Vantar hjálp við memtest86

Svara
Skjámynd

Höfundur
Damien
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 389
Skráði sig: Lau 31. Maí 2003 23:07
Staðsetning: Ak-X
Staða: Ótengdur

Vantar hjálp við memtest86

Póstur af Damien »

Ég þarf að prófa minnið mitt, það er með eitthvað vesen, og vantar smá leiðbeiningar.

1. Skrifa þetta á geisladisk
2. Breyti boot-röðinni, CD#1 HDD#2
3. Skrifa memtest86 þegar hún spyr hvaða kernel ég vilji nota
4. Minnið þreytir prófið í nokkra klst
5. Lesa út úr niðurstöðum

Spurning 1: Ég er með fullt af gögnum á harða disknum, verða þau fyrir hnjaski?
Spurning 2: Þetta er eikkað Linux dæmi ekki satt, þarf ég nokkuð að pæla í því?
Spurning 3: Hvað gerist ef minnið fellur hraparlega í testinu og allt frýs og læti og vesen? Get ég bara sett kubbinn aftur í sem ég veit að er í lagi?
Damien
Skjámynd

Voffinn
Vaktari
Póstar: 2249
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 17:41
Staða: Ótengdur

Póstur af Voffinn »

Ég býst nú við að þú sért að nota gentoo diskinn sem ég benti á í einum þræðinum ;-)

Nei, gögnin þín verða ekki ekki fyrir skemmdum, nema þér takist að mounta diskinn og skrifa á hann / starta fdisk og partiona diskinn uppá nýtt / eða skrifa yfir mbr recordið. Ef þér tekst að gera eitthvað af þessu, þá kem ég sjálfur heim til þín og geri tölvuna þín upptæka. :D

Nei, nei, þú bara tekur powerkapallinn úr hdd, til að vera 100% viss að gera ekki neitt rangt.

Svo geturu líka talað við mig, ef þér vantar meiri hjálp ;-)
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vantar hjálp við memtest86

Póstur af GuðjónR »

Damien skrifaði:Ég þarf að prófa minnið mitt, það er með eitthvað vesen, og vantar smá leiðbeiningar.


Spurning 1: Ég er með fullt af gögnum á harða disknum, verða þau fyrir hnjaski? SVAR: NEI
Spurning 2: Þetta er eikkað Linux dæmi ekki satt, þarf ég nokkuð að pæla í því? SVAR: NEI
Spurning 3: Hvað gerist ef minnið fellur hraparlega í testinu og allt frýs og læti og vesen? SVAR: RESTART
Get ég bara sett kubbinn aftur í sem ég veit að er í lagi? SVAR: JÁ
Skjámynd

Höfundur
Damien
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 389
Skráði sig: Lau 31. Maí 2003 23:07
Staðsetning: Ak-X
Staða: Ótengdur

Póstur af Damien »

Geggjað... :8)
Þá bara fer ég að ráðast í þetta.
Takk fyrir hjálpina :wink:
Damien
Skjámynd

Höfundur
Damien
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 389
Skráði sig: Lau 31. Maí 2003 23:07
Staðsetning: Ak-X
Staða: Ótengdur

Póstur af Damien »

Hvað tekur þetta test langan tíma?
Einhverjar klst?

Það stoppaði geeeeeðveikt lengi í 2% svo ég slökkti á tölvunni og skipti um kubb. :?

Er það eðlilegt?
Damien

gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »

Þetta getur tekið mjög langan tíma
Skjámynd

Höfundur
Damien
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 389
Skráði sig: Lau 31. Maí 2003 23:07
Staðsetning: Ak-X
Staða: Ótengdur

Póstur af Damien »

Hvenar má ég áætla að þetta verði "not responding" eða einhver feitur error kemur?

Fatta ég það kannski vegna þess að tölvar restartast eða það kemur "ERROR!" á skjáinn :roll:
Damien
Skjámynd

Höfundur
Damien
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 389
Skráði sig: Lau 31. Maí 2003 23:07
Staðsetning: Ak-X
Staða: Ótengdur

Póstur af Damien »

Sjibbi!!!
Ég náði að laga þetta!
Hún er búin að keyra memtest 5 "passes" og 0 villur!

Hvað á ég að keyra þetta oft? 20-30x?
Damien
Skjámynd

Höfundur
Damien
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 389
Skráði sig: Lau 31. Maí 2003 23:07
Staðsetning: Ak-X
Staða: Ótengdur

Póstur af Damien »

Ein pæling í viðbót: Ég keyrði Prime95 og fyrst kom reiknivilla bara um leið og ég startaði forritinu.
Ég prufaði aftur og þá kom reiknivilla eftir 6mín.

:?
Damien
Svara