Utanlandshraði er ca 0KB/sec

Allt utan efnis
Svara

Höfundur
Frikkasoft
Nörd
Póstar: 111
Skráði sig: Fim 03. Feb 2005 14:14
Staðsetning: USA
Staða: Ótengdur

Utanlandshraði er ca 0KB/sec

Póstur af Frikkasoft »

OMG, það er allt dautt hjá mér, ég bara get ekki sótt erlendar síður, það er næstum ómögulegt!

Ég er með 8mbps tengingu hjá vodafone, og þeir í þjónustuverinu hafa ekki ennþá svarað mér í símanum.

Er einvhver að lenda í svipuðu?
Skjámynd

Bassi6
Ofur-Nörd
Póstar: 241
Skráði sig: Sun 16. Jan 2005 17:36
Staða: Ótengdur

Re: Utanlandshraði er ca 0KB/sec

Póstur af Bassi6 »

Jamm sama hér
Gates Free
Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1197
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Utanlandshraði er ca 0KB/sec

Póstur af kiddi »

Ég er hjá vodafone og allt í fínu lagi, fínasti hraði á torrent traffík líka.
Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Utanlandshraði er ca 0KB/sec

Póstur af ManiO »

Frekar hægt hjá mér en virkar þó, ljósleiðari hjá Vodafone.
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

Höfundur
Frikkasoft
Nörd
Póstar: 111
Skráði sig: Fim 03. Feb 2005 14:14
Staðsetning: USA
Staða: Ótengdur

Re: Utanlandshraði er ca 0KB/sec

Póstur af Frikkasoft »

Ég náði loks sambandi við vodafone.

Það kom í ljós að ég er kominn í 82GB í erlent download (en ég vil taka fram að ég er á vinnutölvu og ég hef ekki neitt notað torrent). Þjónustufulltrúinn sagði mér að fyrir 2 mán breyttu þeir reglunum, þannig að allir sem fara yfir 80GB á mánuði fara sjálfkrafa yfir á sömu 512KB línuna sem þýðir nánast stopp!

Þar sem ég hef verið góður viðskiptavinur vodafone og reglulega haldið mér innan 80GB kemur þetta mér mjög á óvart að þetta skuli vera gert svona harkalega og án viðvörunar. Sérstaklega í ljósi þess að þetta er gert seinasta dag í mánuðinum. Þjónustufulltrúin sagði mér bara að bíða í 3 klst þangað til það koma mánaðarmót og þá kemur þetta í lag, en það þýðir að ég get ekkert unnið á meðan! Þegar ég hótaði að skipta um símafélag sagði hann mér að öll önnur símafélög eru að gera það sama.

Getið þið staðfest að þetta er að gerast í ykkar símafélögum?
Er eitthvað símafélag sem gerir þetta ekki ?
Last edited by Frikkasoft on Þri 30. Sep 2008 21:27, edited 1 time in total.

Ordos
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Sun 31. Ágú 2008 21:45
Staða: Ótengdur

Re: Utanlandshraði er ca 0KB/sec

Póstur af Ordos »

Tja, þótt ég hafi aldrei náð yfir 62GB erlent niðurhal þá fæ ég næstum alltaf mjög hæga tengingu hjá Tal 12Mbit tengingu erlent download limit er 80GB.
Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Utanlandshraði er ca 0KB/sec

Póstur af ManiO »

Er víst þannig að ljósleiðaratengingin hjá Vodafone er tímabundið með ótakmarkað magn af erlendu niðurhali þar sem þeir hafa ekki hugbúnað til að fylgjast með þessu, sjá hérna http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f ... ne#p183140" onclick="window.open(this.href);return false;

En fyrst þetta er vinnutenging og þú þarft að niðurhala miklu magni væri ekki ósniðugt að fara í fyrirtækjatengingar þar sem boðið er upp á meira en 80 gig/mánuð.
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

Höfundur
Frikkasoft
Nörd
Póstar: 111
Skráði sig: Fim 03. Feb 2005 14:14
Staðsetning: USA
Staða: Ótengdur

Re: Utanlandshraði er ca 0KB/sec

Póstur af Frikkasoft »

Heimilistölvan mín er nokkurskonar vinnutölva

Ég er að hugsa um að skipta yfir í Tal því þá mun ég spara mér umtalsverðar upphæðir á hverjum mánuði.

Hvernig er ykkar reynsla af Tal?
Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Utanlandshraði er ca 0KB/sec

Póstur af ManiO »

Hef heyrt afar slæma hluti, man ekki alveg slóðina en það var stór umræða um þetta á er.is.
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
Skjámynd

Heliowin
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Utanlandshraði er ca 0KB/sec

Póstur af Heliowin »

Frikkasoft skrifaði:Heimilistölvan mín er nokkurskonar vinnutölva

Ég er að hugsa um að skipta yfir í Tal því þá mun ég spara mér umtalsverðar upphæðir á hverjum mánuði.

