Blue-screen og hardware vandræði
Blue-screen og hardware vandræði
Ég er kannski ansi bjartsýnn á að pósta þessu hérna strax án þess að vera með almennilegar upplýsingar um vélina.
En málið er að kunningi minn er að lenda í veseni með tölvuna sína. Allt í einu hætti hún að boota upp í Windows, kom bara XP myndin að Windowsið væri að loada...og svo restartaði hún sér. Svona var hún föst í loop-u. Ég straujaði hana og setti XP upp á nýtt. Þá gekk hún fínt fyrir hann en svo eftir 3-4 daga fóru að koma blue screen og að WD gæti skemmst ef haldið yrði áfram (er WD ekki Western Digital, harði diskurinn þá?). Hann sagði þetta gerast frekar ef það væri eitthvað álag á tölvunni, ef hann væri að spila leiki eða álíka.
Ég er ekki kominn með tölvuna í hendurnar en mér datt í hug að þetta sé eitthvað hardware problem fyrst ég er nýbúinn að prófa að strauja kvikindið. Hann skipti sjálfur um vinnsluminni í vélinni fyrir nokkru síðan, gæti það verið illa sett í? Þarf maður nokkuð að gera annað þegar maður skiptir um vinnsluminni bara að taka gamla úr og setja nýtt í og passa að það sé alveg í socketinu? Er nokkuð hægt að fá sér of stórt vinnsluminni sem móðurborðið höndlar illa, á það ekki bara að skalast niður við flutningsgetu?
Fæ vélina í hendurnar á næstu dögum, get komið með meiri upplýsingar um hana þá. Minnir samt að þetta hafi verið ASUS P4R800 VM móðurborð. Notaði þessa síðu til að ná í driverana þegar ég formattaði hana. Ég updeitaði ekki BIOS-inn þegar ég var að formatta, gæti það e-ð hjálpað?
En málið er að kunningi minn er að lenda í veseni með tölvuna sína. Allt í einu hætti hún að boota upp í Windows, kom bara XP myndin að Windowsið væri að loada...og svo restartaði hún sér. Svona var hún föst í loop-u. Ég straujaði hana og setti XP upp á nýtt. Þá gekk hún fínt fyrir hann en svo eftir 3-4 daga fóru að koma blue screen og að WD gæti skemmst ef haldið yrði áfram (er WD ekki Western Digital, harði diskurinn þá?). Hann sagði þetta gerast frekar ef það væri eitthvað álag á tölvunni, ef hann væri að spila leiki eða álíka.
Ég er ekki kominn með tölvuna í hendurnar en mér datt í hug að þetta sé eitthvað hardware problem fyrst ég er nýbúinn að prófa að strauja kvikindið. Hann skipti sjálfur um vinnsluminni í vélinni fyrir nokkru síðan, gæti það verið illa sett í? Þarf maður nokkuð að gera annað þegar maður skiptir um vinnsluminni bara að taka gamla úr og setja nýtt í og passa að það sé alveg í socketinu? Er nokkuð hægt að fá sér of stórt vinnsluminni sem móðurborðið höndlar illa, á það ekki bara að skalast niður við flutningsgetu?
Fæ vélina í hendurnar á næstu dögum, get komið með meiri upplýsingar um hana þá. Minnir samt að þetta hafi verið ASUS P4R800 VM móðurborð. Notaði þessa síðu til að ná í driverana þegar ég formattaði hana. Ég updeitaði ekki BIOS-inn þegar ég var að formatta, gæti það e-ð hjálpað?
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 645
- Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Staða: Ótengdur
Re: Blue-screen og hardware vandræði
Hargo skrifaði:Ég er kannski ansi bjartsýnn á að pósta þessu hérna strax án þess að vera með almennilegar upplýsingar um vélina.
Þú hefðir getað stoppað þarna
SAMSUNG GALAXY S8+ | Stock
Lenovo P50 | Xeon E3-1505M | 32GB DDR4 2133MHz | OS - 256GB NVMe | 2 x 24" HP E241i
Antec P190 | Gigabyte Z87X-UD5H | i7 4770K 3.5GHz | GTX 1070 8GB | CM 212 EVO | 32GB 2400Mhz | 120G Kingston SSD | ~8,7TB Storage
Lenovo P50 | Xeon E3-1505M | 32GB DDR4 2133MHz | OS - 256GB NVMe | 2 x 24" HP E241i
Antec P190 | Gigabyte Z87X-UD5H | i7 4770K 3.5GHz | GTX 1070 8GB | CM 212 EVO | 32GB 2400Mhz | 120G Kingston SSD | ~8,7TB Storage
Re: Blue-screen og hardware vandræði
Er með almennar spurningar um vinnsluminni þarna líka...
Fæ tölvuna vonandi fljótlega.
Fæ tölvuna vonandi fljótlega.
