Ráðþrota varðandi nýja tölvu

Svara
Skjámynd

Höfundur
Zechron
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2003 11:14
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Ráðþrota varðandi nýja tölvu

Póstur af Zechron »

Sælir. Ég keypti mér tölvu hjá Task.is, mjög öfluga og góða tölvu, en það er einn vandi við þessa tölvu og það er að hún frýs, eða restartar sér í leikjum. Ég hef farið með hana í viðgerð til þeirra og þeir fundu ekkert að henni, hún virkaði fínt hjá þeim, en svo þegar ég fékk hana aftur að þá gerðist þetta sama. Og gerir enn. Hún gerir þetta bara í leikjum en ekki í windowsinu og öðru slíku. Ég hef ekki hugmynd um hvað sé í gangi hérna og langar að vita hvort þetta sé eitthvað tengt rafmagni eða power supply. Tölvan er eins og hér segir:
Dragon Kassi með 360W PSU
Soyo dragon platinum ultra móðurborð
2*512 333 mzh kingston minni
AMD2700xp athlon örgjörvi með thermaltake volcano 7
WD 180 GB harður diskur
ATI Radeon 9800 PRO 128 mb
1 geisladrif og 1 skrifari

Þetta er allt of sumt, ég get spilað alla leiki, en bara í ákveðinn tíma og þá frýs tölvan eða þá að hún endurræsir sig. Virkilega pirrandi stundum. Getur þetta verið PSU-ið? Er það ekki nógu stórt? Eða er þetta eitthvað sem enginn getur svarað mér. Endilega komið með svör, ég er ráðþrota. :cry:
Skjámynd

elv
Of mikill frítími
Póstar: 1949
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 21:53
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af elv »

Spurning með skjákortið, ertu með nýjustu driverana.Hefurð tök á því að prófa annað skjákort.Hvaða Windows ertu með

legi
Fiktari
Póstar: 83
Skráði sig: Sun 25. Maí 2003 18:40
Staða: Ótengdur

Re: Ráðþrota varðandi nýja tölvu

Póstur af legi »

Sko, ég er nú alls enginn sérfræðingur en ef að vélin er að frjósa og bara að frjósa hjá þér ( nema að þeir hja task séu að ljúga að þér ) þá mundi ég prufa að fara með hana í aðra innstungu...tala nú ekki um ef að hún er í fjöltengi .
[ CP ] Legionaire
Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1197
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af kiddi »

Ég mæli með að athuga minniskubbana, það er hryllilega algengt að fólk lendi í vandræðum með 2x 'double sided' minniskubba, gott ráð væri að fjarlægja einn kubbinn og láta einn kubb vera eftir í DIMM 1 slottinu, sjá hvað gerist. =)

gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ráðþrota varðandi nýja tölvu

Póstur af gumol »

legi skrifaði:Sko, ég er nú alls enginn sérfræðingur en ef að vélin er að frjósa og bara að frjósa hjá þér ( nema að þeir hja task séu að ljúga að þér ) þá mundi ég prufa að fara með hana í aðra innstungu...tala nú ekki um ef að hún er í fjöltengi .

Hvaða tölva er ekki í fjöltengi ;)
Allavega ætti að slá út ef það er of lítill straumur, ekki tölvan að frjósa.

legi
Fiktari
Póstar: 83
Skráði sig: Sun 25. Maí 2003 18:40
Staða: Ótengdur

Re: Ráðþrota varðandi nýja tölvu

Póstur af legi »

Ég hef lend í þessu sjálfur með nýja tölvu, þetta var það fyrsta sem ég prufaði og það virkaði :)
[ CP ] Legionaire
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af GuðjónR »

Þetta er ástæðan fyrir því að ég vil ekki AMD.
Ég setti saman AMD XP2000 síðasta haust og hún var að restarta sér í tíma og ótíma.
Í sumar fékk einn félagi minn sér AMD og hún restartar sér líka svona án nokkurrar ástæðu...
Ég hef aldrei heyrt um Intel sem lætur svona...
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af Pandemic »

