Ónýt móðurborð - KEILIR

Svara

Höfundur
Sprelli
Græningi
Póstar: 35
Skráði sig: Þri 14. Feb 2006 12:40
Staða: Ótengdur

Ónýt móðurborð - KEILIR

Póstur af Sprelli »

Sælir vaktmenn.

Nú vandast málið. Það eru 2 fartölvur hjá mér sem eru með ónýt móðurborð, þær eru frá sitthvorum
framleiðanda og ekki jafngamlar. Þær eyðilögðust með 1 til 2 vikna millibili.

Er staðsettur á Keili þar sem áður var 120 volt. Gæti þetta tengst því? Ætli Keilir hafi ekki íhugað
mun á leiðslum annars vegar á 120 voltum og hins vegar 240 voltum? Hefur einhver sömu reynslu
eða veit um einhvern? Hvað er til ráða?

Það er með ólíkindum að 2 fartölvur eyðileggjast á sama hátt, frá sitthvorum framleiðanda og mismunandi gamlar.

Arnarr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 365
Skráði sig: Þri 12. Okt 2004 21:28
Staða: Ótengdur

Re: Ónýt móðurborð - KEILIR

Póstur af Arnarr »

gaur, það var 115v og er nú 230 eða ætti að vera það allavegana... Og prufaðu bara ef þú átt volt mæli að mæla spennuna á innstunguni hjá þér :wink:
Skjámynd

Revenant
vélbúnaðarpervert
Póstar: 992
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Staða: Ótengdur

Re: Ónýt móðurborð - KEILIR

Póstur af Revenant »

Skoðaðu bara spenninn. Ef það stendur "INPUT 100-220~ V" (eða eitthvað nálægt því) á því þá skiptir ekki máli hvort það sé 100V eða 220V.
i7-2600K 3.4GHz @ 4.7GHz (103 MHz x 46) 1.416 V | ASUS P8P67 Pro | ASUS GeForce GTX1070 | Mushkin Blackline 8 GB CL9 1600MHz | Antec TruePower 750W | HAF X
Skjámynd

AngryMachine
has spoken...
Póstar: 174
Skráði sig: Sun 15. Jan 2006 23:53
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Ónýt móðurborð - KEILIR

Póstur af AngryMachine »

Ef að það væri vitlaus spenna á rafkerfinu þarna ættu væntalega öll rafmagnstæki sem ekki þola annað en 220V að grillast og það undir eins, brauðristin, sjónvarpið, etc etc. Og ef að spennubreytarnir fyrir tölvurnar eru í lagi þá er varla við rafkerfið að sakast.
____________________
Starfsmaður @ hvergi

Arnarr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 365
Skráði sig: Þri 12. Okt 2004 21:28
Staða: Ótengdur

Re: Ónýt móðurborð - KEILIR

Póstur af Arnarr »

AngryMachine skrifaði:Ef að það væri vitlaus spenna á rafkerfinu þarna ættu væntalega öll rafmagnstæki sem ekki þola annað en 220V að grillast og það undir eins, brauðristin, sjónvarpið, etc etc. Og ef að spennubreytarnir fyrir tölvurnar eru í lagi þá er varla við rafkerfið að sakast.


Reyndar þá þola mörg tæki allt að 240 jafnvel 250 voltum, spennugjafinn fyrir lappann minn þolir tildæmis 100 til 240 volt...

Arnarr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 365
Skráði sig: Þri 12. Okt 2004 21:28
Staða: Ótengdur

Re: Ónýt móðurborð - KEILIR

Póstur af Arnarr »

Sprelli skrifaði:Sælir vaktmenn.

Nú vandast málið. Það eru 2 fartölvur hjá mér sem eru með ónýt móðurborð, þær eru frá sitthvorum
framleiðanda og ekki jafngamlar. Þær eyðilögðust með 1 til 2 vikna millibili.

Er staðsettur á Keili þar sem áður var 120 volt. Gæti þetta tengst því? Ætli Keilir hafi ekki íhugað
mun á leiðslum annars vegar á 120 voltum og hins vegar 240 voltum? Hefur einhver sömu reynslu
eða veit um einhvern? Hvað er til ráða?

Það er með ólíkindum að 2 fartölvur eyðileggjast á sama hátt, frá sitthvorum framleiðanda og mismunandi gamlar.


Gleymdi líka alveg að taka það framm að það eru alveg sömu leiðslur þannig lagað séð fyrir 115 volt og 230, reyndar þá eru leiðslurnar fyrir 115 volt oft þykkari vegna þess að þær þurfa að bera helmingi meiri straum til að skila sama afli!
Svara