Endurnegling á nagladekkjum?
Endurnegling á nagladekkjum?
Er hægt að endurnegla nagladekk sem eru búin að missa um helming naglanna úr sér? Þau eru annars ekki mjög slitin, munstrið er enn fínt.
Þekkir einhver inn á þetta? Eru einhver hjólbarðaverkstæði sem sérhæfa sig í þessu?
Megið endilega láta mig vita ef þið þekkið eitthvað inn á þetta...
Þekkir einhver inn á þetta? Eru einhver hjólbarðaverkstæði sem sérhæfa sig í þessu?
Megið endilega láta mig vita ef þið þekkið eitthvað inn á þetta...
Re: Endurnegling á nagladekkjum?
Ég vann á dekkjaverkstæði einn vetur og þeir negla ný dekk en aldrei séð þá negla notuð dekk, því miður
Tölvan mín er ekki lengur töff.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Endurnegling á nagladekkjum?
Samt fræðilega hægt, þ.e. ef dekkin er heilleg, en þá þarf að bora fyrir nöglunum.
Veit ekki hvort svoleiðis aðgerð myndi borga sig, hringdu á nokkur dekkjaverkstæði og kannaðu málið.
Veit ekki hvort svoleiðis aðgerð myndi borga sig, hringdu á nokkur dekkjaverkstæði og kannaðu málið.
Re: Endurnegling á nagladekkjum?
Nú ókei. Ég hélt það væri hægt að setja nýja nagla í gömlu auðu naglastæðin....en já ég verð e-ð að skoða þetta betur.GuðjónR skrifaði:Samt fræðilega hægt, þ.e. ef dekkin er heilleg, en þá þarf að bora fyrir nöglunum.
Veit ekki hvort svoleiðis aðgerð myndi borga sig, hringdu á nokkur dekkjaverkstæði og kannaðu málið.
Re: Endurnegling á nagladekkjum?
ég var einmitt að kaupa nagladekk í SUMAR, og þá spurði ég mennina hvort að ég gæti keyrt á þeim ónegldum fram á haustið og fá þá svo til að negla dekkin um haustið, en hann sagði mér að það væri bara ekki hægt, ekki þegar búið væri að keyra á þeim !!
Re: Endurnegling á nagladekkjum?
Ah damn, var að vonast til að það væri hægt að redda sér einhvern veginn svona.thiwas skrifaði:ég var einmitt að kaupa nagladekk í SUMAR, og þá spurði ég mennina hvort að ég gæti keyrt á þeim ónegldum fram á haustið og fá þá svo til að negla dekkin um haustið, en hann sagði mér að það væri bara ekki hægt, ekki þegar búið væri að keyra á þeim !!
En ætli ég setji þá ekki bara dekkin sem eru með flestu naglana að framan og hafi hin að aftan...
-
- spjallið.is
- Póstar: 401
- Skráði sig: Mið 16. Jan 2008 12:42
- Staðsetning: Nokkuð góð!
- Staða: Ótengdur
Re: Endurnegling á nagladekkjum?
Já það er ekki hægt að negla í gömlu götin þegar það er búið að keyra á dekkjunum.
En það er ekkert mál að bora fyrir nýum nöglum EF dekkin bjóða upp á það, mörg ef ekki öll fólksbíladekk í dag eru svo fínt skorinn að það er ekki hægt að bora upp á nýtt.
En það er ekkert mál að bora fyrir nýum nöglum EF dekkin bjóða upp á það, mörg ef ekki öll fólksbíladekk í dag eru svo fínt skorinn að það er ekki hægt að bora upp á nýtt.
Gigabyte Z390 Aorus Pro | I9 9900K | Corsair Vengeance 32GB | Asus RTX 2080 Ti | Samsung 970 Evo Plus 250 GB | Corsair AX 860i | Noctua NH-D15
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 901
- Skráði sig: Fim 13. Mar 2008 00:39
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Endurnegling á nagladekkjum?
Bara smá spekulering? Ég hef ekki notað nagladekk í bráðum 10 ár hér á höfuðborgarsvæðinu engin þörf á því, aldrei setið fastur nema þá á eftir einhverjum sem er enn á sumardekkjunum.
