Microsoft Most Valuable Professional (MVP)


Höfundur
gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Microsoft Most Valuable Professional (MVP)

Póstur af gumol »

Mér datt í hug að Linux mennirnir hérna hefðu gaman af þessu ;)
Hérna er smá bútur úr Tölvuheimi úr grein um Viðar Pétursson sem hefur hlotið MVP viðurkenningu fimm ár í röð. Í greininni er verið að tala um öryggismál og að MVP menn fái aðgang að hluta grunnkóða hugbúnaðar Microsoft. Í viðtali þar við hann stendur ma.
Tölvuheimur nr. 82 bls 36 skrifaði:Öryggismál voru ofarlega á baugi í ráðstefnunni í Redmond í Apríl síðastliðnum. Viðar segir ástæðuna fyrir því einfalda. "Microsoft er æ ofan í æ ásakað fyrir að vera með gloppur í hugbúnaðinum. Það er svosem skiljanlegt enda eru forritin mörg og flókin. Málið er líka að allir eru að nota þetta! Það nennir enginn að nota linux enda þarf töluvert meira en meðalkunnáttu aðeins til að opna skjal. Ef kóði hugbúnaðar frá Linux er hins vegar skoðaður koma í ljós mikklir öryggisgallar. En það nennir einfaldlega einginn að ráðast á það þar sem nánast einginn verður fyrir skakkaföllum. Það segir sig þessvegna sjálft að þar sem hugbúnaður frá Microsoft er í mun meiri notkun enn meiri áhersla er lögð á að finna galla í hugbúnaðinum með vírusum, kæfum og þess háttar," segir Viðar...


Það er sumt rétt og annað rangt í þessu að mínu mati, hvað finnst ykkur?
Last edited by gumol on Fim 25. Des 2003 15:30, edited 1 time in total.
Skjámynd

Jakob
Ofur-Nörd
Póstar: 272
Skráði sig: Mið 28. Ágú 2002 23:30
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Póstur af Jakob »

*brainwashed*

Zaphod
Gúrú
Póstar: 562
Skráði sig: Sun 06. Apr 2003 17:13
Staðsetning: Omaha Beach
Staða: Ótengdur

Póstur af Zaphod »

bah
"You can fool some of the people all of the time, and all of the people some of the time, but you can not fool all of the people all of the time."

Arnar
Staða: Ótengdur

Póstur af Arnar »

Það stendur "einginn".. í þessu boldaða.. hehehehe :)
Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Staða: Ótengdur

Póstur af ICM »

GUMOL! þú sagðir að þú hefðir komist í heldur betur feitt og þetta er það eina sem þú kemur með ?
Skjámynd

tms
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mán 04. Ágú 2003 00:56
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af tms »

Þetta er frekar muffins.

Höfundur
gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »

Mér finnst þetta bara fyndið hvernig hann tala um "hugbúnað frá Linux" þarna.

Mér finnst það eingin afsökun þótt þeir séu með mörg forrit og flókin, þau eiga að virka.
Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Staða: Ótengdur

Póstur af ICM »

gumol að reyna að bakka sig útúr þessu :lol:
Það er víst afsökun að þeir séu með mörg flókin forrit.
Skjámynd

Voffinn
Vaktari
Póstar: 2249
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 17:41
Staða: Ótengdur

Póstur af Voffinn »

Þessi gaur hefur ekki græna glóru hvað hann er að tala um. Svona menn eiga bara að halda kjafti nema þeir hafi eitthvað málefnalegra að segja og/eða geta rökstutt mál sín.

Og að tölvuheimur hafi samþykkt þessa grein, alvega ef restinn af henni er í dúr við þetta. Mér finnst þetta bara vera huga matur.
Voffinn has left the building..

Zaphod
Gúrú
Póstar: 562
Skráði sig: Sun 06. Apr 2003 17:13
Staðsetning: Omaha Beach
Staða: Ótengdur

Póstur af Zaphod »

Æji þessi grey sem M$ hefur menntað fyrir fullar kistur fjár............
"You can fool some of the people all of the time, and all of the people some of the time, but you can not fool all of the people all of the time."