Ef þú ert með Asus móðurborð þá kenni ég því um ég er með eitt þannig og það restartar sér stundum en þó betra með tímanum :)
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

tékkaðu á hitanum á kerfinu. ég lenti í því með gamla psuinn minn að það slöknaði á viftunni í honum og tölvan varð sjóðandi heit og rístartaði sér.
"Give what you can, take what you need."
Skjámynd

Höfundur
Zechron
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2003 11:14
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af Zechron »

elv skrifaði:Spurning með skjákortið, ertu með nýjustu driverana.Hefurð tök á því að prófa annað skjákort.Hvaða Windows ertu með


Jámm, ég er með alla nýjustu drivera, ég var með annað skjákort áður en ég setti ATI kortið í, því það var ekki komið áður en ég fékk tölvuna, ég setti Sparkle GeForce4 MMX 64 mb (PCI slot) að vísu, en þetta byrjaði ekki fyrr en ég setti ATI kortið í. Þá byrjaði þetta að láta svona. Ég er með WindowsXP Pro.

Það var einn að nefna þetta með innstungu, Ég held nefnilega að þetta hafi eitthvað með það að gera, einhvernveginn hef ég það á tilfinningunni, því að þegar ég hef tölvuna bara í einni innstungu og allt hitt draslið í hinni að þá virðist þetta ekki koma eins títt fyrir! :?
Skjámynd

Castrate
spjallið.is
Póstar: 435
Skráði sig: Mið 25. Sep 2002 14:27
Staðsetning: Keflavík
Staða: Ótengdur

Póstur af Castrate »

já held ég verði að vera sammála Legi annaðhvort er psuið eitthvað bilað fær ekki nóg rafmagn eða framleiðir ekki nóg eða eitthvað. prufaðu að fara með tölvuna í aðra innstungu einhverstaðar annastaðar í húsinu.

GuðjónR: Ég hef séð nokkra Intela sem hafa verið að restarta sér í tíma og ótíma P4 northwood Intel örgjörva.
kv,
Castrate
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af GuðjónR »

Castrate skrifaði:GuðjónR: Ég hef séð nokkra Intela sem hafa verið að restarta sér í tíma og ótíma P4 northwood Intel örgjörva.


:shock: ertu að segja satt?
Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Staða: Ótengdur

j

Póstur af ICM »

þú talar um leikina þá hefur þetta 90% eitthvað að gera með skjákortið, hardware rendering.

Ég kannast við þetta frá því í gamla daga þegar ég fékk mér Voodoo3, það virkaði allt þar til ég fór í 3D leiki þá varð kortið sjóðandi heitt og tölvan restartaði sér alltaf, bara í 3D leikjum.
Sendi hana í viðgerð einusinni í B.T. þar sem ég keypti skjákortið þar, þeir fundu ekkert að þessu svo ég setti á þetta kæliviftu, við það lendist tímin smá sem leikirnir lifðu en það dugaði ekki, svo fór ég með hana í tölvulistan og þeir sendu hana heim, rukkuðu mig fyrir vinnu og sögðu að hún væri í fínu lagi en nei það var ekkert breytt. sendi hana aftur til þeirra og þeir sögðu AFTUR að hún væri í lagi en NEI. Fór með hana í Hugver og þeir sögðu að þetta væri útaf því að skjákortið keyrði ekki á sama voltage og AGP raufin á móðurborðinu mínu, sölumaðurinn í B.T minntist ekkert á að það vandamál væri á þessum kortum þó ég hefði sagt honum hvaða móðurborð ég nota, svo komst ég á netið ( það var á þeim tíma sem ég hafði ekki netið ) og þar var móðurborðið mitt á svarta listanum hjá 3DFX. En þar sem þú ert með svona nýja tölvu tel ég það ómögulegt nema skjákortið styðji ekki AGP 8x en þú hefur móðurborðið stillt á 8X?

