Vivaldi - Íslenskur vafri


netkaffi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 946
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Póstur af netkaffi »

Það er ömurlegt að nota milli-hnappinn.

Höfundur
JónSvT
Fiktari
Póstar: 99
Skráði sig: Fim 02. Jún 2016 20:15
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Póstur af JónSvT »

netkaffi skrifaði:Það er ömurlegt að nota milli-hnappinn.
Jæja. Þá verðum við að gera eitthvað. Athuga hvað er hægt að gera. :)

netkaffi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 946
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Póstur af netkaffi »

Haha, ok, snilld.

Held að ég yri ekki sá eini sem væri sáttur með þetta. Þegar maður prófar þetta þá er ekkert aftur snúið! Gæti ímyndað mér þetta sem eitthvað sem nstum allir vilja þegar þeir komast upp á lagið með það (nema kannski þeir á hröðustu net- og tölvukombóunum, en þeir myndi eflaust margir kunna að meta að geta valið, þetta er í raun bara val á new tab í foreground eða background og á hvaða takka, af hverju eru ekki vafrar að bóða upp á meiri keyboard og mouse button stillingar? Þetta er búið að vera í tölvuleikjum í marga áratugi að custom stilla flesta ef ekki alla takka á öllu lyklaborðinu og öðrum input devices. Kommon vafrar, innlimið þetta!).

Höfundur
JónSvT
Fiktari
Póstar: 99
Skráði sig: Fim 02. Jún 2016 20:15
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Póstur af JónSvT »

netkaffi skrifaði:Haha, ok, snilld.

Held að ég yri ekki sá eini sem væri sáttur með þetta. Þegar maður prófar þetta þá er ekkert aftur snúið! Gæti ímyndað mér þetta sem eitthvað sem nstum allir vilja þegar þeir komast upp á lagið með það (nema kannski þeir á hröðustu net- og tölvukombóunum, en þeir myndi eflaust margir kunna að meta að geta valið, þetta er í raun bara val á new tab í foreground eða background og á hvaða takka, af hverju eru ekki vafrar að bóða upp á meiri keyboard og mouse button stillingar? Þetta er búið að vera í tölvuleikjum í marga áratugi að custom stilla flesta ef ekki alla takka á öllu lyklaborðinu og öðrum input devices. Kommon vafrar, innlimið þetta!).
Það voru nokkrar óskir um þetta í kerfinu hjá okkur. Þetta verður á listanum hjá okkur.

Það er auðvitað þannig að við höfum það sem takmark að bjóða mest af möguleikum af öllum vöfrum. Lyklaborðið hjá okkur er mjög öflugt og þú getur meira að segja notað lykla eins og Z og X til að fara fram og tilbaka í sögunni (þú verður að leyfa single key keyboard shortcuts), WASD til að fara milli linka, o.s.frv. Þú getur valið eigin lykla líka. Svo erum við með mouse gestures og fáum bráðlega möguleika til að breyta öllum menus. Talsvert komið þar nú þegar.

Jón.
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Póstur af Sallarólegur »

netkaffi skrifaði:af hverju eru ekki vafrar að bóða upp á meiri keyboard og mouse button stillingar? Þetta er búið að vera í tölvuleikjum í marga áratugi að custom stilla flesta ef ekki alla takka á öllu lyklaborðinu og öðrum input devices. Kommon vafrar, innlimið þetta!).
Líklega vegna þess að 99,9% notenda myndu aldrei nota það :-"
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

Höfundur
JónSvT
Fiktari
Póstar: 99
Skráði sig: Fim 02. Jún 2016 20:15
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Póstur af JónSvT »

