Hvað finnst ykkur um Averatec AV4360?

Svara

Höfundur
gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Hvað finnst ykkur um Averatec AV4360?

Póstur af gumol »

"Gamli" dell lappinn er að gefa upp öndina svo ég er að spá í hvað ég á að fá mér. Mér líst nokkuð vel á Averatec AV4360, hvernig haldið þið að hún sé?

Kísildalur.is skrifaði:Tæknilegir eiginleikar
Örgjörfi: Core Duo 1.66GHz (T2300)
Vinnsluminni: 1024MB DDR2
Harður diskur: 80GB
Geisladrif: DVD-RW DL
Skjáhraðall: GMA 950 (Intel), Allt að 224MB
Skjár: 13.3" AveraBrite 1280x800 upplausn
Þráðlaust netkort: 54Mbps (Líklega intel)

Tengimöguleikar
Lítið FireWire tengi
1 15-pinna D-Sub skjátengi
S-Video out
PCMCIA cardbus
10/100/1000 Mbps netkort
56Kbps mótald
3 USB tengi

Umgjörð
Stærð: 31.6 x 22.4 x 3.2 cm
Þyngd: 2,04Kg
Rafhlaða: Ca. 3 tíma Li-ion rafhlaða

Annað
Stýrikerfi Windows XP home :?

corflame
Tölvutryllir
Póstar: 678
Skráði sig: Fim 15. Apr 2004 20:05
Staðsetning: Keyboard central
Staða: Ótengdur

Póstur af corflame »

Speccarnir virðast vera allt í lagi, en ég persónulega myndi ekki vera að taka eitthvað no-name merki sem engin reynsla er komin af hérlendis.

Er sjálfur að nota HP/Compaq vél, fín fyrir utan það að skjárinn er heldur dimmur, jafnvel með birtustig skrúfað í botn.

Þetta er HP lappi númer tvö hjá mér. Fyrri lappinn er enn í notkun, eina sem kom upp á var að rafhlaðan bilaði á þriðja ári í notkun, en það er víst innan eðlilegra marka er mér sagt. Nota gamla lappann bara sítengdan í rafmagn heima fyrir, fínt að leyfa krakkanum að vera á netinu í honum og haft mína vél útaf fyrir mig ;)

goldfinger
spjallið.is
Póstar: 466
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 10:06
Staða: Ótengdur

Póstur af goldfinger »

Þetta merki heillar mig ekki eftir það sem ég hef lesið á netinu, reyndar ekki lesið review um akkúrat þessa týpu.

En er Kísildalur með alla varahluti tiltæka á lager ?
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af urban »

goldfinger skrifaði:Þetta merki heillar mig ekki eftir það sem ég hef lesið á netinu, reyndar ekki lesið review um akkúrat þessa týpu.

En er Kísildalur með alla varahluti tiltæka á lager ?

sjálfsagt ekki frekar en aðrar tölvuvöruversalnir sem selja fartölvu

nær aldrei til hlutir á lager í þær
eða allavega hefur mér ekki fundist það
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Höfundur
gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »

Ég keypti mér Dell fartölvu fyrir 3 árum, ábyrgðin rann út í fyrra og móðurborðið fór í desember. Góða merkið fór fyrir lítið. Ég treysti Kísildal alveg eins og EJS til að hafa varahluti til. Td. tók það um mánuð að fá nýar hjarir á skjáinn á dell lappanum.

Í stuttu máli, það skiptir engu máli þótt þetta sé noname merki
á íslandi, það er ábyrgð.

goldfinger: Nenniru að benda mér á hvar þú last eitthvað neikvætt um þetta merki á netinu, eða segja hvað var verið að segja um það ef þú veist ekki hvar?

Er enginn hérna sem á svona tölvu?

Edit: Mér sýnist reyndar Averatec AV2460 vera mun betri kostur. Ekkert s-video out, minni skjár, minna ummál, léttari, og mun ódýrari. Hvað finnst ykkur?

goldfinger
spjallið.is
Póstar: 466
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 10:06
Staða: Ótengdur

Póstur af goldfinger »

urban- skrifaði:
goldfinger skrifaði:Þetta merki heillar mig ekki eftir það sem ég hef lesið á netinu, reyndar ekki lesið review um akkúrat þessa týpu.

En er Kísildalur með alla varahluti tiltæka á lager ?

sjálfsagt ekki frekar en aðrar tölvuvöruversalnir sem selja fartölvu

nær aldrei til hlutir á lager í þær
eða allavega hefur mér ekki fundist það


svar.is (acer) og hp eru nú með verkstæði og eiga því a.m.k það helsta.

Já og Gumol, las á newegg um það sem fólk hafði að segja, lyklaborðið væri rubbish og svo las ég á review síðu, sry man ekki hvaða, en það var eitthvað um léleg display gæði, veit svo sem ekki hvort það sé bara á þessum ódýrari.

I bought an averatec last christmas and this thing keeps overheating.(finally the cooling fan broke)I sent it in for repair. 1. they lost my package.
2. it took them months to fix a broken fan.
3. they shipped my package to the wrong address. overall I am very dissatisfied with this product and their service personel is the worst. I will never touch this brand again. Its worth the money to buy a dxxl, txxhiba or sxxy.


Þetta er eitt af þessu sem nefnt er á newegg.

Svo gæti vel verið að þetta séu fínar tölvur, held það sé best að kíkja bara á þær hjá þeim í Kísildal fyrir þig ef þú ert alvarlega að pæla í þessu.

