Svindl í leikjum - Aumingjaskapur?

Svara
Skjámynd

Höfundur
ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Staða: Ótengdur

Svindl í leikjum - Aumingjaskapur?

Póstur af ICM »

Sumir hafa ótrúlega mikla þörf til að tala illa um alla hluti.
þar með talið quick save og svindl í tölvuleikjum. Segja að leikirnir séu of auðveldir ef það er quick save á þeim og lækka jafnvel einkuninna sem þeir gefa leikjum fyrir það. líka eru sumir sem eru algjörlega á móti unlimited save and load og vilja kanski að það megi bara vista leikinn í 5 skipti og ef það klúðrast þarf að byrja allan leikin frá byrjun.

Þetta fólk með sýn leiðindi ætti að halda kjafti, það er engin sem neyðir ykkur til að nota þetta og það sama á við um svindl, ferð á netið og sækir þér svindl, æ helv. afhverju eru þessi svindl til það eyðileggur leikin. Það er svolítið "mál" að sækja svindl, allavega að muna þau öll og samt sér þetta fólk sig knúið til að sækja þessi svindl og nota þau til að skemma skemmtunina fyrir sér og tala svo illa um leikinn í staðin. Þetta fer illilega í taugarnar á mér því það er þægilegt að hafa þetta allt EF maður verður einhverntíman pirraður á leiknum, það er stundum leiðinlegt að endurtaka sömu hlutina aftur og aftur, stundum versnar gameplay í leikjum seinni hlutan og þá svindlar maður bara til að komast strax í cut scenes til að komast í einhvern annan betri leik. Svindl eru líka góð fyrir þá sem eru að pæla í tækninni og skoða level designs og ýmsa hönnun á leiknum hvort sem þeir eru mappers eða hvað þeir eru...

Það er engin sem neyðir þig til að ræna peningum af einhverjum ef hann lýtur af þeim svo saumið fyrir rifuna á ykkur.
Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1197
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af kiddi »

Ég svindla nánast í flestum leikjum sem ég spila, en það er líka að hluta til vegna þess að ég er ekki 15 ára lengur og hef ekki heilu kvöldin viku eftir viku til að dunda mér svona, þegar ég prófa einhvern leik þá byrja ég venjulega fyrstu 2-3klst og svindla mig svo í gegnum rest, og kveð leikinn bless og þurrka hann út, og held áfram með líf mitt. =)

Guð blessi svindlin, því án þeirra gæti ég eflaust ekki spilað neina leiki aðra en Solitaire og Minesweeper.
Skjámynd

RadoN
spjallið.is
Póstar: 403
Skráði sig: Fim 09. Okt 2003 22:38
Staðsetning: 600 Akueyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af RadoN »

ég spila næstum enga singleplayer leiki, og fáir af þeim leikjum sem ég spila bjóða ekki uppá svindl.. :?

vaRi
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Þri 04. Nóv 2003 23:48
Staðsetning: Undir Rúmi
Staða: Ótengdur

Póstur af vaRi »

ég bara klára leikina áður en ég nota leyni í þeim :D
HVEÐJA VARI

gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »

kiddi skrifaði:Ég svindla nánast í flestum leikjum sem ég spila, en það er líka að hluta til vegna þess að ég er ekki 15 ára lengur og hef ekki heilu kvöldin viku eftir viku til að dunda mér svona, þegar ég prófa einhvern leik þá byrja ég venjulega fyrstu 2-3klst og svindla mig svo í gegnum rest, og kveð leikinn bless og þurrka hann út, og held áfram með líf mitt. =)

Guð blessi svindlin, því án þeirra gæti ég eflaust ekki spilað neina leiki aðra en Solitaire og Minesweeper.

Hearts er nú líka góður (án svindlsins meina ég)
Svara