Stóra örgjörvamálið!!!

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Stóra örgjörvamálið!!!

Póstur af Daz »

Gaman að því að @tt.is hafa breytt góðu tilboðunum sínum á örgjörvunum aðeins, núna er það
Intel Core 2 Duo E6750 2.66GHz, 1333FSB
4MB cache, EM64T, EIST, XT, Retail
20% afsláttur
Þeir sem versla aðra íhluti en örgjörva fyrir 50 þús eða meira hjá att.is fá 20% afslátt á þennan örgjörva (1 stk á pöntun)

Sem er erfiðara fyrir *Tölvuvirkni* að misnota :D


*Breytt af Stjórnanda

Zorba
spjallið.is
Póstar: 437
Skráði sig: Fös 09. Feb 2007 16:04
Staða: Ótengdur

Póstur af Zorba »

Var það ekki tölvuvirkni :=P?
Antec180b-975X-CorsairXMS2Cl4-8800GTX-E6600 @3.55 GHZ-2xSamsung500GB-700w Fortron-1x WD 500GB
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af GuðjónR »

úffff....eins gott að fara rétt með staðreyndir þegar stórt er tekið til orða.
Skjámynd

Höfundur
Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Póstur af Daz »

GuðjónR skrifaði:úffff....eins gott að fara rétt með staðreyndir þegar stórt er tekið til orða.

Skrifaði ég tölvutækni? (orðinn gamall og gleyminn, en þeir voru nú líka að reyna að troða sér inn í pakkann).
Annars var þetta nú bara meint sem létt spaug, guð forði oss frá því að slá fram tilhæfulausum ásökunum á alnetinu!

wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Stóra örgjörvamálið!!!

Póstur af wICE_man »

Daz skrifaði:Gaman að því að @tt.is hafa breytt góðu tilboðunum sínum á örgjörvunum aðeins, núna er það
Intel Core 2 Duo E6750 2.66GHz, 1333FSB
4MB cache, EM64T, EIST, XT, Retail
20% afsláttur
Þeir sem versla aðra íhluti en örgjörva fyrir 50 þús eða meira hjá att.is fá 20% afslátt á þennan örgjörva (1 stk á pöntun)

Sem er erfiðara fyrir *Tölvuvirkni* að misnota :D


*Breytt af Stjórnanda


Já, líka erfiðara fyrir þá sem vilja bara uppfæra örgjörvann, en annars er vel hægt að misnota þetta. Taka nokkra harða diska sem eru líka undir kostnaðarverði og volla! :P
Tölvuverslunin Kísildalur, staðurinn þar sem nördin versla :)
...og btw þá er ég innvígður og innmúraður í Kísildal

Birkir
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fim 13. Nóv 2003 15:57
Staðsetning: Utan þjónustusvæðis
Staða: Ótengdur

Re: Stóra örgjörvamálið!!!

Póstur af Birkir »

wICE_man skrifaði:
Daz skrifaði:Gaman að því að @tt.is hafa breytt góðu tilboðunum sínum á örgjörvunum aðeins, núna er það
Intel Core 2 Duo E6750 2.66GHz, 1333FSB
4MB cache, EM64T, EIST, XT, Retail
20% afsláttur
Þeir sem versla aðra íhluti en örgjörva fyrir 50 þús eða meira hjá att.is fá 20% afslátt á þennan örgjörva (1 stk á pöntun)

Sem er erfiðara fyrir *Tölvuvirkni* að misnota :D


*Breytt af Stjórnanda


Já, líka erfiðara fyrir þá sem vilja bara uppfæra örgjörvann, en annars er vel hægt að misnota þetta. Taka nokkra harða diska sem eru líka undir kostnaðarverði og volla! :P


Thanks for the heads up.. :wink:

Búinn að panta mér einn 400GB sata disk. :8)
Skjámynd

Stuffz
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Staðsetning: 104 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Stóra örgjörvamálið!!!

