ég er að leika mér eihvað að X800PRO skjákortinu mínu og langar að vita hvort er betra að hafa meira core eða memory ég er kominn í 580/600 og hitinn á þvi er 44 gráður eftir test í 3dmark 05
ok núna er ég búinn að setja það í 600/630 og það fer í 45 gráður en það kemur stundum blue screen þýðir það hreynlega bara að það er ekki hægt að oc það meira
Já, sko þegar þú ert að overclocka skjákort, verðuru að passa þig svolítið að tjúna ekki allt í botn og halda að allt verði í lagi. Ef kortið er að virka í 580/600 án þess að fá "artifacts" í leikjum í nokkra klukkutíma, þá er allt í góðu. Eftir það myndi ég ekkert vera að fara mikið hærra þar sem þetta er töluvert hátt overclock fyrir þetta kort. 600/630 er líklega of hátt fyrir kortið og átt það á hættu að skemma það.
Hátt overclock er einungis gott ef það er stabílt.
Skiptir memory ekki samt mjög mikklu máli ? þarf maður oft að lækka memory til að koma core hærra ? Er svipað að overclocka skjákort eins og örgjörva ?