Sallarólegur skrifaði:
netkaffi skrifaði:af hverju eru ekki vafrar að bóða upp á meiri keyboard og mouse button stillingar? Þetta er búið að vera í tölvuleikjum í marga áratugi að custom stilla flesta ef ekki alla takka á öllu lyklaborðinu og öðrum input devices. Kommon vafrar, innlimið þetta!).
Líklega vegna þess að 99,9% notenda myndu aldrei nota það :-"
Nú held ég að þú hafir vitlaust fyrir þér þar, en 0,1% av heiminum er nú eitthvað um 8 milljónir. Þetta er vandamálið með okkar keppinauta. Þeim er alveg sama um hvað fólki finnst. Við notum tíma í að gefa ykkur fjölbreytileika. Vona að þið kunnið að meta það. :)
Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Póstur af worghal »

JónSvT skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:
netkaffi skrifaði:af hverju eru ekki vafrar að bóða upp á meiri keyboard og mouse button stillingar? Þetta er búið að vera í tölvuleikjum í marga áratugi að custom stilla flesta ef ekki alla takka á öllu lyklaborðinu og öðrum input devices. Kommon vafrar, innlimið þetta!).
Líklega vegna þess að 99,9% notenda myndu aldrei nota það :-"
Nú held ég að þú hafir vitlaust fyrir þér þar, en 0,1% av heiminum er nú eitthvað um 8 milljónir. Þetta er vandamálið með okkar keppinauta. Þeim er alveg sama um hvað fólki finnst. Við notum tíma í að gefa ykkur fjölbreytileika. Vona að þið kunnið að meta það. :)
ég verð að taka undir þetta, það að geta gert custom keyboard shortcuts án third party er game changer.
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL

netkaffi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 946
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Póstur af netkaffi »

Þetta er nákvæmlega það. Það er fullt af low-hanging fruit í browser development sem Edge og Chrome eru rétt svo núna 2020 að byrja fatta að þeir geta tekið upp. Ég skal lofa ykkur að að geta stillt keybindings í browser er ekki eitthvað "sem enginn eða 0,1% er að fara nota." Mikið meira en það. Nær 50% amk, þegar það er komið almennilega í umferð. Hversu margir spila leiki? Hversu margir breyta tökkum í leiki? Það er boxhugsun sem jaðrar við geðveiki að halda að maður vilji ekki stilla shortcuts í forritum. Þetta hefur verið sagt um allar breytingar, "það notar þetta enginn." Af hverju hafa lit á tölvuskjá? Það er vel hægt að skrifa ritgerðir á grænskjá, 99% gerðu það áður en liturinn fór af stað. Hljóð í tölvu? Hver notar það? EInhver SoundBlaster peningasóun. Heh, ég þarf sko ekkert meira en einn takka á músinni, minni annað en þessir nýjungagjörnu apakettir. Stereo? Til hvers? Rubmle stýripinni? DualShock? Skins? Themes? Tabs?
Last edited by netkaffi on Fös 25. Sep 2020 13:36, edited 1 time in total.
Skjámynd

Le Drum
has spoken...
Póstar: 150
Skráði sig: Sun 29. Sep 2002 00:19
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Póstur af Le Drum »

Einhver sem veit af hverju Vivaldi spilar ekki sum video á Big Sur?

Virkaði fínt á Catalina.
Q: Why can' t you get a cup of tea at Old Trafford?
A: All the mugs are on the field and all the cups are at Anfield.
Skjámynd

BjarkiB
Of mikill frítími
Póstar: 1946
Skráði sig: Fim 26. Nóv 2009 19:02
Staðsetning: C:\Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Póstur af BjarkiB »

Hef verið að nota Vivaldi í Macbook pro í nokkrar vikur og líkar vel. Hinsvegar hefur vafrinn verið að frjósa stundum þegar ég hægri klikka inn á vefsíðu eða reyni að opna nýjan tab og engin leið önnur en að stöðva vafrann. Kemur bæði fyrir í léttri keyrslu með nokkra tabs opna og í þyngri keyrslu. Hafa fleiri verið að lenda í þessu?