Póstur af Stuffz »

Daz skrifaði:Gaman að því að @tt.is hafa breytt góðu tilboðunum sínum á örgjörvunum aðeins, núna er það
Intel Core 2 Duo E6750 2.66GHz, 1333FSB
4MB cache, EM64T, EIST, XT, Retail
20% afsláttur
Þeir sem versla aðra íhluti en örgjörva fyrir 50 þús eða meira hjá att.is fá 20% afslátt á þennan örgjörva (1 stk á pöntun)

Sem er erfiðara fyrir *Tölvuvirkni* að misnota :D


*Breytt af Stjórnanda


bölvað svo það var þá ástæðan fyrir hækkuninni.

hvað með 1 á mann dæmi frekar.
Tölva og Stuffz..
Viðskiptarándýr&bráð.

TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Staða: Ótengdur

Póstur af TechHead »

Það var einn á mann og hefur alltaf verið þannig hjá att.is

Hinsvegar þegar fleiri en 10 manns pöntuðu örgjörva (og ekkert nema örgjörva)
hjá att.is í einu, þá brugðust þeir við með því að hækka verðin því
þeir gátu ekki staðið við þessi verð útúr búð án þess að fólk myndi kaupa
aðra hluti með örgjörvunum þar sem álagningin hjá att.is liggur.

Með öðrum orðum þá er ónefnt fyrirtæki að nota markasráðandi stöðu sína
með því að starfrækja fyrirtæki (att.is) sem borgar með vörum eins og
örgjörvum á þeirri forsendu að laða til sín kúnna og láta önnur fyrirtæki líta
út fyrir að vera að okra á vörum.

Þetta geta þeir því að langflestir þeir sem
koma og versla örgjörvana á þessu verði hjá þeim koma í flestum tilfellum
til með að kaupa aðra íhluti samhliða eins og t.d móðurborð, aflgjafa, kassa,
geisladrif, vinnu við samsetningu og svo framvegis. Þannig tekst þeim að
koma út á sléttu með því að selja hluti samhliða þessum "ódýrari" vörum.

Svo kom hið sanna eðli att.is í ljós þegar það átti að standa við þessi verð
þegar þeir vísuðu fólki frá í massavis sökum "rangra forsenda" fyrir því
að versla af þeim tiltekna hluti. Veit meira segi dæmi þess að þeir vísuðu
frá kúnna sem hafði ætlað að versla tölvuturn með öllu saman á þeirri
forsendu að hann væri að versla hana á "röngum forsendum."

Hinsvegar hef ég heimildir fyrir því að það voru einstaklingar sem nefndu
neytendasamtökin og samkeppnistofnun við þá í att.is og fengu
þarafleiðandi pantanir sínar afgreiddar =D>
Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2569
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Póstur af CendenZ »

TechHead skrifaði:Það var einn á mann og hefur alltaf verið þannig hjá att.is

Hinsvegar þegar fleiri en 10 manns pöntuðu örgjörva (og ekkert nema örgjörva)
hjá att.is í einu, þá brugðust þeir við með því að hækka verðin því
þeir gátu ekki staðið við þessi verð útúr búð án þess að fólk myndi kaupa
aðra hluti með örgjörvunum þar sem álagningin hjá att.is liggur.

Með öðrum orðum þá er ónefnt fyrirtæki að nota markasráðandi stöðu sína
með því að starfrækja fyrirtæki (att.is) sem borgar með vörum eins og
örgjörvum á þeirri forsendu að laða til sín kúnna og láta önnur fyrirtæki líta
út fyrir að vera að okra á vörum.

Þetta geta þeir því að langflestir þeir sem
koma og versla örgjörvana á þessu verði hjá þeim koma í flestum tilfellum
til með að kaupa aðra íhluti samhliða eins og t.d móðurborð, aflgjafa, kassa,
geisladrif, vinnu við samsetningu og svo framvegis. Þannig tekst þeim að
koma út á sléttu með því að selja hluti samhliða þessum "ódýrari" vörum.

Svo kom hið sanna eðli att.is í ljós þegar það átti að standa við þessi verð
þegar þeir vísuðu fólki frá í massavis sökum "rangra forsenda" fyrir því
að versla af þeim tiltekna hluti. Veit meira segi dæmi þess að þeir vísuðu
frá kúnna sem hafði ætlað að versla tölvuturn með öllu saman á þeirri
forsendu að hann væri að versla hana á "röngum forsendum."