Ef nagladekk eru notuð þá ertu að eyða peningum í óþarfa bæði beint úr þínum vasa og skattpeningunum. Já og svo ekki sé talað um rykið og tjöruna á götunum [-X
Ef nagladekk eru notuð þá ertu að eyða peningum í óþarfa bæði beint úr þínum vasa og skattpeningunum. Já og svo ekki sé talað um rykið og tjöruna á götunum [-X
Re: Endurnegling á nagladekkjum?
Beið nú eftir einhverju svona...
Ég keyri yfir hellisheiði mjög oft í hverri viku, nota mín nagladekk í það. Ég hef prófað aðrar gerðir og mér finnst þær bara ekki vera jafn góðar.
En annars skiptir það svo sem engu máli þar sem þráðurinn er ekki um það, ég er að reyna að spara mér pening í kreppunni og nota þessi dekk áfram í einn vetur í viðbót. Skil ekki hvernig það getur talist að ég sé að eyða peningunum í óþarfa, ég myndi segja að ég væri að eyða í óþarfa ef ég myndi kaupa mér einhver glæný loftbóludekk (sem kosta yfirleitt meira en hefðbundin nagladekk) eða e-ð álíka þegar ég gæti notað þessi dekk mín í einn vetur í viðbót. Þarf engan fyrirlestur um svifryk...
Annars fannst mér vera svo sjaldan hálka á höfuðborgarsvæðinu í fyrra að ef ég væri ekki í þessum ferðum mínum austur á Selfoss þá væri ég eflaust ekkert á nöglum.
Ég keyri yfir hellisheiði mjög oft í hverri viku, nota mín nagladekk í það. Ég hef prófað aðrar gerðir og mér finnst þær bara ekki vera jafn góðar.
En annars skiptir það svo sem engu máli þar sem þráðurinn er ekki um það, ég er að reyna að spara mér pening í kreppunni og nota þessi dekk áfram í einn vetur í viðbót. Skil ekki hvernig það getur talist að ég sé að eyða peningunum í óþarfa, ég myndi segja að ég væri að eyða í óþarfa ef ég myndi kaupa mér einhver glæný loftbóludekk (sem kosta yfirleitt meira en hefðbundin nagladekk) eða e-ð álíka þegar ég gæti notað þessi dekk mín í einn vetur í viðbót. Þarf engan fyrirlestur um svifryk...
Annars fannst mér vera svo sjaldan hálka á höfuðborgarsvæðinu í fyrra að ef ég væri ekki í þessum ferðum mínum austur á Selfoss þá væri ég eflaust ekkert á nöglum.
-
- /dev/null
- Póstar: 1393
- Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
- Staða: Ótengdur
Re: Endurnegling á nagladekkjum?
Það er alveg hægt að endurnegla dekk. Frændi minn vinnur á dekkjaverkstæði og gerir það oft. Spurning hvort það svari kostnaði samt. Það er líka hægt að negla heilsársdekk, þarf bara að bora fyrir nöglunum fyrst.
Have spacesuit. Will travel.
Re: Endurnegling á nagladekkjum?
Á það ekki bara við um glæný dekk sem er ekki búið að keyra á?audiophile skrifaði:Það er alveg hægt að endurnegla dekk. Frændi minn vinnur á dekkjaverkstæði og gerir það oft. Spurning hvort það svari kostnaði samt. Það er líka hægt að negla heilsársdekk, þarf bara að bora fyrir nöglunum fyrst.
Annars tékka ég betur á þessu eftir helgi, athuga hvaða dekkjaverkstæði bjóða upp á þetta...
-
- Besserwisser
- Póstar: 3065
- Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
- Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
- Staða: Ótengdur
Re: Endurnegling á nagladekkjum?
Endilega láttu vita hérna hvernig fer, ég þarf að gera þetta við nagladekkin mín
Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.
Re: Endurnegling á nagladekkjum?
Það er ekki hægt að negla notuð dekk sökum þess að kantar á götunum fyrir naglana hafa eyðst upp eða skemmst. Ef þú býrð á höfuðborgarsvæðinu þá væri besta lausnin að láta plokka naglana úr og míkróskera dekkin ef nægilegt munstur er eftir.