MacBook Pro 2017, Mojave 10.14
Vivaldi 3.3.2022.45 (Stable channel) (64-bit)

Disk:
Screenshot 2020-10-06 at 17.40.16.png
Screenshot 2020-10-06 at 17.40.16.png (26.15 KiB) Skoðað 4485 sinnum
Memory:
Screenshot 2020-10-06 at 17.39.13.png
Screenshot 2020-10-06 at 17.39.13.png (30.25 KiB) Skoðað 4485 sinnum
CPU:
Screenshot 2020-10-06 at 17.38.41.png
Screenshot 2020-10-06 at 17.38.41.png (32.41 KiB) Skoðað 4485 sinnum

Uncredible
Fiktari
Póstar: 58
Skráði sig: Mið 01. Júl 2020 18:48
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Póstur af Uncredible »

Ég er að lenda í því á Android síma að ég get ekki lokað tabs. Það er bara ómögulegt fyrir mína butterfingers að ýta á X-ið eða það er hætt að virka.

netkaffi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 946
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Póstur af netkaffi »

Djöfull er ég sáttur hvað Chrome eru farnir að experimenta mikið með að bæta inn dóti sem oft þurfti extension fyrir.
https://www.techradar.com/news/google-s ... -to-chrome
Ætli Vivaldi sé að hafa þessi áhrif á þá?

N.b. oft eru þetta fídusar sem voru extensions sem tóku nokkur kb, svo ekki getur verið að þetta sé að taka mikið processing power frá browsernum að bæta þessu inn. Eða mér finnst það ekki líklegt allavega. Allavega hefur ekki áhrif á stærðina, hvað er 20 KB á dögum 4/5G?

sigxx
Nörd
Póstar: 146
Skráði sig: Fim 06. Jún 2013 00:06
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Póstur af sigxx »

Ég er núna búinn að nota Vivaldi í nokkra mánuði og sé ekki fram á það að ég sé að færa mig neitt á næstunni.
Þetta er frábær vafri.

En það er eitt sem ég er að lenda í veseni með, sem ég bara fatta ekki hvernig ég á að laga og vonandi getur Jón hjálpað mér með það

Ég næ ekki að opna ákveðna síðu í Vivaldi en opnast eðlilega í Chrome.

Síðan er community.alteryx.com/(einhver undirsíða)

Veistu hvað er að valda þessu ?

Sjá screen shot
Mynd
image uploader
Last edited by sigxx on Mið 14. Okt 2020 12:59, edited 2 times in total.

Höfundur
JónSvT
Fiktari
Póstar: 99
Skráði sig: Fim 02. Jún 2016 20:15
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Póstur af JónSvT »

sigxx skrifaði:Ég er núna búinn að nota Vivaldi í nokkra mánuði og sé ekki fram á það að ég sé að færa mig neitt á næstunni.
Þetta er frábær vafri.

En það er eitt sem ég er að lenda í veseni með, sem ég bara fatta ekki hvernig ég á að laga og vonandi getur Jón hjálpað mér með það

Ég næ ekki að opna ákveðna síðu í Vivaldi en opnast eðlilega í Chrome.

Síðan er community.alteryx.com/(einhver undirsíða)

Veistu hvað er að valda þessu ?

Sjá screen shot
Mynd
image uploader
Hmmm. Einasta sem mér dettur í hug, þetta virkar hjá mér, er að ad blocker sé að þvælast fyrir. Hefur þú reynt að slökkva á honum á síðunni?

Höfundur
JónSvT
Fiktari
Póstar: 99
Skráði sig: Fim 02. Jún 2016 20:15
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Póstur af JónSvT »

Uncredible skrifaði:Ég er að lenda í því á Android síma að ég get ekki lokað tabs. Það er bara ómögulegt fyrir mína butterfingers að ýta á X-ið eða það er hætt að virka.
Já, þetta varð aðeins of erfitt. VIð bætum það í næstu útgáfu.

