Nú hef ég verið að skoða mig um í öllum helstu búðum að fínni leikjavél á ásættanlegu verði og hef fundið 3 ofboðslega svipaðar vélar og ég get ekki/kann ekki að gera upp á milli þeirra.
Það eru þá þessar þrjár:
http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... 0012E#elko
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1513
http://www.bodeind.is/product_info.php? ... cts_id=359 - þessa sá ég hér á spjallinu
Núna líst mér vel á þær allar, þá aðallega þessa frá elko. Vil ég samt endilega vita hvort það sé stór munur á þessum 3 vélum varðandi tölvuleikjaspilun. Mig langar að vélin sem ég kaupi endist mér lengi og verði aðal-leikjavélin mín í svolítinn tíma, svo ég vil ekki fara velja einhverja vitleysu.
Það má endilega einhver fróður kíkja á linkanna og segja kosti og galla við vélarnar


Takk fyrir.