Sæstrengur til Kanada

Svara
Skjámynd

Höfundur
CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2569
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Sæstrengur til Kanada

Póstur af CendenZ »

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/0 ... strenginn/

Jæja, þá er komið að því að þeir taki upp sæstreng til Kanada/USA.
Ætli þeir hækki ekki verðskránna hjá sér því þetta er svo dýrt, en haldi cappinu ?
Þeir verða jú að borga fyrir strenginn!

Ég sé mjög lítin tilgang með þessu, annað en að geta selt aðganginn dýrari þó svo að hraðinn komi sennilega ekki með að aukast, ég trúi ekki að við fáum betri 12mb línu en við erum með núna á adslinu.

"Betri svartími verður í samskiptum vestur um haf og koma vefsvæði á borð við YouTube til með að skila sér í bestu mögulegu gæðum."

Hvaða máli skiptir það ef við erum cappaðir í döðlur vegna erlends niðurhals?
Ég get td. ekki horft mikið á youtube því ég er svo cappaður, þetta er ekkert nema pure markaðsbrella til að fá fólk í viðskipti "Youtube verður miklu betri svartíma en áður!"

Svo gætu þeir verið að koma með ljós á þetta..en..eins og hinn almenni notandi finni mun á 5 ms eða 30 ms svartíma á youtube! hvað þá ef ljósið er cappað í 40 gb!
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sæstrengur til Kanada

Póstur af GuðjónR »

Einmitt!

Notendur verða fljótari að klára kvótan og lenda í straffi.
Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1478
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Sæstrengur til Kanada

Póstur af depill »

Mér finnst þetta nú bara illa unninn frétt. Greenland Connect hefur aldrei stefnt að öðru en að tengjast hingað, reyndar í upprunlaegu drögum átti að vera aukaleggur sem átti að sleppa Íslendingum við að þurfa fara með traffíkina til Grænlandsfyrst, en samkv teikningum sem ég hef séð núna virðist það vera hætt.

Þeir eru að semja um að Síminn muni nota Greenland Connect fyrir transport, sem mér finnst bara besta mál. CANTAT-3 er að detta úr notkun ( ég leyfi mér einhvern megin að efast um að það verði miklu betri svartími, nema þá að Síminn sé að fá miklu betri verð en frá Indverska firmanu sem rekur CANTAT-3 ). En það getur vel verið að Síminn sé hreinlega með lítið sem ekkert á CANTAT-3 og þetta eigi eftir að stórbæta.

http://www.tele.gl/uk/GreenlandConnect/ ... orkMap.htm - Samkv network mappi GreenlandConnect er svartíminn milli Íslands og Halifax, 39 ms og 49 ms til New York. Svo gæti verið ( sem væri ekkert vitlaust fyrir grænlendingana ) að Tele Greenland og Síminn ákveði að peera saman ( jafnvel hleypi þeim að RIX sem væru ubernice fyrir þá, maður veit aldrei ) og þannig stórlækka svartímann milli Grænlands og Íslands.

En já ég myndi segja bara að þetta væri hið besta mál, tryggir öryggi Íslendinga í fjarskiptum betur. En hins vegar er ekki verið að leggja nýjan streng ( enda Síminn myndi ekki vera semja um það, Míla er búið að leggja hins vegar í vinnu við Landeyjar þar sem að DANICE-1 mun líka koma þar upp ) og ég giska að það sé verið að semja um transport.

Arnarr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 365
Skráði sig: Þri 12. Okt 2004 21:28
Staða: Ótengdur

Re: Sæstrengur til Kanada

Póstur af Arnarr »

Var þetta ekki líka skilirði sem netþjónabúin sem eru að koma hér settu??
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Sæstrengur til Kanada

Póstur af Pandemic »

Ættingi minn sem var í sendinefndinni sem Yahoo sendi sagði mér þeir vildu 2 strengi og annar þeirra átti minnir mig að liggja til Danmörku og ströng skilyrði voru fyrir því að hann myndi ekki millilenda í færeyjum síðan átti hinn að vera varastrengur.

jonfr
Græningi
Póstar: 49
Skráði sig: Þri 12. Maí 2009 17:58
Staðsetning: Húnaþing Vestra
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sæstrengur til Kanada

Póstur af jonfr »

Ég var að prufa, samkvæmt tcptraceroute þá fer umferðin ennþá í gegnum Evrópu til BNA.
Svara