60 þúsund króna sekt vegna umfram niðurhals

Allt utan efnis

Höfundur
CraZy
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1694
Skráði sig: Þri 02. Des 2003 15:44
Staða: Ótengdur

60 þúsund króna sekt vegna umfram niðurhals

Póstur af CraZy »

Sá Einhver þetta í Fréttablaðinu í dag? þetta er fáránlegt, 60 þúsundkróna sekt + 100 þúsund krónur í málskostnað bara afþví að hún fór 20gb framyfir og það á 4mánaða tímabili.
oh lordy lordy hún náði í 5gb af efni framyfir á mánuði.
Hvað er að hjá eMax ?

þetta er á bls 8, finn þetta ekki á netinu atm.

GTi
has spoken...
Póstar: 173
Skráði sig: Fim 24. Ágú 2006 14:03
Staða: Ótengdur

Póstur af GTi »

Ef að ég væri hjá þessu fyrirtæki myndi ég segja upp strax !

Selurinn
1+1=10
Póstar: 1191
Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
Staðsetning: Mhz
Staða: Ótengdur

Póstur af Selurinn »

WHAT THE HELL!

ErectuZ
Geek
Póstar: 872
Skráði sig: Mið 24. Mar 2004 21:17
Staða: Ótengdur

Póstur af ErectuZ »

:shock:

Þá vitum við það, aldrei mun ég versla við eMax, ég gæti misst stórfé á því :evil:

Höfundur
CraZy
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1694
Skráði sig: Þri 02. Des 2003 15:44
Staða: Ótengdur

Póstur af CraZy »

Hun vildi reyndar ekki kannast við þetta umfram niðurhal og þessvegna var henni stefnt en samt sem áður, 160 þúsund krónur útaf 20gb á 4 mánuðum.
Fáránlegt
Skjámynd

einzi
spjallið.is
Póstar: 439
Skráði sig: Þri 27. Maí 2003 11:25
Staðsetning: Ísafjörður
Staða: Ótengdur

Póstur af einzi »

er ekki eMax = Hive? emax.is flytur mann allavegana á hive.is
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af urban »

http://vefblod.visir.is/index.php?s=1648&p=45176
þarna er hægt að sjá þetta
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Skjámynd

Dagur
Geek
Póstar: 801
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af Dagur »

Gat hún ekki komið með betri rök en þetta?
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af GuðjónR »

Gekkst ekki við niðurhali

Kona á fimmtugsaldri hefur verið dæmd til að greiða eMax ehf. rúmar sextíu þúsund krónur með vöxtum vegna umframniðurhals með nettengingu.
Á fjórum mánuðum var alls um tuttugu gígabætum af gögnum halað niður umfram það sem kvað á um í samningi.

Fyrir dómi neitaði konan að gangast við niðurhalinu, og sagði ómögulegt fyrir eMax að mæla nákvæmlega hversu miklu hefði verið halað niður á nettengingu hennar, þar sem hún væri ekki með fasta IP-tölu. Þessi rök héldu ekki fyrir dómi.

Konan var því dæmd til að greiða reikninginn með vöxtum, auk hundrað þúsund króna í málskostnað.
------------

Mér finnst viðeigandi að fréttin skuli vera á sömu síðu og fréttin af nígeríu svindlinu...
Ætli það séu nígeríu negrar að reka þetta emax fyrirtæki?
Efast um að þessi "auglýsing" sem þeir fá sé 60k virði.

Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Póstur af Blackened »

Ég lenti í þessu með Skýrr á akureyri fyrir svona rúmlega ári síðan..

Ég gekkst við niðurhalinu en ég gekkst ekki við að borga þennan pening

slengdi því í andlitið á fólkinu þarna niðurfrá að þeir hefðu auglýst "ótakmarkað" niðurhal og áskildu sér rétt til að -takmarka- tenginguna mína ef ég færi umfram eitthvað ákveðið hámark.. ekki rukka mig um óheyrilegar fjárhæðir

eftir að hafa talað við forstjórann niðurfrá nokkrumsinnum fékk ég reikninginn felldan niður og rifti 12 mánaða samningi.

