Uppfærsla, draugur frá fortíðinni

Svara

Höfundur
Bitchunter
Nörd
Póstar: 145
Skráði sig: Þri 22. Apr 2003 11:37
Staða: Ótengdur

Uppfærsla, draugur frá fortíðinni

Póstur af Bitchunter »

Jæja ég er að pæla í að fá mér uppfærslu, hef verið að pæla í þessu

Duo E6550 12.860
8600 GTS 256MB 12.860
2x1gb(800) DDR2 ram 3980
320gb diskur 5300
Dvd skrifari/lesari 4655

Svo einhver kassi(helst með aflgjafa og ódýr) og eitthvað sæmó móðurborð í kringum svona 10k kannski, ég myndi vilja hafa þetta kannski í kringum 40k :roll:

Er þetta þá ekki bara eiginlega komið, ég vil ekkert hafa þetta alltof dýrt, bara svona ágætt í hina og þessa(nýjustu) leiki.

Þið munið kannski eftir mér en ég var hér 2003 síðast, 14 ára polli að reyna fatta eitthvað um tölvur og uppfærslur. En ég var að lesa gamla pósta eftir mig, djöfull er fyndið að lesa þetta.

Bitchunter skrifaði:finnst ykkur mikið að eyða 170.000kr í kassa?



Ég vil ekki trúa því að ég hafi íhugað að EYÐA 170 ÞÚSUND KRÓNUR Í TÖLVUKASSA :lol:

Bitchunter skrifaði:ég er með einhverja logitech optical mús, mér finnst hún vera ótrúlega þægileg, hún fer alltaf þangað sem ég hreyfi hendina mína


Frá tímanum þegar að optical mýs voru ekki sjálfsagður hlutur :wink: kúlumýsnar voru hræðilegar

Bitchunter skrifaði:hvernig tékka ég á hitanum??

þarf ég ekki hitamæli til þess??

:roll:

Bitchunter skrifaði:
hvað er góður hiti fyrir örgjörva, því vinur minn segir að örgjörvar mega ekki fara undir 40°c!


ja ég get ekki útskýrt þetta :oops:

Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Póstur af Yank »

8600GTS er að verða low end kort í dag. Enda var það ekki til stórræða þegar það kom á markað. Ef þú gerir ekki meiri kröfur en það að getað spilað nýjustu leiki í lægstu til meðalgóðum gæðum í ekki meiri upplausn en 1280x1024 þá virkar það fínt.

http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=14575

Höfundur
Bitchunter
Nörd
Póstar: 145
Skráði sig: Þri 22. Apr 2003 11:37
Staða: Ótengdur

Póstur af Bitchunter »

Já ég er samt ekkert að reyna gera einhverja mega tölvu, ég hugsa ferkar um budget heldur en performance.

Hvaða kort er þá best á bilinu 10-15k?

Og hvað finnst þér að sé besti valkosturinn fyrir mig?

Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Póstur af Yank »

Bitchunter skrifaði:Já ég er samt ekkert að reyna gera einhverja mega tölvu, ég hugsa ferkar um budget heldur en performance.

Hvaða kort er þá best á bilinu 10-15k?

Og hvað finnst þér að sé besti valkosturinn fyrir mig?


Ég skil það.
Ég var að benda á að til þess að gera þetta að skemmtilegri leikjavél þá þarftu öflugra skjákort, þú talaðir jú um nýjustu leiki. Það er mjög mikil munur á afli 8600GTS og t.d. 8800GT eða ATI HD3870. Þannig ef tight budget þá myndi ég frekar raða saman AMD vél og fá mér öflugra skjákort.

Svo kæmi mögulega til greina að kaupa notað 8800GTS 320MB eða öflugra fyrir 15 þúsund.

Annars er þetta frekar erfitt því þú ert þegar kominn í Ca 40 þús með því sem þú valdir og það vantar móðurborð og kassa með aflgjafa.

wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af wICE_man »

Örri: http://www.kisildalur.is/?p=2&id=508 - 7.900kr
móðurborð: http://www.kisildalur.is/?p=2&id=637 -7.900kr
Minni: http://www.kisildalur.is/?p=2&id=439 - 7.000kr
HDD: http://www.kisildalur.is/?p=2&id=564 - 5.900kr
Skjákort: http://www.kisildalur.is/?p=2&id=470 - 10.900kr
DVD-RW: http://www.kisildalur.is/?p=2&id=611 - 3.900kr
Kassi: http://www.kisildalur.is/?p=2&id=522 - 5.500kr

Samtals: 49.000kr

Það er ágætis svigrúm fyrir yfirklukk á þessum platformi og þessi örgjövi er sennilega bestu budget kaupin í dag (Core2Duo tæknin á slikk).
Tölvuverslunin Kísildalur, staðurinn þar sem nördin versla :)
...og btw þá er ég innvígður og innmúraður í Kísildal
Svara