Buddy
Nörd
Póstar: 141
Skráði sig: Mán 23. Sep 2002 22:11
Staða: Ótengdur

Póstur af Buddy »

Forritin mörg? Það kemur því ekki við þegar öryggisgallarnir í Win sem er verið að kvarta yfir eru allir nátengdir GRUNNforritum í stýrikerfinu s.s. webbrowser.

kiddisig
Fiktari
Póstar: 63
Skráði sig: Mán 28. Júl 2003 01:39
Staða: Ótengdur

Póstur af kiddisig »

Rosalega er maðurinn heilaþveginn.

Linux er open source. Ef það væri svona gallað þá væru mun fleiri öryggisholur komnar í ljós þar sem allir hafa aðgang að kóðanum. Windows er closed source en samt eru alltaf að koma í ljós nýjar og nýjar öryggisholur þó svo það ætti að vera miklu erfiðara að finna þær þar sem þeir sem finna þær hafa sjaldnast aðgang að kóðanum.
There can be only one.
Skjámynd

halanegri
vélbúnaðarpervert
Póstar: 955
Skráði sig: Mán 23. Sep 2002 21:17
Staðsetning: Err Vaff Ká
Staða: Ótengdur

Póstur af halanegri »

Þetta ætti að verða athugavert. :)
"open source fólkið gerir ekkert nema að stela hugmyndum annara" -- "open source fólk hugsar bara um sinn eigin rass" - IceCaveman, 2003
Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Staða: Ótengdur

Póstur af ICM »

kiddisig á síðasta ári fann Red Hat group um 120 öryggisgalla í Linux sem það taldi alvarlega. Þetta fer þó aldrei á forsíður því það rembast allir við að reyna að kæfa niður allt slæmt um Linux. Linux verður heldur ekki sjálfkrafa öruggt, notandin þarf að setja það rétt upp, slökkva á ýmsum ónotuðum vefþjónum og í nokkrum distróum þarf að kveikja á firewall sér. Meðal jónb væri veikur fyrir árásum frá reyndum Linux notendum, þegar eitthvað gerist svosem einhver hakkar sig inní linux vél þá heyrist úr Linux fanatics hann átti að slökkva á þessari vefþjónustu, hvaða hálfviti hefur hana í gangi.
Skjámynd

Voffinn
Vaktari
Póstar: 2249
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 17:41
Staða: Ótengdur

Póstur af Voffinn »

Ég veit ekki hvaða þjónustur þú ert að tala um. Og auðvitað eru þeir alltaf að finna öryggisgalla, það væri nú eitthvað að ef þú þyrftir ekki að uppfæra þjónanna hjá þér öðru hverju?
Voffinn has left the building..

Höfundur
gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »

IceCaveman skrifaði:...þegar eitthvað gerist svosem einhver hakkar sig inní linux vél þá heyrist úr Linux fanatics hann átti að slökkva á þessari vefþjónustu, hvaða hálfviti hefur hana í gangi.

Það er nú venjulega talað um security nooba ;)
Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Staða: Ótengdur

Póstur af ICM »

Ef það væri svona gallað þá væru mun fleiri öryggisholur komnar í ljós þar sem allir hafa aðgang að kóðanum.

Voffinn skrifaði:Ég veit ekki hvaða þjónustur þú ert að tala um. Og auðvitað eru þeir alltaf að finna öryggisgalla, það væri nú eitthvað að ef þú þyrftir ekki að uppfæra þjónanna hjá þér öðru hverju?

Ég var bara að svara því sem Kiddisig sagði síðast, skrifaði eins og það væru bara gallar í Windows.

kiddisig
Fiktari
Póstar: 63
Skráði sig: Mán 28. Júl 2003 01:39
Staða: Ótengdur

Póstur af kiddisig »

IceCaveman skrifaði:kiddisig á síðasta ári fann Red Hat group um 120 öryggisgalla í Linux sem það taldi alvarlega. Þetta fer þó aldrei á forsíður því það rembast allir við að reyna að kæfa niður allt slæmt um Linux. Linux verður heldur ekki sjálfkrafa öruggt, notandin þarf að setja það rétt upp, slökkva á ýmsum ónotuðum vefþjónum og í nokkrum distróum þarf að kveikja á firewall sér. Meðal jónb væri veikur fyrir árásum frá reyndum Linux notendum, þegar eitthvað gerist svosem einhver hakkar sig inní linux vél þá heyrist úr Linux fanatics hann átti að slökkva á þessari vefþjónustu, hvaða hálfviti hefur hana í gangi.