Og fór til símans og allir lifðu happily ever after :D

Stebet
spjallið.is
Póstar: 424
Skráði sig: Fös 25. Jún 2004 22:15
Staða: Ótengdur

Póstur af Stebet »

GuðjónR skrifaði:Gekkst ekki við niðurhali

Kona á fimmtugsaldri hefur verið dæmd til að greiða eMax ehf. rúmar sextíu þúsund krónur með vöxtum vegna umframniðurhals með nettengingu.
Á fjórum mánuðum var alls um tuttugu gígabætum af gögnum halað niður umfram það sem kvað á um í samningi.

Fyrir dómi neitaði konan að gangast við niðurhalinu, og sagði ómögulegt fyrir eMax að mæla nákvæmlega hversu miklu hefði verið halað niður á nettengingu hennar, þar sem hún væri ekki með fasta IP-tölu. Þessi rök héldu ekki fyrir dómi.

Konan var því dæmd til að greiða reikninginn með vöxtum, auk hundrað þúsund króna í málskostnað.
------------

Mér finnst viðeigandi að fréttin skuli vera á sömu síðu og fréttin af nígeríu svindlinu...
Ætli það séu nígeríu negrar að reka þetta emax fyrirtæki?
Efast um að þessi "auglýsing" sem þeir fá sé 60k virði.
Er konan ekki að grínast með þessi rök?! Hefði ekki betra að nota afsökunina "Routerarnir eru flestir svo svo illa stilltir að hver sem eru getur hakkað sig inná þá og notað tenginguna mína án þess að ég viti af".

Birkir
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fim 13. Nóv 2003 15:57
Staðsetning: Utan þjónustusvæðis
Staða: Ótengdur

Póstur af Birkir »

Látið ekki eins og asnar.. :wink:

Auðvitað greiðir hún sekt, þetta er jú samningsbrot, þ.e. að greiða ekki reikning vegna einhvers sem hún augljóslega gerir (niðurhal ER mælanlegt!).

Einnig þarf hún að borga upphaflega kostnaðinn vegna utanlandsniðurhalsins, og loks málskostnað.

Fólk á ekkert bara að sleppa með greiðslur með því að segja „ég gerði þetta ekki“ þegar sannanir eru fyrir hinu gagnstæða.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af GuðjónR »

Mér finnst það aukaatriði hvort hún vissi þetta eða ekki.
Aðalmálið er "glæpurinn" að rukka 60k fyrir 20GB.
Við erum að tala um heil 5GB auka á mánuði!
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af urban »

GuðjónR skrifaði:Mér finnst það aukaatriði hvort hún vissi þetta eða ekki.
Aðalmálið er "glæpurinn" að rukka 60k fyrir 20GB.
Við erum að tala um heil 5GB auka á mánuði!
eru menn búnir að gleyma því hvernig þetta var á sínum tíma ?

2.5 kr á MB
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Birkir
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fim 13. Nóv 2003 15:57
Staðsetning: Utan þjónustusvæðis
Staða: Ótengdur

Póstur af Birkir »

60k fyrir 20GB gera 3kr á hvert MB.

Eftir því sem ég best veit rukkar Síminn 2.5kr fyrir hvert MB aukalega, gerði það amk.
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af urban »

tölurnar eru nú ekkert nákvæmar þarna...

rúmar 60 þús og um 20 GB
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af GuðjónR »

urban- skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Mér finnst það aukaatriði hvort hún vissi þetta eða ekki.
Aðalmálið er "glæpurinn" að rukka 60k fyrir 20GB.
Við erum að tala um heil 5GB auka á mánuði!
eru menn búnir að gleyma því hvernig þetta var á sínum tíma ?

2.5 kr á MB
Já eins og þú sagðir "á sínum tíma"...
Núna er árið 2008.
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af urban »

já það er líka verið að tala um íslenskt dómkerfi...

þetta gæti þess vegna verið 3 ára gamalt mál
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af Sallarólegur »

"Hey, ég gerði þetta ekki, er ekki með fasta IP tölu!"
Mögnuð rök! Afhverju á hún ekki að borga eitthvað sem hún skrifaði undir að hún myndi borga? Skil ekki hvað það er verið að æsa sig yfir þessu.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

Höfundur
CraZy
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1694
Skráði sig: Þri 02. Des 2003 15:44
Staða: Ótengdur

Póstur af CraZy »