Höfundur
JónSvT
Fiktari
Póstar: 99
Skráði sig: Fim 02. Jún 2016 20:15
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Póstur af JónSvT »

netkaffi skrifaði:Djöfull er ég sáttur hvað Chrome eru farnir að experimenta mikið með að bæta inn dóti sem oft þurfti extension fyrir.
https://www.techradar.com/news/google-s ... -to-chrome
Ætli Vivaldi sé að hafa þessi áhrif á þá?

N.b. oft eru þetta fídusar sem voru extensions sem tóku nokkur kb, svo ekki getur verið að þetta sé að taka mikið processing power frá browsernum að bæta þessu inn. Eða mér finnst það ekki líklegt allavega. Allavega hefur ekki áhrif á stærðina, hvað er 20 KB á dögum 4/5G?
Þetta er venjan. Fólk sér hvað við erum að gera og fer að gera eitthvað álíka. :)

Höfundur
JónSvT
Fiktari
Póstar: 99
Skráði sig: Fim 02. Jún 2016 20:15
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Póstur af JónSvT »

Vorum að lenda nýrri útgáfu í dag. Hún er mjög sérstök!

Bættum við leik, sem er þróaður af Porcelain Fortress, sem er íslenskt fyrirtæki sem heldur til hjá okkur á Innovation House. Hefur verið ákaflega gaman að vinna með þeim á leiknum. Njótið!

https://vivaldi.com/press/releases/thre ... valdi-3-4/

sigxx
Nörd
Póstar: 146
Skráði sig: Fim 06. Jún 2013 00:06
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Póstur af sigxx »

JónSvT skrifaði:
sigxx skrifaði:Ég er núna búinn að nota Vivaldi í nokkra mánuði og sé ekki fram á það að ég sé að færa mig neitt á næstunni.
Þetta er frábær vafri.

En það er eitt sem ég er að lenda í veseni með, sem ég bara fatta ekki hvernig ég á að laga og vonandi getur Jón hjálpað mér með það

Ég næ ekki að opna ákveðna síðu í Vivaldi en opnast eðlilega í Chrome.

Síðan er community.alteryx.com/(einhver undirsíða)

Veistu hvað er að valda þessu ?
Hmmm. Einasta sem mér dettur í hug, þetta virkar hjá mér, er að ad blocker sé að þvælast fyrir. Hefur þú reynt að slökkva á honum á síðunni?
Takk

Eftir að hafa prófað að breyta öllum stillingum sem mér datt í hug.
Ákvað ég bara að restore-a öllum vafranum og þá virkar þetta.

Takk takk

Höfundur
JónSvT
Fiktari
Póstar: 99
Skráði sig: Fim 02. Jún 2016 20:15
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Póstur af JónSvT »

sigxx skrifaði:
JónSvT skrifaði:
sigxx skrifaði:Ég er núna búinn að nota Vivaldi í nokkra mánuði og sé ekki fram á það að ég sé að færa mig neitt á næstunni.
Þetta er frábær vafri.

En það er eitt sem ég er að lenda í veseni með, sem ég bara fatta ekki hvernig ég á að laga og vonandi getur Jón hjálpað mér með það

Ég næ ekki að opna ákveðna síðu í Vivaldi en opnast eðlilega í Chrome.

Síðan er community.alteryx.com/(einhver undirsíða)

Veistu hvað er að valda þessu ?
Hmmm. Einasta sem mér dettur í hug, þetta virkar hjá mér, er að ad blocker sé að þvælast fyrir. Hefur þú reynt að slökkva á honum á síðunni?
Takk

Eftir að hafa prófað að breyta öllum stillingum sem mér datt í hug.
Ákvað ég bara að restore-a öllum vafranum og þá virkar þetta.