Ég er að tala um grunnkerfið. Ég er ekki að tala um ákveðnar þjónustur hér þar sem þær eru að engu leiti beintengdar Linux í sjálfu sér.

Auk þess sagði ég aldrei að það væru engir gallar í Linux. Það sem ég var að reyna að segja er að EF Windows væri open source, þá kæmu fram mun fleiri öryggisgallar þannig að þetta er bara kjaftæði sem þessi aðili segir (þessi MVP aðili) um að Windows sé betra skrifað heldur en Linux. Ég efast um að hann hafi hugmynd um hvað hann var að segja.
There can be only one.

KinD^
Ofur-Nörd
Póstar: 278
Skráði sig: Þri 04. Nóv 2003 02:01
Staðsetning: VKóp
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af KinD^ »

heyr heyr
mehehehehehe ?
Skjámynd

Bendill
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Lau 25. Okt 2003 03:06
Staðsetning: Mosfellsbær
Staða: Ótengdur

Póstur af Bendill »

Það nennir enginn að nota linux enda þarf töluvert meira en meðalkunnáttu aðeins til að opna skjal


Þessi eina setning sýnir, svart á hvítu, hversu mikil pottaplanta þessi maður er... ég meina... MAMMA MÍN NOTAR LINUX! Ég setti það upp fyrir hana, og hefði þurft að gera það sama ef um Windows hefði verið að ræða...
OC fanboy

pyro
Ofur-Nörd
Póstar: 204
Skráði sig: Fim 26. Feb 2004 10:04
Staðsetning: RtotheVtotheK
Staða: Ótengdur

Póstur af pyro »

mjá, það má ekki vera svona þröngsýnn... Linux er betri sem þjónn, vinnustöð, þessháttar, Windows er betri í leiki (eina sem það er betra í finnst mér samt), Apple er betra í mynd og grafíkvinnslu.

þetta eru bara staðreyndir og fólk verður að vera opið fyrir því :)
AMD XP2500+@2.1Ghz, Abit AN7 , 512mb PC2100@264mhz, GF4 Ti4200 128mb@275/550 AGPx8

Höfundur
gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »

pyro skrifaði:mjá, það má ekki vera svona þröngsýnn... Linux er betri sem þjónn, vinnustöð, þessháttar, Windows er betri í leiki (eina sem það er betra í finnst mér samt), Apple er betra í mynd og grafíkvinnslu.

þetta eru bara staðreyndir og fólk verður að vera opið fyrir því :)

Ónei, þetta eru ekki staðreindir. Þetta er Þín skoðun. Þín skoðun þarf ekkert að vera réttari en skoðanir annarra.
Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Staða: Ótengdur

Póstur af ICM »

gumol skoðanir Linux manna eru alltaf réttari en aðrar, þannig virkar Starfsemi Omega mörgæsa.

pyro
Ofur-Nörd
Póstar: 204
Skráði sig: Fim 26. Feb 2004 10:04
Staðsetning: RtotheVtotheK
Staða: Ótengdur

Póstur af pyro »

Nei, þetta er reyndar ekki bara MÍN SKOÐUR heldur er þetta nokkuð samræmd skoðun mjög margra reyndra tölvumanna... vissulega eru svo aðrir sem eru ekki sammála, en staðreyndin stendur samt enn :D
AMD XP2500+@2.1Ghz, Abit AN7 , 512mb PC2100@264mhz, GF4 Ti4200 128mb@275/550 AGPx8
Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Staða: Ótengdur

Póstur af ICM »

right Windows er bara best í leikjum.

Kanski að þú gleymir því að mesta úrval af "skrifstofuforritum" og bestu forritin í þeim flokki eru gerð fyrir Windows. Skrifstofuforrit eru mikið meira en bara Office 2003, eina bókhaldsforritið sem t.d. er til fyrir Linux er GNU cash og það er hið mesta sorp í heimi.
Þeir eru að reyna að ná Quicken yfir á Linux með CrossOver Office en Quicken er mest notaða "heimilis" bókhalds forritið enda kostar það bara smápening.
Þið L-users, alltaf gaman að sjá hvað þið hafið brenglaða mynd á því hvað fólk notar tölvur í í vinnunni hjá sér. ekki öll fyrirtæki eru með webserver í hverri tölvu eða hafa þörf fyrir slíkan.

Og þetta er svo fjarri því að vera staðreynd hjá þér pyro.
Svara