Hvernig er ykkar reynsla af Tal?
Mér fannst einu sinni að Hive hafi verið að stýra hraða skráarniðurhals hjá mér eða venjulegu dánlódi. Ég var þá að hlaða niður nokkrum skrám frá ólíkum aðilum og voru þær allar á sama hraða eða þrjár skrár eða svo á 15KB/sec hver eða eitthvað þannig :)
Skjámynd

DaRKSTaR
FanBoy
Póstar: 773
Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Utanlandshraði er ca 0KB/sec

Póstur af DaRKSTaR »

sami kvótinn á símanum og sama þar á teninginum, þeir segjast skerða hraðann fari maður yfir þennann kvóta.

ég reini að halda mig innann marka, nennir ekki einhverju veseni.

bítti engu hvert þú færir þig.. þetta er allt sama ruslið.
I9 10900k | Zotac RTX 3090 Trinity | Samsung Odyssey G7 32" | Corsair H100x | Gigabyte Z490 Aorus Elite | G.SKILL Trident Z 32GB @ 3600mhz | Lian-Li O11 XL ROG | XPG Pro 512GB | Seasonic Focus 850W Gold | Corsair K95 Platinum | Logitech G502 Hero | Steelseries Arctis Pro Wireless | Honda Civic Type R GT 2018
Skjámynd

DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Utanlandshraði er ca 0KB/sec

Póstur af DoofuZ »

Frikkasoft skrifaði:Ég náði loks sambandi við vodafone.

Það kom í ljós að ég er kominn í 82GB í erlent download (en ég vil taka fram að ég er á vinnutölvu og ég hef ekki neitt notað torrent).
Þú ert þó ekki að hlusta eitthvað á netútvarp? Vinur pabba míns lennti nefnilega í því hér fyrir nokkrum árum þegar allar tengingarnar voru með þökin að hann var bara með svona vinnutölvu og svo eftir fyrsta mánuðinn þá fékk hann þennan svaka háa reikning og skildi ekki neitt í neinu. Svo þegar pabbi spurði mig hvað málið gæti verið þá nefndi hann að kallinn hefði nú haft eitthvað netútvarp þarna í gangi stanslaust og þá benti ég honum auðvitað á það að það telst að sjálfsögðu sem download :P

En annars varðandi netþjónusturnar, ég er hjá Tal og hef nú lítið slæmt að segja varðandi hraða eða eitthvað annað þess háttar í dag, það var bara eitthvað vesen með það allt fyrsta árið eða svo, en það sem mér finnst fáránlegt er að þeir eru að auglýsa verð t.d. á 12Mb tengingu sem þeir segja að sé 5990 kr. á mánuði en ég er hins vegar að borga aðeins yfir 6000 kallinn fyrir það og er það víst vegna þess að ofaná bætist, en er ekki innifalið, leigukostnaður fyrir router og eitthvað svoleiðis rugl. Það er bara fáránlegt! :shock: :| Svoleiðis kostnaður á að sjálfsögðu að vera innifalinn í auglýstu verði...
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

akarnid
Ofur-Nörd
Póstar: 233
Skráði sig: Lau 04. Nóv 2006 22:35
Staða: Ótengdur

Re: Utanlandshraði er ca 0KB/sec

Póstur af akarnid »

DoofuZ skrifaði: mér finnst fáránlegt er að þeir eru að auglýsa verð t.d. á 12Mb tengingu sem þeir segja að sé 5990 kr. á mánuði en ég er hins vegar að borga aðeins yfir 6000 kallinn fyrir það og er það víst vegna þess að ofaná bætist, en er ekki innifalið, leigukostnaður fyrir router og eitthvað svoleiðis rugl. Það er bara fáránlegt! :shock: :| Svoleiðis kostnaður á að sjálfsögðu að vera innifalinn í auglýstu verði...
Samt...afhverju ættu þeir að hafa það með? Hvað með þá sem eiga sinn eigin router og eru ekki að leigja hann af ISPanum? Öll svona gjöld sem eru ekki skylda fyrir alla eiga ekki að vera með í tótal auglýstu verði.
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Utanlandshraði er ca 0KB/sec

Póstur af Gúrú »

akarnid skrifaði:
DoofuZ skrifaði: mér finnst fáránlegt er að þeir eru að auglýsa verð t.d. á 12Mb tengingu sem þeir segja að sé 5990 kr. á mánuði en ég er hins vegar að borga aðeins yfir 6000 kallinn fyrir það og er það víst vegna þess að ofaná bætist, en er ekki innifalið, leigukostnaður fyrir router og eitthvað svoleiðis rugl. Það er bara fáránlegt! :shock: :| Svoleiðis kostnaður á að sjálfsögðu að vera innifalinn í auglýstu verði...
Samt...afhverju ættu þeir að hafa það með? Hvað með þá sem eiga sinn eigin router og eru ekki að leigja hann af ISPanum? Öll svona gjöld sem eru ekki skylda fyrir alla eiga ekki að vera með í tótal auglýstu verði.
Einmitt.. Þetta er eins og að kvarta undan því að þeir segi ótakmörkuð símtöl í alla og svo þarftu að leigja af þeim síma því þú átt ekki síma?! Hneyksli...
Modus ponens
Svara