Hinsvegar hef ég heimildir fyrir því að það voru einstaklingar sem nefndu
neytendasamtökin og samkeppnistofnun við þá í att.is og fengu
þarafleiðandi pantanir sínar afgreiddar =D>


Þarna eru brostnar forsendur skv. laganna skilning.

kolólöglegt að vísa fólki frá.
Skjámynd

Stuffz
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Staðsetning: 104 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af Stuffz »

TechHead skrifaði:Hinsvegar hef ég heimildir fyrir því að það voru einstaklingar sem nefndu
neytendasamtökin og samkeppnistofnun við þá í att.is og fengu
þarafleiðandi pantanir sínar afgreiddar =D>


ég hefði hiklaust gert það líka ef ég hefði ekki verið of seinn að panta á þessu verði.
Tölva og Stuffz..
Viðskiptarándýr&bráð.
Skjámynd

Stuffz
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Staðsetning: 104 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af Stuffz »

CendenZ skrifaði:Þarna eru brostnar forsendur skv. laganna skilning.

kolólöglegt að vísa fólki frá.


pottþétt
Tölva og Stuffz..
Viðskiptarándýr&bráð.
Skjámynd

deadman
Nýliði
Póstar: 13
Skráði sig: Fös 29. Ágú 2003 17:36
Staðsetning: Kópavogur Massive!
Staða: Ótengdur

Póstur af deadman »

Best að tilkynna ykkur þetta áður en þið farið nú að gera ykkur ferð í neytendasamtök eða hvaða samtök sem eru til sem gera ekkert gagn.

En það er EKKI bannað að synja um fólki viðskipti hvenær sem er ef fyrirtækinu langar til þess. Það stendur hvergi í lögum neitt um það, en það má auðvitað deila um hve vel maður treystir fyrirtækinu eftir slíka meðferð.
Intel 6850 @ 3.6Ghz - Geforce 9600 GT OC 512MB - 2gb Corsair 1066Mhz - 1 x 36GB WD Raptor + 500GB WD - 620w Corsair - Skjár: BenQ 22" - Logitec Ultra X og G5 - Logitech 7.1
Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2569
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Póstur af CendenZ »

deadman skrifaði:Best að tilkynna ykkur þetta áður en þið farið nú að gera ykkur ferð í neytendasamtök eða hvaða samtök sem eru til sem gera ekkert gagn.

En það er EKKI bannað að synja um fólki viðskipti hvenær sem er ef fyrirtækinu langar til þess. Það stendur hvergi í lögum neitt um það, en það má auðvitað deila um hve vel maður treystir fyrirtækinu eftir slíka meðferð.



núnú, hefuru prufað að lesa þér til um lög um tilboð, þeas. í kröfuréttinum minnir mig.

corflame
Tölvutryllir
Póstar: 678
Skráði sig: Fim 15. Apr 2004 20:05
Staðsetning: Keyboard central
Staða: Ótengdur

Póstur af corflame »

Ég veit ekki betur en að menn verði að standa við auglýst verð. T.d. ef það stendur eitt verð í hillu en annað á kassa, þá ræður hilluverðið.
Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2569
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Póstur af CendenZ »

corflame skrifaði:Ég veit ekki betur en að menn verði að standa við auglýst verð. T.d. ef það stendur eitt verð í hillu en annað á kassa, þá ræður hilluverðið.


akkúrat, það er þannig í lögum, loforð og tilboðslög.
Skjámynd

deadman
Nýliði
Póstar: 13
Skráði sig: Fös 29. Ágú 2003 17:36
Staðsetning: Kópavogur Massive!
Staða: Ótengdur

Póstur af deadman »

corflame skrifaði:Ég veit ekki betur en að menn verði að standa við auglýst verð. T.d. ef það stendur eitt verð í hillu en annað á kassa, þá ræður hilluverðið.


