Hræódýr gleraugu

Allt utan efnis
Svara

Höfundur
HJARTA
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Þri 10. Jún 2008 09:35
Staða: Ótengdur

Hræódýr gleraugu

Póstur af HJARTA »

Mig langar til að benda ykkur á þessa síðu sem er með mjög flott og ódýr gleraugu. Ég var að panta mér glerugu þaðan, eitthvað sem ég hef látið sitja á hakanum mjög lengi, af því að gleraugu eru svo dýr. [-X

Hér er síðan http://www.kreppugler.is =D>
Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1478
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Hræódýr gleraugu

Póstur af depill »

Þótt ég er almennt frekar mikið á móti svona spami að þá bara verð ég að þakka fyrir mig. Er einmitt hreinlega búinn að vera berjast við að endurnýja glerin í gleraugunum mínum ( sem kosta meira en titanium gleraugun þarna með gleri ).

Takks
Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2569
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Hræódýr gleraugu

Póstur af CendenZ »

depill skrifaði:Þótt ég er almennt frekar mikið á móti svona spami að þá bara verð ég að þakka fyrir mig. Er einmitt hreinlega búinn að vera berjast við að endurnýja glerin í gleraugunum mínum ( sem kosta meira en titanium gleraugun þarna með gleri ).

Takks

Ég nota 39dollarglasses.com og sendi til þeirra gleraugun þegar ég hef þurft á meiri styrk á að halda.
Er einmitt að fara senda til þeirra gleraugun mín fljótlega :wink:

Shop Eyeglasses -> Use your own frames.
Last edited by CendenZ on Mán 29. Jún 2009 12:51, edited 1 time in total.
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Hræódýr gleraugu

Póstur af Daz »

Ég hef ekki verslað sjálfur við 39dollar glasses, en þekki nokkra sem hafa gert það með jákvæðum niðurstöðum. Mér virðast verðin á þessum kreppuglerjum svosem lægri, en það er líka alltaf ákveðin áhætta að versla við nýjann aðila.

Arena77
Nörd
Póstar: 144
Skráði sig: Lau 14. Feb 2009 19:24
Staða: Ótengdur

Re: Hræódýr gleraugu

Póstur af Arena77 »

Hvar fær maður gleraugu til að horfa á þrívídd?
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hræódýr gleraugu

Póstur af Pandemic »

ég er mikill gleraugnamaður og hef átt mörg gleraugu í gegnum tíðina og flakkað á milli allskonar tegunda, ódýrt og dýrt. Það er bara eitt sem gildir í þessum bransa og það er, að þú færð það sem þú borgar fyrir t.d í glerjum. Ég datt ofan í þá grifju um daginn að versla mér ódýr gler og þeir sem ég talaði við sögðu að þetta væri alveg frábært og það væri engin munur.
Ég fæ umgjörðina í hendurnar með þessum "nýju ódýru glerjum" og allt kemur fyrir ekki. Glerið er mjög þungt, mjög þykkt og mikill munur á tærleika við að horfa í gegnum þau. Mér fannst litir verða skrítnir "væntanlega útaf þykktinni" auk þess voru augun mjög stór þegar horft var á gleraugun.

Ég skilaði glerjunum og pantaði á sama stað gler fyrir 35þúsund með afslætti þar sem ég var mjög óánægður með að hafa verið blektur svona. Fékk nýju glerin frá þýskalandi 10 dögum seinna og þau eru næfurþunn, létt og loksins virðist maður vera með eðlilega stór augu þegar horft er á mann.

Þetta er eins og með ljósmyndalinsur, þú færð það sem þú borgar fyrir.
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hræódýr gleraugu

Póstur af urban »

sú búð hér á alndi sem að er með ódýr gleraugu (miðað við margar aðrar) sema ð hefur reynst me´r einna best er prooptik

mjög góð gleraugu og næfurþunn að mínu mati (nota -3 og -3,5)
kostaði ekki nema einhvern tæpan 20 þús kall núna í nóvember eða desember síðastliðinn

það fannst mér einfaldlega mjög vel sloppið fyrir gler og umgjörð.

ég reyndar hef ekkert verið í því að panta mér að utan, einfaldlega vegna þess að ég er með það stóran haus að ég verð að sjá mig með umgjörðina áður, það eru bara einfaldlega óskaplega fá gleraugu sem að fara mér.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hræódýr gleraugu

Póstur af Pandemic »

Ég hef bara eitt mottó, ef ég get eytt 50 þúsundkalli í skjákort í tölvuna mína þá get ég eytt 50 þúsundkalli í eitthvað sem er á nefinu á mér alla daga.
Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2569
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Hræódýr gleraugu

Póstur af CendenZ »

Pandemic skrifaði:Ég hef bara eitt mottó, ef ég get eytt 50 þúsundkalli í skjákort í tölvuna mína þá get ég eytt 50 þúsundkalli í eitthvað sem er á nefinu á mér alla daga.

þú færð Seikó-glerlinsur í gleraugun þín á 39dollarglasses á 70 dollara, Seiko glerið er alveg næhæfur þunnt og hentar fyrir 4+/- eða meira skiluru.

Ég er með -3 og ég nota Polycarbon linsurnar frá 39dollarglasses og það er alveg næfurþunnt, og það kostar bara 40 dollara.
en þetta er alveg dagsatt, maður þarf að finna alvöru retailer sem selur alvöru stöff á ódýrum prís.

Ég get alveg sagt að fyrir fólk sem er með 3 eða meira, þá eru Seiko glerin algjörlega málið.
Clear Seiko® 1.67 Super High-Index Lenses
Seiko® 1.67 lenses are our lens of choice for those with very high prescriptions. They are thinner than any other 1.60/1.66 "high-index" or "thinnest" lenses others may sell. If you've never had 1.67-index lenses before, you'll be surprised how thin your eyeglass lenses can be! They also come with both 100% UV and tough scratch-resistant coatings applied to both sides of the lenses, as well as polished lens edges, at no extra charge.
Svara