Viktor skrifaði:"Hey, ég gerði þetta ekki, er ekki með fasta IP tölu!"
Mögnuð rök! Afhverju á hún ekki að borga eitthvað sem hún skrifaði undir að hún myndi borga? Skil ekki hvað það er verið að æsa sig yfir þessu.
Við (ég?) Erum að æsa okkur yfirþessu afþví að 60.000kr fyrir 20gb er fáránlegt, þessi 100.000 króna málskostnaður kemur málinu ekkert við. Það er rétt að hún kom sér í þessa stöðu og er bara henni að kenna, en 60k fyrir 20gb umfram er fáránlegt! Frekar dýr Blue-ray mynd..
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af Sallarólegur »

CraZy skrifaði:
Viktor skrifaði:"Hey, ég gerði þetta ekki, er ekki með fasta IP tölu!"
Mögnuð rök! Afhverju á hún ekki að borga eitthvað sem hún skrifaði undir að hún myndi borga? Skil ekki hvað það er verið að æsa sig yfir þessu.
Við (ég?) Erum að æsa okkur yfirþessu afþví að 60.000kr fyrir 20gb er fáránlegt, þessi 100.000 króna málskostnaður kemur málinu ekkert við. Það er rétt að hún kom sér í þessa stöðu og er bara henni að kenna, en 60k fyrir 20gb umfram er fáránlegt! Frekar dýr Blue-ray mynd..
Já, haha gleymdi verðþaki hjá hinum fyrirtækjunum. :) Þetta er ansi mikið, en eins og þú segir, henni að kenna að skrifa undir ;)
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

Birkir
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fim 13. Nóv 2003 15:57
Staðsetning: Utan þjónustusvæðis
Staða: Ótengdur

Póstur af Birkir »

eMax eru reyndar líka frekar dýrt fyrirtæki bara svona almennt, þar sem þeir starfa einungis á landsbyggðinni (upp til sveita).

Er það ekki annars rétt hjá mér?

En svona til gamans, veit einhver hvað 1MB kostar umfram hjá Símanum?

Og já, CraZy, rúmlega 60k og u.þ.b. 20GB, það getur alveg verið 61k og 22GB, óþarfi að reyna að lesa eitthvað úr því.. :wink:

Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Staðsetning: Lýtó
Staða: Ótengdur

Póstur af Dazy crazy »

Hvert MB umfram innifalið gagnamagn kostar 2,50 kr.
Athugið! Góður og betri eru með 7.500 kr. verðþaki.
http://www.siminn.is/forsida/einstaklingar/netid/verd/

Heima er "ég" hjá sko og finnst það bara déskoti gott.

http://www2.sko.is/index.aspx?GroupId=463
Last edited by Dazy crazy on Fim 17. Jan 2008 23:52, edited 1 time in total.
Klám og stríð er undirstaða allrar tækni!

Birkir
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fim 13. Nóv 2003 15:57
Staðsetning: Utan þjónustusvæðis
Staða: Ótengdur

Póstur af Birkir »

Síminn skrifaði:Hvert MB umfram innifalið gagnamagn kostar 2,50 kr.
Jææja, eigum við þá ekki bara að hætta þessari umræðu. :roll:

gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »

Fjölmiðlum er yfirleitt lífsins ómögulegt að greina rétt frá hlutunum.

Barnsfaðir konunnar er fyrrverandi starfsmaður emax og hann sagði að þeir gætu ekki mælt þetta á réttan hátt, hún byggði vörnina sína á því. Það er ekki eins og hún sé bara að bulla eitthvað út í loftið, þótt þetta sé að öllum líkum ekki rétt.

Það var lokað á tenginguna hennar rétt fyrir jólin 2006-2007. Hún borgaði hvorki mánaðargjaldið né umframmagnið þótt hún væri ýtrekað rukkuð um það. 30. maí 2007 var henni birt stefna þannig það er ekki eins og málið hafi tekið einhvern svakalega langan tíma í dómskerfinu.

Dómarinn kemst að því að með undirritun sinni á samning við eMax um að kaupa aðgang að netinu þeirra hafi hún samþykkt að eMax mældi erlent niðurhal á þann hátt sem þeir gerðu það og að hún verði að sanna að mælingarnar séu óáreiðanlegar ef hún ætli að komast undan því að borga.

Hún sleppti ekki bara að borga fyrir umfram niðurhalið, hún borgaði ekki mánaðargjaldið heldur. Mánaðargjaldið var 4000 kr. Hvert umfram MB kostaði 2 kr.

Hún er dæmd til að greiða 64.526 kr. + dráttarvexti og 100.000 kr. í málskostnað.
Svara