Það sárlega vantar hér þráð um öryggismál.
Þá er ég ekki að tala um "howto hack", heldur almennt computer security.
Ég legg til að hver sá sem kemur með "hvernig á að brjótast inn í tölvuna hjá kennaranum mínum" etc. verði umsvifalaust bannaður og það verði í topic á þeim þræði ávalt.
Persónulega held ég að eftirspurnin í sérstakan þráð um öryggismál sé ekki svo mikil að það sé þörf til að stofna þráð um það. Yfirleitt þegar einhverjar spurningar tengdar þessu hafa komið upp þá hafa þær lent í Windows/Linux/Hugbúnaðarþráðunum, eftir því sem við á...
Ef hinsvegar svör á þessum þræði verða það mörg um að þráðsins sé óskað þá skulum við stofna hann =)
Óþarfi að hafa sér hóp um þetta en það borgar sig ekki að stofna sér áhugamál um það.
En ég my myndi örugglega spjalla þar ef hann væri til, ef það væri eitthvað að tala um.
Ég held að það sé óþarfi að stofna nýjan flokk, best að stofna bara nýjan flokk ef að miklar umræður eru búnar að vera um tölvuöryggi í öðrum flokkum. það er ekkert sem að hindrar menn í að spyrja um öryggi í öðrum þráðum
Ef ég færi að spjalla þar, þá myndi ég segja ykkur að vera ekki að bera saman Open-Source kerfi með enga miðstjórnun what so ever(ekki allir nota sama distro) og desktop stýrikerfi sem gert er af risastórum fégráðugum hugbúnaðarframleiðanda.
halanegri skrifaði:Ef ég færi að spjalla þar, þá myndi ég segja ykkur að vera ekki að bera saman Open-Source kerfi með enga miðstjórnun what so ever(ekki allir nota sama distro) og desktop stýrikerfi sem gert er af risastórum fégráðugum hugbúnaðarframleiðanda. :wink:
Akkurru segirru að linux sé ekki með neina miðstýringu?
Ég hélt að Linus væri ennþá að sjá um kernelinn, það er nú soldil miðstýring......