Þetta er rétt hilluverð stendur og auglýst verð... en hve flókið er að skilja að verslun má neyta hverjum sem er um afgreiðslu. Það er punkturinn sem ég er að reyna koma áleiðis. Sama þó hann hafi pantað hlut á netinu eða annarrstaðar.
Intel 6850 @ 3.6Ghz - Geforce 9600 GT OC 512MB - 2gb Corsair 1066Mhz - 1 x 36GB WD Raptor + 500GB WD - 620w Corsair - Skjár: BenQ 22" - Logitec Ultra X og G5 - Logitech 7.1

gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »

Ég held nú að þegar þú sért búinn að panta og jafnvel borga eigir þú rétt á að fá vöruna afhenta, gegn greiðslu auðvitað ef þú borgaðir ekki með korti gegnum netið.

Maður sem fær ekki afhentan hlut sem hann er búinn að panta og borga fyrir á held ég rétt á skaðabótum skv. 41. gr. laga um neytendakaup og getur krafist þess að fá hlutinn.
Eins á fyrirtæki rétt á skaðabótum ef þú afpantar sbr. 41. gr. laga um neytendakaup.
Skjámynd

deadman
Nýliði
Póstar: 13
Skráði sig: Fös 29. Ágú 2003 17:36
Staðsetning: Kópavogur Massive!
Staða: Ótengdur

Póstur af deadman »

gumol skrifaði:Maður sem fær ekki afhentan hlut sem hann er búinn að panta og borga fyrir á held ég rétt á skaðabótum skv. 41. gr. laga um neytendakaup og getur krafist þess að fá hlutinn.
Eins á fyrirtæki rétt á skaðabótum ef þú afpantar sbr. 41. gr. laga um neytendakaup.


Þetta er rétt! En engin í hinu hællislega nefnda "stóra örgjörva málið" var búin að borga í verslunum, einungis panta. Svo engin lög voru brotin.

Það er alveg sama hvað þið fléttið þessu oft upp, ég hef unnið nógu lengi við þetta til að vita að meðan að þú hefur ekki borgað með korti (kreditkorti í þessu tilviki, eða lagt inn á fyrirtækið, áttu rétt á neinum skaðabótum né kaupum á verði sem gefið er upp á heimasíðu).
Intel 6850 @ 3.6Ghz - Geforce 9600 GT OC 512MB - 2gb Corsair 1066Mhz - 1 x 36GB WD Raptor + 500GB WD - 620w Corsair - Skjár: BenQ 22" - Logitec Ultra X og G5 - Logitech 7.1

gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »

Það getur svosem velverið að það sé einhver hola í lögunum sem þeir geta nýtt. Ég kalla þetta holu afþví það virðist ekki ætlast til þess í lögunum að seljendur geti hafnað pöntunum sem þeir eru búnir að taka við og lofa að afhenda, seljandinn getur farið fram á skaðabætur ef kúnninn afpantar en ef seljandinn hættir við þá er það bara allt í lagi.

Ef þeir eru farnir að nota hana gegn venjulegum heiðarlegum viðskiptavinum (sbr. það sem TechHead sagði) sem eru bara að kaupa íhluti í tölvuna sína þá eru þeir ómerkileg fífl. Ef ekki, þá ættu þeir að skýra reglurnar sem þeir vinna eftir.
Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2569
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Póstur af CendenZ »

gumol skrifaði:Það getur svosem velverið að það sé einhver hola í lögunum sem þeir geta nýtt. Ég kalla þetta holu afþví það virðist ekki ætlast til þess í lögunum að seljendur geti hafnað pöntunum sem þeir eru búnir að taka við og lofa að afhenda, seljandinn getur farið fram á skaðabætur ef kúnninn afpantar en ef seljandinn hættir við þá er það bara allt í lagi.

Ef þeir eru farnir að nota hana gegn venjulegum heiðarlegum viðskiptavinum (sbr. það sem TechHead sagði) sem eru bara að kaupa íhluti í tölvuna sína þá eru þeir ómerkileg fífl. Ef ekki, þá ættu þeir að skýra reglurnar sem þeir vinna eftir.


Ef þeir eru ekki búnir að lofa, þá er það annað.

Loforð er loforð, það er skýrt í kröfulögum.

gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »

CendenZ skrifaði:Ef þeir eru ekki búnir að lofa, þá er það annað.

Loforð er loforð, það er skýrt í kröfulögum.

Kanski er þetta misskilningur hjá mér, kanski er það ekki loforð um viðskipti þegar söluaðili býður viðskiptavin að sækja pöntun á afgreiðslustöð.