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1058
- Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
- Staðsetning: www.tech.is
- Staða: Ótengdur
Re: Blue-screen og hardware vandræði
grimworld skrifaði:Hargo skrifaði:Ég er kannski ansi bjartsýnn á að pósta þessu hérna strax án þess að vera með almennilegar upplýsingar um vélina.
Þú hefðir getað stoppað þarna
Er orðið litla hjálp að fá hér?
Nei það er oft ekki nóg að taka gamla minnið úr og setja nýtt í. Það er ekki ólíklegt að það þurfi að stilla bios fyrir nýja minnið, sem gæti verið með allt annan tíma heldur en minnið sem var í vélinni áður. Flest ddr minni sem maður sér orðið til sölu í dag, er 2,5-3-3 eitthvað en margir keyptu á sínum tíma minni með mun þéttari tíma. Þetta gæti verið málið, því það myndi lýsa sér mögulega svona þ.a. hægt að nota vélina en hún frís af og til, sérstaklega við þunga vinnslu eins og leikjaspilun. Þetta væri þá leyst með því að stilla í bios réttan tíma fyrir minnið. Fyrir óvanan gæti dugað að clear bios og láta hann síðan lesa SPD stillingar minnisins í ræsingu.
Einnig getur það komið upp að minni hreinlega gangi ekki á ákveðnu móðurborði, sama hvaða stillingar eru notaðar.
En það þarf ekkert að vera að þetta sé vandamálið, þetta er gömul P4 vél, sem gæti hreinlega verið farinn að gefa sig. Skoðaðu eftir því hvort þéttar séu farnir að bólgna sérstaklega í kringum örgjörvasökkulinn.
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 901
- Skráði sig: Fim 13. Mar 2008 00:39
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Blue-screen og hardware vandræði
Prufaðu að taka on board hljóðkort og netkort út í BIOS eitt í einu og restarta svo. Láttu vita hvort þetta lagar eitthvað sérstaklega að taka hljóðkortið út
Ekki treysta því að fólk skilji þig þó að það setji upp gáfulegan svip og segji já.
Re: Blue-screen og hardware vandræði
Takk kærlega fyrir þessi svör Yank og Methylman.
Ég mun prófa að clear-a BIOSINN til að byrja með og sjá hvort það breyti einhverju, les þá BIOSinn ekki allar stillingar upp á nýtt? Skoða einnig örgjörgvann og athuga hvort ég taki eftir einhverju óvenjulegu.
Átta mig ekki alveg á hvernig skuli taka hljóðkort og netkort út í BIOS. Bara disable þau í BIOS ?
Ég mun prófa að clear-a BIOSINN til að byrja með og sjá hvort það breyti einhverju, les þá BIOSinn ekki allar stillingar upp á nýtt? Skoða einnig örgjörgvann og athuga hvort ég taki eftir einhverju óvenjulegu.
Átta mig ekki alveg á hvernig skuli taka hljóðkort og netkort út í BIOS. Bara disable þau í BIOS ?
Re: Blue-screen og hardware vandræði
Það er búið að taka vinnsluminnið úr og setja gamla minnið aftur í. Það breytti ekki neinu, sama vandamálið.
Nú er þetta þannig að tölvan loadast ekki lengur upp í Windows. Þegar kveikt er á henni kemur framleiðandamyndin eins og alltaf, svo kemur svartur skjár með svona merki efst: _
Einnig kemur furðulegt hljóð úr turninum á sama tíma, þó ekki bíp hljóð (veit ekki meira hvernig það er, á eftir að fá gripinn í hendurnar og tékka á þessu en svona var þessu lýst). En þetta var samt þannig fyrst að tölvan fraus við aukna vinnslu og það kom bluescreen, en því miður man hann ekki hvaða villuskilaboð komu þar upp þar sem hann hélt alltaf bara áfram. Sagði þó að skilaboð um að ef hann héldi áfram gæti hann skemmt eitthvað, en fylgir það yfirleitt ekki alltaf bluescreen skilaboðum? Allavega þá var skilaboðunum um að hætta ekki fylgt...
Gæti þetta verið harði diskurinn að gefa sig? Á eftir að tékka á þéttunum kringum örgjörvann, get það ekki fyrr en ég fæ gripinn. Annars er ég enginn expert í þessu, bara svona fiktari eins og hver annar. Er bara að reyna að troubleshoot-a þetta fyrir félaga minn og einangra vandamálið ef ég get.
Getur einhver bent mér á ódýra tölvuviðgerðarþjónustu til að hafa í bakhendinni ef ég finn ekkert úr þessu?
