Hafiði séð hvað AMD64 örrarnir hafa lækkað hjá þeim nýlega!? Fyrir ekki löngu var AMD64 3200 á um 13þ kall, svo þegar AM2 fóru að koma byrjuðu þeir að lækka og fyrr í vikunni var 3200 örrinn kominn í um 8.000kr sem mér þótti frábært verð fyrir svona fínan örgjörva, en svo sé ég í dag að hann hefur lækkað niður í 6.450 !!
Þetta er bara snilld. Er að spá í að skella mér á einn 3800+
Tveggja mánaðar gamall þráður...
Ástæðan fyrir þessari DDR2 hækkun hjá ATT stafar af hækkandi heimsmarkaðsverði.
Með tilkomu AM2 og Conroe hefur eftirspurn eftir DDR2 farið langt fram úr framboði.
Ég keypti tvo svona pakka fyrir rúmri viku síðan á krónur 57.900.- ef ég væri að kaupa þetta í dag þá þyrfti ég að borga 73.900.-
Svo er það alþekkt að tölvuvörur hækka á haustin og lækka á vorin.