Takk takk
Flott! :)

netkaffi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 946
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Póstur af netkaffi »

Mynd
Configure context menus, omg er búinn að vera dreyma um þetta í mörg ár. Ég var alveg bara, af hverju er þetta ekki hægt í Firefox? Takk, Vivaldi. :happy

Höfundur
JónSvT
Fiktari
Póstar: 99
Skráði sig: Fim 02. Jún 2016 20:15
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Póstur af JónSvT »

netkaffi skrifaði:Mynd
Configure context menus, omg er búinn að vera dreyma um þetta í mörg ár. Ég var alveg bara, af hverju er þetta ekki hægt í Firefox? Takk, Vivaldi. :happy
Þess vegna finnumst við. Smátt og smátt munt þú geta breytt öllu í Vivaldi... :)
Skjámynd

ElGorilla
Nörd
Póstar: 131
Skráði sig: Mán 09. Des 2002 10:26
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Póstur af ElGorilla »

Í "Search with >" væri þægilegt að getað flokkað leitarvélarnar í möppur. Er búinn að bæta við svo mörgum að listinn er frekar langur hjá mér.

Morphy
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Mán 11. Feb 2013 13:38
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Póstur af Morphy »

Það er hægt að takmarka leit við ákveðin lönd, en mig hefur lengi langað til að hafa þetta sveigjanlegra. T.d. leita í Evrópu, því Bandaríkin tröllríða stundum öllum leitarniðurstöðum ef maður undanskilur þau ekki. Það getur verið hvimleitt ef þú ert t.d. að leita að evrópskum seljendum.

Svo ég haldi áfram með Evrópu sem dæmi, þá er hún víðfeðm og margbreytileg. Ég hef því ekki endilega jafn mikinn áhuga á öllum löndum þar og vildi því geta undanskilið sum þeirra. Væri ekki hægt að flokka löndin í "Regions" listanum niður í heimsálfur og leyfa þar að velja t.d. eina heimsálfu og svo undanskilja ákveðin lönd innan hennar? Það væri strax gagnlegt ef hægt væri að velja heimsálfur. Er áhugi fyrir þessu hjá Vivaldi?

Sjá t.d. fasteignaleitina á mbl.is: https://www.mbl.is/fasteignir/
Last edited by Morphy on Mið 11. Nóv 2020 20:09, edited 1 time in total.

Höfundur
JónSvT
Fiktari
Póstar: 99
Skráði sig: Fim 02. Jún 2016 20:15
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Póstur af JónSvT »

ElGorilla skrifaði:Í "Search with >" væri þægilegt að getað flokkað leitarvélarnar í möppur. Er búinn að bæta við svo mörgum að listinn er frekar langur hjá mér.
Hmmm. Athyglisvert. Þetta hef ég ekki heyrt um áður. :)
Það má leggja þetta við listann.

Hefur þú annars reynt að nota search shortcut? Það er góð aðferð til að leita fljótt með mismunandi leitarvélum.

Höfundur
JónSvT
Fiktari
Póstar: 99
Skráði sig: Fim 02. Jún 2016 20:15
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Póstur af JónSvT »

Morphy skrifaði:Það er hægt að takmarka leit við ákveðin lönd, en mig hefur lengi langað til að hafa þetta sveigjanlegra. T.d. leita í Evrópu, því Bandaríkin tröllríða stundum öllum leitarniðurstöðum ef maður undanskilur þau ekki. Það getur verið hvimleitt ef þú ert t.d. að leita að evrópskum seljendum.

Svo ég haldi áfram með Evrópu sem dæmi, þá er hún víðfeðm og margbreytileg. Ég hef því ekki endilega jafn mikinn áhuga á öllum löndum þar og vildi því geta undanskilið sum þeirra. Væri ekki hægt að flokka löndin í "Regions" listanum niður í heimsálfur og leyfa þar að velja t.d. eina heimsálfu og svo undanskilja ákveðin lönd innan hennar? Það væri strax gagnlegt ef hægt væri að velja heimsálfur. Er áhugi fyrir þessu hjá Vivaldi?

Sjá t.d. fasteignaleitina á mbl.is: https://www.mbl.is/fasteignir/
Þetta er ágætis hugmynd, en nokkuð fyrir utan það sem við erum að gera. Við byggjum ekki leitarvélar, eða hef ég misskilið spurninguna?
Svara