Nú er þetta þannig að tölvan loadast ekki lengur upp í Windows. Þegar kveikt er á henni kemur framleiðandamyndin eins og alltaf, svo kemur svartur skjár með svona merki efst: _
Einnig kemur furðulegt hljóð úr turninum á sama tíma, þó ekki bíp hljóð (veit ekki meira hvernig það er, á eftir að fá gripinn í hendurnar og tékka á þessu en svona var þessu lýst). En þetta var samt þannig fyrst að tölvan fraus við aukna vinnslu og það kom bluescreen, en því miður man hann ekki hvaða villuskilaboð komu þar upp þar sem hann hélt alltaf bara áfram. Sagði þó að skilaboð um að ef hann héldi áfram gæti hann skemmt eitthvað, en fylgir það yfirleitt ekki alltaf bluescreen skilaboðum? Allavega þá var skilaboðunum um að hætta ekki fylgt...
Gæti þetta verið harði diskurinn að gefa sig? Á eftir að tékka á þéttunum kringum örgjörvann, get það ekki fyrr en ég fæ gripinn. Annars er ég enginn expert í þessu, bara svona fiktari eins og hver annar. Er bara að reyna að troubleshoot-a þetta fyrir félaga minn og einangra vandamálið ef ég get.
Getur einhver bent mér á ódýra tölvuviðgerðarþjónustu til að hafa í bakhendinni ef ég finn ekkert úr þessu?
Re: Blue-screen og hardware vandræði
Þú ert á réttri leið með að troubleshoota. Taka minnið úr og setja nýtt, Taka skjákortið og setja annað í. Prófa örgjörvann í annarri tölvu.Prófa annan örgjörva á móðurborðinu.skifta út kælisettinu á örgjörvanum. Prófa annan harðan disk. Þetta er rökrétta leiðin(kannski ekki í þessari röð). Mér finnst líklegt að þetta sé skjákortið. það skiptir ekki miklu máli hvaða vélbúnað þú ert með.
Prófaðu þetta og láttu okkur svo vita.
Mpython
Prófaðu þetta og láttu okkur svo vita.
Mpython
Gott minni, góðir harðir diskar, gott skjákort og góður örgj0rvi. Allt þetta í góðum kassa ásamt
2 viftum og diskóljósum. Allt fengið á lítin pening. þarf eitthvað meira?
2 viftum og diskóljósum. Allt fengið á lítin pening. þarf eitthvað meira?
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 645
- Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Staða: Ótengdur
Re: Blue-screen og hardware vandræði
Svartur skjár með _ efst merkir oftast að tölvan er að reyna að boota upp af HDD en getur það ekki, td bilað partition, MBR eða bilaður diskur.
Orsakavaldar geta verið bilaður disk controller, bilað minni, bilaður harður diskur ofl
Ef þetta er WD diskur þá myndi ég taka hann og tengja við aðra tölvu og keyra WinDLG, bæði quick test og extended test
Orsakavaldar geta verið bilaður disk controller, bilað minni, bilaður harður diskur ofl
Ef þetta er WD diskur þá myndi ég taka hann og tengja við aðra tölvu og keyra WinDLG, bæði quick test og extended test
SAMSUNG GALAXY S8+ | Stock
Lenovo P50 | Xeon E3-1505M | 32GB DDR4 2133MHz | OS - 256GB NVMe | 2 x 24" HP E241i
Antec P190 | Gigabyte Z87X-UD5H | i7 4770K 3.5GHz | GTX 1070 8GB | CM 212 EVO | 32GB 2400Mhz | 120G Kingston SSD | ~8,7TB Storage
Lenovo P50 | Xeon E3-1505M | 32GB DDR4 2133MHz | OS - 256GB NVMe | 2 x 24" HP E241i
Antec P190 | Gigabyte Z87X-UD5H | i7 4770K 3.5GHz | GTX 1070 8GB | CM 212 EVO | 32GB 2400Mhz | 120G Kingston SSD | ~8,7TB Storage
Re: Blue-screen og hardware vandræði
Takk kærlega fyrir þessi svör drengir. Verst að maður er ekki með tvennt af öllu til að geta skipt út hardware fyrir nýjan, en aldrei að vita nema maður geti reddað einhverju.
En ég veit að það eru tveir harðir diskar í tölvunni, einn 500GB (sem Windows er sett upp á) og annar 200GB sem er svo gott sem tómur, einhver örfá skjöl þar. Væri ekki ráð að setja upp Windows á tóma diskinn og keyra tölvuna þannig í einhvern tíma og athuga hvort eitthvað breytist?
Fæ tölvuna á mánudaginn og helli mér í þetta þá, fæ þá lika betri info um þetta. En takk aftur fyrir svörin og tillögurnar...
En ég veit að það eru tveir harðir diskar í tölvunni, einn 500GB (sem Windows er sett upp á) og annar 200GB sem er svo gott sem tómur, einhver örfá skjöl þar. Væri ekki ráð að setja upp Windows á tóma diskinn og keyra tölvuna þannig í einhvern tíma og athuga hvort eitthvað breytist?
Fæ tölvuna á mánudaginn og helli mér í þetta þá, fæ þá lika betri info um þetta. En takk aftur fyrir svörin og tillögurnar...