GuðjónR skrifaði:Fletch ... hraði er ekki allt ... stöðugleiki er meira virði

Stöðugleiki er vissulega mikilsvirði... en að Intel sé eitthvað meira stabil er bara ekki rétt hjá þér...
Þetta er bara skammsýni og þröngsýni, orðin einhver trúarbrögð... en trúin er blind... og leiðir menn í vitleysur
Þó að þú hafir fengið 2 (eða hve margar þær voru) AMD vélar sem voru ekki stöðugar, sem var pottþétt útaf faulty hardware, bad drivers eða bara hreinlega kunnáttuleysi, þá þýðir það ekki að allar séu það. Ég hugsa að ég hafi komið að hundrað biluðum Intel vélum.... Ég hinsvegar gef mér tíma til að finna útúr vandamálunum og geri mér grein fyrir því að það er næstum aldrei örgjörvin að bila eða honum að kenna..
Fæst tölvuvandamál eru örgjörvanum að kenna, man ekki eftir mörgum biluðum örgjörvum.
Og Intel eru sko ekki saklausir, munið þið ekki eftir 90 og 100 MHz Pentium örgjörvarnir með reiknivillunni frægu, og PIII 1.13GHz örgjörvin sem Intel setti á markað og þurftu að taka úr framleiðslu afþví hann var svo gallaður.
Ég þekkti einu sinni mann sem átti Toyota Corollu, hún bilaði... Þar af leiðandi eru allar Toyota Corollur drasl, hann þekkti víst einn annan Corollu eiganda og hún bilaði líka !?!?... Svo fékk hann sér Nissan Almera, og hún hefur ekkert bilað, ergo allir fá sér Almera...
Frábær rök...
Ég vinn við tölvur, rek tölvukerfi sem hafa total ca. 2000 client'a, hef sett upp veit ekki hvað margar vélar, AMD, Intel whatever, verið að púsla saman/mod'a/breyta og uppfæra tölvur síðan fyrir 1990 og þetta er bara rugl í þér. Eða jú, ég get samþykkt að áður en Athlon örgjörvin kom út gat verið vandamál með AMD/Cyrix vélar, en mín reynsla var sú að það var oftast útaf lélegum móðurborðum eða lélegum chipsetdriverum...
Og af öllum þeim vélum sem ég hef komið get ég ekki sagt að AMD bili oftar en Intel eða öfugt... Sama hvað þetta dót heitir, þetta getur allt bilað.
Og eflaust hátt í 99% tilfella þegar tölvur eru að frjósa er það software/driver vandamál...
Það er ekkert mál að búa til stöðugt kerfti með AMD
og það er líka ekkert mál að búa til óstöðugt kerfi með AMD
Sama með Intel...
Fletch