Ég er með gamlan MIDI kapal sem ég tengi í hljómborð. Hann er með 15 pinna (pararell, serial ?) tengi sem á að fara í tölvuna. En eftir að ég fékk mér nýja tölvu þá er ekki svona tengi aftan á tölvunni. Er til eitthvað millistykki sem breytir þessu tengi í USB eða þarf að kaupa nýja MIDI snúru með USB tengi?
Ef þið vitið hvar svona fæst, látið mig vita hvar.
MIDI og USB
Ætli þetta sé ekki game port tengi, þ.e til að stinga í "joystick" tengi eins og var á flestum/öllum hljóðkortum.
Ég efast um að þú fáir millistykki á það, held að þú sért best settur með USB -> MIDI tengi eins og t.d "UM-1SX" sem fæst hjá RÍN.
http://www.rin.is/tbunadur.htm
Ég efast um að þú fáir millistykki á það, held að þú sért best settur með USB -> MIDI tengi eins og t.d "UM-1SX" sem fæst hjá RÍN.
http://www.rin.is/tbunadur.htm
