Ég var að splæsa í svona kvikindi http://www.wdc.com/en/products/products.asp?driveid=572 eftir að hafa verið að skoða svona sjónvarpsspilara undanfarið, létt jólagjöf frá mér til míns

Ég sá að Tölvulistinn er með þennan sama flakkara á 29.900 http://www.tl.is/vara/11468
Keypti mér líka Western Digital My Book Essential Edition 1TB external hd til að hafa með þessu ásamt 16gb USB lykli. Allur pakkinn á 182 pund sem ég myndi halda að væri vel sloppið.
Eeeen nóg komið af monti

Ég var að spá í hvort einhver hérna eigi svona og hvernig reynslan er af þessu, ég er búinn að gúggla þetta til fjandans og ekkert fundið nema jákvæðar umfjallanir, eini gallinn sem ég sé er að það sé ekki innbyggður HD og spilar ekki DRM efni. en það skiptir mig ekki máli þar sem þetta verður ekki mikið fært til, nota þá bara usb lykilinn, ég var meira að leita að spilara sem færi létt með HD efni og sérstaklega þá 1080 myndir ásamt því að vera hljóðlátur. Þessi virðist ráða vel við það ásamt að spila nánast öll formats af hvort sem það er hljóð eða mynd. Hann spilar h264 og x264 samkvæmt öllu sem ég les þrátt fyrir að x264 sé ekki inní supported format. Sýnist líka á öllu að WD verði með almennilegt support við þennan spilara, kom nýtt firmware 3 vikum eftir að þetta fór í sölu sem lagaði nánast allt sem kvartað var yfir í byrjun.