en prófaðu annað AGP 3D skjákort, ef það virkar þá þarftu að fá skipt út skjákortinu þínu og vonandi er það í ábyrgð. Ef það virkar ekki heldur þá er þetta mun alvarlegra, annars veit ég ekkert um þessi mál ég er bara að giska.
Skjámynd

kemiztry
Gúrú
Póstar: 592
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:15
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Póstur af kemiztry »

Er ekki bara VIA chipset á móðurborðinu? :wink:
kemiztry
Skjámynd

Höfundur
Zechron
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2003 11:14
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af Zechron »

kemiztry skrifaði:Er ekki bara VIA chipset á móðurborðinu? :wink:


Það er VIA KT400 chipset á þessu móðurborði
þetta móðurborð styður alveg örugglega 8X AGP
Getur verið að ég þurfi að gera bios flash? ha? neeeeee. :lol:
I don't know what weapons will be used in WWIII, but I know that WWIV will be fought with sticks and stones
Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Staða: Ótengdur

d

Póstur af ICM »

zechron já en kanski gerir skjákortið það ekki, settu það á 2x, ef það virkar prófarðu 4x....
Skjámynd

elv
Of mikill frítími
Póstar: 1949
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 21:53
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af elv »

Gæti verið að PSU er ekki nógu stórt fyrir ATI kortið
Þekkirðu einhvern sem getur lánað þér annað PSU , helst stærra... svp þú profir áður en þú kaupir eitthvað.
Skjámynd

Höfundur
Zechron
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2003 11:14
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af Zechron »

Sko, ATI kortið styður 8x AGP, og ég get ekki fengið 400w og yfir til þess að prófa, ég ætla að tala við TASK.IS um að lána mér 400w og athuga hvort það sé því að kenna, ef svo er að þá ætla ég að skipta þessu psu út, fyrri eitthvað meira. Mig grunar að þetta sé PSU-ið, því að ég las hérna á spjallinu um svipuð tilvik og þá var það bara PSU-ið sem að olli því. Það er alveg nóg rafmagn í innstungunni, annars gæti ég ekki kveikt á tölvunni. :shock:
I don't know what weapons will be used in WWIII, but I know that WWIV will be fought with sticks and stones
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

hvaða líkur eru á því að Ati 9800Pro kort sé ekki í ábyrgð?? ;) þessi kort eru nú langt frá því að vera orðin 2. ára :D
"Give what you can, take what you need."

legi
Fiktari
Póstar: 83
Skráði sig: Sun 25. Maí 2003 18:40
Staða: Ótengdur

Re: Ráðþrota varðandi nýja tölvu

Póstur af legi »

Ahh...eitt sem ég man núna, hefuru prófað að stilla memory burst ?

Tölvan sem ég er með núna var með leiðindi í fyrstu og sá sem seldi mér vélina sagði mér að tékka á memory burst í bios, og viti menn það svínvirkaði, man ekki alveg stillinguna núna en skal pósta henni hérna á eftir.
[ CP ] Legionaire

Hlynzi
FanBoy
Póstar: 767
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: Ráðþrota varðandi nýja tölvu

Póstur af Hlynzi »

legi skrifaði:Sko, ég er nú alls enginn sérfræðingur en ef að vélin er að frjósa og bara að frjósa hjá þér ( nema að þeir hja task séu að ljúga að þér ) þá mundi ég prufa að fara með hana í aðra innstungu...tala nú ekki um ef að hún er í fjöltengi .


Gæti einnig verið sniðugt að snúa klónni við í innstungunni.

Mér finnst ekki ólíklegt að PSU sé að bögga þig, þegar þessi skjákort fara að éta rafmagnið. Þegar þau eru látin rendera leiki þarf náttla meira power í þetta drasl. Geturu prufað annað skjákort ?
Hlynur

vedder
Græningi
Póstar: 49
Skráði sig: Mán 04. Ágú 2003 12:59
Staða: Ótengdur

Via chipsett drivers

Póstur af vedder »

Ertu ekki örugglega með Via chipsett driverana innstallaða.

Þeir hafa örugglega verið með móðurborðinu þegar þú keyptir það.

Hef oft gert við tölvur sem hegða sér illa sem vantar bara Via chipsett driverana.
Svara