

Ég er ekki að tala um ólöglega afruglun, og að tengja afruglarann við tölvu með s-video eða álíka er ekki digital heldur digital > analog > digital. Ég vil digital alla leið.


Hvort það sé einhver afruglari á örbylgju loftnet, breiðband eða adsl sjónvarp með digital útgangi, eða einhver önnur lausn t.d. hvort það sé hægt að tengja einhvern kortalesara við tölvuna sem les kortið úr afruglaranum, þá væri gaman að vita af því.

Eða er þetta lost case?

Gets
spjallið.is
Póstar: 461
Skráði sig: Mið 01. Ágú 2007 21:01
Staða: Ótengdur

Re: Lokaðar digital rásir í tölvu

Póstur af Gets »

Skjámynd

Höfundur
gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Lokaðar digital rásir í tölvu

Póstur af gardar »



FloppyDTV hljómar eins og akkúrat það sem ég er að leita að.

Veistu hvort þetta gangi með íslensku kortunum?
Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1478
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Lokaðar digital rásir í tölvu

Póstur af depill »

Skomm, þetta verður þér dýrt. Þú þarft fyrst svona græju eins og FloppyDTV ( eða önnur sjónvarpskort sem styðja CÖM ) og svo Conax CAM sem kostar rúmlega 18 þúsund kr síðast þegar ég athugaði og Vodafone mun samt neyða þig til að greiða tryggingargjaldið ( + ef á við áskriftargjaldið ) af myndlyklinum.

Og jafnframt geta þeir hvenær sem er neytt kortið til að vera í myndlyklinum ( geta bundið kortið við myndlykilinn, þetta virðist ekki reyndar vera gert í dag, væntanlega til að styðja það að fara með kortið í sumarbúðstaðalykill ).
Skjámynd

Höfundur
gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Lokaðar digital rásir í tölvu

Póstur af gardar »

Til hvers þarf ég þetta Conax Cam dót?
Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1478
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Lokaðar digital rásir í tölvu

Póstur af depill »

Sko FloppyDTV og FireDTV eru eins og nýleg sjónvörp með CAM slotti í, í staðinn fyrir decoder. Þetta er gert vegna þess að það eru svo mörg kerfi í gangi. Hér á Íslandi er ja sérstaklega lyklakerfi IPTV Vodafone, ViaAccess á Skjánum og svo Conax á Digital Íslandi ( það eru svo til miklu fleirri ).

Þess vegna þarftu Floppy eða FireDTV sem er með CAM slotti og ef þú vilt decoda DÍ útsendingar ( einu DVB-T útsendingarnar hérna á Íslandi ) þarftu Conax CAM til að decoda Conax dulkóðun :)
Svara