Munurinn á tæknibær og computer.is ?
-
Höfundur - vélbúnaðarpervert
- Póstar: 955
- Skráði sig: Mán 23. Sep 2002 21:17
- Staðsetning: Err Vaff Ká
- Staða: Ótengdur
Munurinn á tæknibær og computer.is ?
heyriði, hver er munurinn á computer.is og tæknibæ? er þetta ekki sama fyrirtækið? eða er tæknibær bara heildverslun eða eitthvað?
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1197
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Þetta er sama fyrirtækið jú, og sami lager. Munurinn felst í viðskiptaháttum held ég, mig minnir að computer.is sé yfirleitt nákvæmlega 5% ódýrari en Tæknibær, en t.d. býður eingöngu upp á staðgreiðslur, enga magnafslætti o.s.frv meðan Tæknibær tekur öðruvísi í pólinn. -Held ég- - Annars þætti mér eðlilegast að þessar búðir yrðu sameinaðar bæði til að auðvelda rekstur og til þess minnka flækjuna fyrir okkur nördunum. Miklu ódýrara að markaðssetja eitt fyrirtæki frekar en tvö. En þeir hljóta að hafa góða ástæðu fyrir þessu... ég amk vona það.
<b>kiddi</b> / vaktin.is
Fyrsti pósturinn minn hér
En í sambandi við þetta Tæknibær/Computer.is mál þá er þetta tekið beint af síðunni hjá Computer.is:
"Computer.is og Tæknibær er rekið undir sama hatti, þ.e. nota sama lager. Computer.is er þó rekin með þeim hætti að ekki er hægt að koma og versla án þess að hafa lagt inn pöntun fyrst."
og svo held ég að ég hafi einhverntíman lesið/heyrt einhversstaðar að computer.is væri í 50% eign Tæknibæ, hinn helmingurinn væri í eign erlends aðila.
En í sambandi við þetta Tæknibær/Computer.is mál þá er þetta tekið beint af síðunni hjá Computer.is:
"Computer.is og Tæknibær er rekið undir sama hatti, þ.e. nota sama lager. Computer.is er þó rekin með þeim hætti að ekki er hægt að koma og versla án þess að hafa lagt inn pöntun fyrst."
og svo held ég að ég hafi einhverntíman lesið/heyrt einhversstaðar að computer.is væri í 50% eign Tæknibæ, hinn helmingurinn væri í eign erlends aðila.