Getur LCD sjónvarp gert eftirfarandi?

Svara

Höfundur
hakkarin
Staða: Ótengdur

Getur LCD sjónvarp gert eftirfarandi?

Póstur af hakkarin »

Ég er að pæla í að fara að safna mér 32 LCD sjónvarpi og annaðhvort ps3
eða xbox 360 í sumar. Aðalástæðan er að því að tölvan mín er með tv-out sem styður alveg HD og svona en ég var að spá er ekki bara hægt að fá sér þráðlaust lyklaborð og mús og hafa turnin við hliðina á sjónvarpinu og nota sjónvarpið bæði sem sjónvarp, tölvuskjá og fyrir leikjatölvu í einu?
Skjámynd

Mazi!
ÜberAdmin
Póstar: 1323
Skráði sig: Fim 13. Okt 2005 15:25
Staðsetning: Skúrinn
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af Mazi! »

Vinsamlegast Lestu reglurnar og ekki að gera 2 þræði!
Mazi -

Höfundur
hakkarin
Staða: Ótengdur

Póstur af hakkarin »

Ég ætlaði ekki að gera 2 þræði en netið hjá mér fór í steik þannig að ég þurfti
að ýta á leggja inn takkan tvisvar. Ég biðst afsökunar á óþægindunum sem þetta má hafa valdið. Ég get annars ekki séð hvað annað er að þráðnum ég spurði bara sáraeinfaldrar spurningar.
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af hagur »

Sæll,

Jú, flest, ef ekki öll LCD sjónvörp hafa VGA og/eða DVI tengi sem hægt er að nota til að tengja við tölvu. Athugaðu samt að mjög mörg tæki geta ekki birt PC merkið í native upplausninni. Það þýðir að þó svo að þú kaupir tæki með 1280px * 720px native upplausn, eða 1366px * 768px, þá getur það ekki birt PC merki nema í 1024*768 sem þýðir að myndin verður teygð. Þetta er rosalega algengt, meiraðsegja í dýrustu Philips tækjunum.

Ég myndi því leita sérstaklega að tæki sem styður 1280px * 720px eða 1360px * 768px í PC mode. (1366px*768 er ekki standard PC upplausn).

Höfundur
hakkarin
Staða: Ótengdur

Póstur af hakkarin »

ok takk :D

Harvest
Geek
Póstar: 817
Skráði sig: Lau 13. Maí 2006 01:25
Staðsetning: artæki
Staða: Ótengdur

Póstur af Harvest »

Vona að þú fáir þér XBOX360 :)

ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2498
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Póstur af ÓmarSmith »

Philips tækið mitt studdi hélt ég bara 1024 en þegar ég tengdi lappann vi ðþað með COmponent ---> S video þá skyndilega fékk ég allt aðra valmynd. Gat valið allt upp í 1080i og 1920 x 1080 upplausn. Það var reyndar ekki rétt scale-að nema í 1770 x 1000, en þá var það líka fáránlega skýrt ( fyrir utan textann, hann var óskýr vegna S-video tengisins ) En með HDMI --> DVI ætti ég að ná þessu Crystal Clear.

Snilld að spila leiki á 32" TV í svona upplausn, Gargandi Snilld.

Núna væri ég til í Shuttle aftur ;)
i7 6700K - Asus Z170-K - 16Gb DDR4 - Nvidia RTX3080 - Acer X34 G-sync 100HZ - Corsair Carbite 400D - Sennheiser HD560s - Logitech Z621 THX

Harvest
Geek
Póstar: 817
Skráði sig: Lau 13. Maí 2006 01:25
Staðsetning: artæki
Staða: Ótengdur

Póstur af Harvest »

Snilld að spila leiki á 32" TV í svona upplausn, Gargandi Snilld.
Sammála þar :D

The Flying Dutchman
Fiktari
Póstar: 87
Skráði sig: Sun 13. Ágú 2006 22:47
Staða: Ótengdur

Póstur af The Flying Dutchman »

Já ég var med tölvuna tengda í HDMI tengi á sjónvarpinu mínu, í PC mode passadi upplausnin ekki alveg en sídan í nVIDIA control panel gat ég kveikt á HD mode thá var haegt ad velja 480p/540p/720p/1080i Thad var ekki í réttum hlutföllum en thad var miklu skýrara.

Tölvur eru gerdar fyrir skjái med 16:10 svo hún heldur áfram ad gera rád fyrir ad thú sért med tölvuskjá thegar thú tengir sjónvarpid vid. Sjónvarpid er 16:9 en upplausnin sem tölvan sendir er 16:10 svo thegar thú spilar 16:9 mynd á tölvunni thá sérdu svarta kanta en thad aettu ekki ad vera svartir kantar ef thú ert med tengt í sjónvarps skjáin svo sennilega verduru ad velja scale til ad fá rétt hlutföll á video
Svara