Verður að nota orðin "Ég lofa að afhenda þér..." til að eitthvað geti talist loforð?

Mér finnst allvega mjög óeðlilegt að fyrirtæki geti krafist skaðabóta ef viðskiptavinur hættir við pöntun, en að viðskiptavinurinn fái ekki neitt ef seljandi neitar að afgreiða pöntun. Sérstaklega þegar pöntunin er gerð gegnum kerfi sem söluaðilinn hefur sett upp.
Skjámynd

deadman
Nýliði
Póstar: 13
Skráði sig: Fös 29. Ágú 2003 17:36
Staðsetning: Kópavogur Massive!
Staða: Ótengdur

Póstur af deadman »

CendenZ skrifaði:Loforð er loforð, það er skýrt í kröfulögum.


Ertu að reyna meika eitthvað sens eða bara nöldra, eins og þér er einum lagið? Ef svo er endilega finndu þetta í þessum kröfulögum þínum.

gumol skrifaði:Mér finnst allvega mjög óeðlilegt að fyrirtæki geti krafist skaðabóta ef viðskiptavinur hættir við pöntun, en að viðskiptavinurinn fái ekki neitt ef seljandi neitar að afgreiða pöntun. Sérstaklega þegar pöntunin er gerð gegnum kerfi sem söluaðilinn hefur sett upp.


Frá sjónarhóli seljanda þá finnst mér það ekki óeðlilegt að fyrirtæki geti krafist skaðabóta. Seljandi getur flutt rándýra vöru inn sem er ekki seljanlegt neinum nema þessum aðila. Þar af leiðandi tapar mikið á viðskiptum sem ekki urðu. Seljendur leita þó sjaldan réttar síns reyndar og þá sérstaklega í smásölu á örgjörvum.

Það er líka þannig stundum að það er erfitt að útvega suma hluti sem jafnvel eru ekki framleiddir lengur, aftur á móti ætti seljandi þá að vera búin að taka slíka vöru af síðunni. (þetta dæmi á reyndar ekki við hið svokallaða örgjörvamál).
Intel 6850 @ 3.6Ghz - Geforce 9600 GT OC 512MB - 2gb Corsair 1066Mhz - 1 x 36GB WD Raptor + 500GB WD - 620w Corsair - Skjár: BenQ 22" - Logitec Ultra X og G5 - Logitech 7.1

wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af wICE_man »

Mér sýnist að þetta sé rétt hjá dauða manninum, að það sé ekki nóg að panta vöru til að fá hana afhenta á ákveðnu verði, þetta er þó ekki endilega svo einfalt.

Nú hef ég ekki pantað hjá Att svo að ég veit ekki hvernig þeir staðfesta pantanir eða hvaða orðalag þeir nota.

Burt séð frá því þá er það algjörlega siðlaust og á mörkum þess löglega að neita viðskitavinum sem pöntuðu um að uppfylla pöntunina.

Fyrir það fyrsta var ekki um tilboðsverð að ræða.

Enn fremur hafa engar innkaupsforsendur breytst nema hvað að krónan hefur heldur styrkt sig.

Jafnframt er vafasöm réttlæting að fullyrða að kúnni sé að kaupa á "röngum forsendum". ÞAÐ ERU ENGAR RANGAR FORSENDUR TIL!!! Það er kúnnans að velja hvað hann gerir við vöru sem hann kaupir hjá seljanda. Það er ekkert að því að áframselja hana eða hvað annað sem kaupandi kýs að gera þegar hann er orðinn eigandi vörunnar.
Tölvuverslunin Kísildalur, staðurinn þar sem nördin versla :)
...og btw þá er ég innvígður og innmúraður í Kísildal

gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »

deadman skrifaði:Það er alveg sama hvað þið fléttið þessu oft upp, ég hef unnið nógu lengi við þetta til að vita að meðan að þú hefur ekki borgað með korti (kreditkorti í þessu tilviki, eða lagt inn á fyrirtækið, áttu rétt á neinum skaðabótum né kaupum á verði sem gefið er upp á heimasíðu).
Hvar ertu að vinna?
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af GuðjónR »

Þetta er að verða annsi athyglisverður þráður :shock:
Svara