HD Skjávarpi

Svara
Skjámynd

Höfundur
fallen
ÜberAdmin
Póstar: 1320
Skráði sig: Fös 06. Feb 2004 13:09
Staðsetning: eyjar
Staða: Ótengdur

HD Skjávarpi

Póstur af fallen »

Sælir félagar, það er ágætis tími síðan maður kíkti hingað inn síðast..
Vona að hjálpsemin sé sú sama =)

Allavega, ég er að leita mér að skjávarpa sem getur outputtað í HD og er ætlunin að tengja við hann Sky HD box og hugsanlega HD box frá Digital Ísland..
Varpinn verður einungis notaður til þess að horfa á fótbolta (erum að skoða þetta fyrir "sportbar")..
Nú sný ég mér til ykkar þar sem að þekking mín á skjávörpum er lítil sem engin,
hverju mæliði með og hvar gæti ég nálgast svona græju hérna á klakanum?
Gaming: Intel i5-4670K @ 4.4GHz | Gigabyte G1.Sniper M5 | Gigabyte GTX 970 4GB | 16GB Crucial BallistiX DDR3 | Samsung 840 EVO 120GB | Corsair 350D | Corsair AX760 | Corsair H100i | BenQ XL2411T 144Hz
unRAID: Intel Xeon E3-1275 v6 | Supermicro X11SSL-CF | 32GB DDR4 ECC | 6x10TB IronWolfs | Samsung 850 Pro 512GB & 256GB | Fractal Node 804 | Corsair SF750 | APC Back-UPS Pro 900
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: HD Skjávarpi

Póstur af AntiTrust »

http://www.skjavarpi.is/index.php?optio ... 973fc95eca

Þeir eru með nokkrar týpur, og virðast heldur ekki vera í dýrari kantinum, eins og Nýherji og Opin kerfi og fl. voru / eru sérstaklega þessa dagana.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: HD Skjávarpi

Póstur af hagur »

Það er orðið frekar lítið úrval af góðum skjávörpum á klakanum ...

Ef þú ætlar að skoða þetta hjá Skjavarpi.is, þá myndi ég mæla með þessum: http://www.skjavarpi.is/index.php?page= ... 973fc95eca

Þetta er tried and tested græja sem fólk hefur verið ánægt með á http://www.avsforum.com. Hann er native 720p og víst nokkuð góður.

Hjá svartækni fengust panasonic skjávarpar, t.d PT-AX100 sem er native 720p og hefur fengið glimrandi dóma t.d á http://www.projectorcentral.com. Ég er sjálfur með svoleiðis og get alveg mælt með honum, þó svo að hann sé ekki gallalaus. Ég veit ekki hvort þeir séu ennþá að bjóða uppá skjávarpa.

Hátækni var a.m.k með Hitachi TX-300 (minnir mig) varpa, sem er native 720p og á að vera fínn varpi. Sama sagan samt hjá Hátækni, held að þeir séu hættir að bjóða uppá svona heimabíóvarpa.

Svo er náttúrulega alltaf hægt að kíkja út fyrir landsteinana og þá er allt mögulegt.

Nokkrir vinsælir varpar:

- Panasonic PT-AX200
- Panasonic PT-AE3000 (1080p)
- SANYO PLVZ4
- SANYO PLVZ5
- Mitsubishi HC1500
- Optoma HD70
- Optoma HD81
- Epson Powerlite Cinema 1080

Ofl. ofl.

Mæli með þessu spjallborði fyrir allt á milli himins og jarðar er varðar skjávarpa: http://www.avsforum.com/avs-vb/forumdisplay.php?f=68

dos
Nörd
Póstar: 132
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 13:05
Staðsetning: Garðabær
Staða: Ótengdur

Re: HD Skjávarpi

Póstur af dos »

Hvernig er það er ekki vonlaust að nota svona skjávarpa í venjulega stofu í venjulega heimilisnotkun, þarf ekki að vera mjög dimmt inni til að þetta virki sem best
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: HD Skjávarpi

Póstur af hagur »

Kannski ekki vonlaust, en jú ... til að hann njóti sín þarf helst að vera a.m.k aðeins rökkvað í herberginu. Varpar eru líka mjög mismunandi góðir í dagsljósi. Þessi sem ég er með er t.d mjög bjartur (2000 lumens) og það er vel hægt að nota hann í birtu, en að sjálfsögðu dregur það verulega úr contrastinum.

Það er ástæðan fyrir því að ég er líka með lítið LCD sjónvarp sem ég nota í venjulegt gláp. Varpann nota ég við sérstök tilefni og þegar ég horfi á HD bíómyndir.

Reynsla mín er líka sú að yfir sumartímann nota ég skjávarpann lítið sem ekkert. Á veturna þegar dimmir kl 17, þá er hægt að nota hann mikið meira og þá nýtur hann sín mun betur. Þá er ég líka oftar í bíómynda- og sjónvarpsglápsgírnum :wink:
Svara