Höfundur
gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »

Takk fyrir þetta. Ég fór áðan niðrí Kísildal og skoðaði 13 tommu útgáfuna og mér lýst bara mjög vel á þetta. Hin típan er uppseld en á að koma fljótlega aftur.

Varðandi ábyrðina þá er hún mun pottþéttari en í Bandaríkjunum vegna íslensku laganna. Annars er geta allar ferðatölvur bilað. Fólk sem lendir í bilinum er líklegra til að segja frá biluninni á netinu en fólk sem lendir ekki í bilunum er til að segja að það hafi ekki lent í bilun.

Það er bara spurning hvort maður eigi fyrir henni :S

Cubasis
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Mið 21. Des 2005 18:35
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af Cubasis »

Hin típan er uppseld en á að koma fljótlega aftur.


Hehe, ég var sá sem keypti seinustu 12" vélina frá þeim :twisted:

Ég verð samt að segja að ég er MJÖG ánægður með kaupin.

Það sem er best við þessar tvær tölvur er kversu litlar og léttar þær eru, nýja fartölvan kemst á hliðini niður í gömlu acer fartölvutöskuna mína, og það er alltaf gaman að draga svona netta tölvu upp í tíma.

Yfirferðin á henni geislar af proffesionalism (þ.e.a.s. toppurinn á henni), Skjárinn er mjög bjartur og skarpur, ég var mjög fljótur að venjast lyklaborðinu, og þökk sé góðum stöttum (miðað við stærð) þá er hún eldsnögg að cold-boot'a og vinna almenna vinnu.

Viftan er almennt mjög hljóðlát, en við mikla vinnu og hita þá byrjar maður að heyra nokkuð í henni (ekki mikið). En það er í mikilli vinnu, í skóla-tímum með vafrann/word opið þá er hún nánast al-þögul.

Batterýið er ekkert crazy, minni skjástærð vegur á móti auknu battery-hungri dual core örgjörvans. Hann virðist samt endast í kringum 3 klukkutíma í skólavinnu, en það mun líklega minnka eitthvað með tímanum, af reynsluni (með acer tölvu) þá endist það í nokkra mánuði og byrjar síðan að minnka niður í 2 kltm og síðan 1.5.

Varðandi þjónustu þá lenti ég í því að einn takkinn á lyklaborðinu datt af í fyrsta degi skóla, og virtist festingin (eins konar krókur) við þann takka vera brotin. Tvem dögum seinna var Guðbjartur kominn með nýjan takkakrók frá byrgja sínum og setta hann í fyrir mig.

Maður á alltaf í hættu á að lenda á einhverjum framleiðslugalla, sama hvaða merki maður velur, það er þjónustan þegar maður actioully lendir í því sem skiptir máli.

P.S.
Vona bara að batterýið springi ekki hjá mér eins og virðist vera að gerast útum allt þessa dagana :P

Höfundur
gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »

Ert þú semsagt bróðirinn sem hann var að tala um að þetta gerðist hjá? :)

Allavega, þá er mér farið að lítast mjög vel á þessa tölvu, býst við að fá mér hana þegar hún kemur.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað finnst ykkur um Averatec AV4360?

Póstur af GuðjónR »

gumol skrifaði:"Gamli" dell lappinn er að gefa upp öndina svo ég er að spá í hvað ég á að fá mér.
Fá sér Dell aftur. Færð ekki betri lappa.

Höfundur
gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »

Ég er eiginlega búinn að fá nóg af dell í bili. Þetta er mjög gott merki, fyrir utan bilanirnar sem ég lennti í með lappan.

Ég vill líka prófa eitthvað annað en þessa stöðluðu 15 tommu lappa.
Skjámynd

Voffinn
Vaktari
Póstar: 2249
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 17:41
Staða: Ótengdur

Póstur af Voffinn »

Þú ert náttúrulega algjör böðull á fartölvur gumol.

skolli
Græningi
Póstar: 38
Skráði sig: Lau 18. Mar 2006 18:10
Staða: Ótengdur

Póstur af skolli »

ég á averatec tölvu sem var reyndar keypt áður en kísildalur fóru að selja þær en hvað um það þetta eru bara fínustu tölvur það er einn galli við mína að hún hitnar svoltið en annars eru þær bara fínar

wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af wICE_man »

Við erum í augnablikinu ekki með marga varahluti á lager en fáum þá með nokkra daga fyrirvara og eftir því sem reynsla kemst á það þá munum við eiga helstu hluti til á lager. Ég var að enda við að fá í hendurnar hlut frá þeim sem ég pantaði á miðvikudaginn :)

Þjónustan þeirra við okkur hefur verið óaðfinnanleg og þjónusta okkar....

.... ja þú þekkir hana best sjálfur gumol, your my #1 customer ;)

Hvað varðar þessar nýju vélar AV2460 og AV4360 útfrá þeim vélum sem ég hef unnið með þá er þetta virkilega vönduð smíði hjá Averatec.

Varðandi hitan þá er það útaf því að þær eru smíðaðar með álskel utan um sig sem leiðir hitan útfrá þeim til að minka kæliþörfina og þar að leiðandi hávaða.

Ég hef líka lesið neikvæða gagnrýni um sum módelin frá þeim en mikið af því er til komið vegna auðlagfærðra smávandamála og því að flestar vélarnar eru seldar gegnum netverslanir sem bjóða engan tæknistuðning.
Tölvuverslunin Kísildalur, staðurinn þar sem nördin versla :)
...og btw þá er ég innvígður og innmúraður í Kísildal
Svara