Enn ein nýja tölvan

Svara

Höfundur
phrenic
Græningi
Póstar: 37
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:25
Staða: Ótengdur

Enn ein nýja tölvan

Póstur af phrenic »

Já, ég ætla bráðum að kaupa mér nýja tölvu og líst ágætlega á þessa hérna: http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=918

Ég er mikið fyrir tölvuleiki og svona, ekkert mikið meira í öðru sem krefst einhverrar vinnslu þannig séð... nema hugsanlega öðru hverju einhver hljóðvinnsla.

Mig langar bara að fá einhver comment á þessa vél? Er eitthvað sem ég ætti frekar að fá mér heldur en þetta (svosem skipta út örgjörva eða e-ð... borgar sig kannski ekki að vera með tvö skjákort? o.s.frv.).

Og ein spurning í viðbót, er einhver sérstakur skjár sem fólk myndi mæla með? mig vantar flatskjá, þarf ekki að vera mjög stór... kannski 20" max.

Budget er svona... 200 kall kannski fyrir tölvu+skjá.

phrenic.

Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Póstur af Yank »

Þetta er náttúrulega ruddalega öflug vél fyrir leiki.

"eina sem vantar er Q9450 og út með 650i móðurborðið i skiptum fyrir 750i" En þeir hlutir eru "varla" fáanlegir

Spurning hvort þú þarft 2 skjákort. Allavega ekki ef þú ætlar ekki að taka stærri skjá en 20". Þá er 1xGTS 512MB alveg nægjanlegt. Nema þú sért að leita eftir því að kreista nokkar ramma í viðbót út úr Crysis.

Ekki eyða 170 þúsund í tölvu og taka svo einhvern lakan skjá :idea:

Höfundur
phrenic
Græningi
Póstar: 37
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:25
Staða: Ótengdur

Póstur af phrenic »

Good point með skjáinn ;)

En hvaða skjáir eru að gera sig þessa dagana?

ingalove
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Sun 10. Feb 2008 12:29
Staða: Ótengdur

Póstur af ingalove »

Skoðaðu þennan, http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t ... sc&start=0

fær mjög góða dóma á netinu.

Höfundur
phrenic
Græningi
Póstar: 37
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:25
Staða: Ótengdur

Póstur af phrenic »

æji, ég vil ekki kaupa skjá sem er með allskonar aukadrasli sem ég hef ekkert að gera við; svosem ipod dock (er maður ekki vanalega með öll lögin sem eru á ipodinum á tölvunni sjálfri?), usb hub, bassakeila (wtf?) og minniskortalesara.

En ég þakka ábendinguna engu að síður :)

er kannski málið bara að skoða tom's hardware eða? eru þeir ekki með review á öllu svona dóti?

halldorjonz
vélbúnaðarpervert
Póstar: 994
Skráði sig: Þri 11. Des 2007 21:23
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Póstur af halldorjonz »

phrenic skrifaði:æji, ég vil ekki kaupa skjá sem er með allskonar aukadrasli sem ég hef ekkert að gera við; svosem ipod dock (er maður ekki vanalega með öll lögin sem eru á ipodinum á tölvunni sjálfri?), usb hub, bassakeila (wtf?) og minniskortalesara.

En ég þakka ábendinguna engu að síður :)

er kannski málið bara að skoða tom's hardware eða? eru þeir ekki með review á öllu svona dóti?


sammála þér, useless stuff!
kaupa sér bara samsung@tölvutækni :)

Blasti
Fiktari
Póstar: 78
Skráði sig: Sun 29. Apr 2007 12:14
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Póstur af Blasti »

Einnig eru BenQ skjáirnir sem Tölvuvirkni eru að selja mjög góðir, þeir eru líka ódýrari en Samsung og ég er mjög ánægður með minn.
| MSI P6N SLI V2 Nforce 650i | Core 2 Duo E6400 2.13GHz | Gigabyte 8800GTS 320mb | Mushkin 4GB 800Mhz | Corsair HX520W | WD Caviar Black 640 Gb HDD | Soundblaster X-fi Gamers | Sennheiser HD 555 | Logitech Z-5300 THX 5.1 | Thermalright Ultra-120 eXtreme Rev.C viftulaus örgjörvakæling |
Svara