skjákort

Svara

Höfundur
Bc3
has spoken...
Póstar: 189
Skráði sig: Þri 31. Jan 2006 16:19
Staða: Ótengdur

skjákort

Póstur af Bc3 »

ég er að leika mér eihvað að X800PRO skjákortinu mínu og langar að vita hvort er betra að hafa meira core eða memory ég er kominn í 580/600 og hitinn á þvi er 44 gráður eftir test í 3dmark 05

hahallur
Staða: Ótengdur

Póstur af hahallur »

Betra að hafa meira core.

Höfundur
Bc3
has spoken...
Póstar: 189
Skráði sig: Þri 31. Jan 2006 16:19
Staða: Ótengdur

Póstur af Bc3 »

ok núna er ég búinn að setja það í 600/630 og það fer í 45 gráður en það kemur stundum blue screen þýðir það hreynlega bara að það er ekki hægt að oc það meira
Skjámynd

audiophile
/dev/null
Póstar: 1393
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Staða: Ótengdur

Póstur af audiophile »

Já, sko þegar þú ert að overclocka skjákort, verðuru að passa þig svolítið að tjúna ekki allt í botn og halda að allt verði í lagi. Ef kortið er að virka í 580/600 án þess að fá "artifacts" í leikjum í nokkra klukkutíma, þá er allt í góðu. Eftir það myndi ég ekkert vera að fara mikið hærra þar sem þetta er töluvert hátt overclock fyrir þetta kort. 600/630 er líklega of hátt fyrir kortið og átt það á hættu að skemma það.

Hátt overclock er einungis gott ef það er stabílt.

@Arinn@
Kerfisstjóri
Póstar: 1277
Skráði sig: Þri 03. Maí 2005 18:39
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Póstur af @Arinn@ »

Skiptir memory ekki samt mjög mikklu máli ? þarf maður oft að lækka memory til að koma core hærra ? Er svipað að overclocka skjákort eins og örgjörva ?
Svara