Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Allt utan efnis

Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

1.Lögin eiga að halda gildi sínu (Icesave Samþykkt)
71
29%
2.Lögin eiga að falla úr gildi (Icesave Hafnað)
127
52%
3.Skila auðu
15
6%
4.Ég hef ekki kosningarétt (Undir 18 eða annað)
31
13%
 
Total votes: 244

Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1558
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Póstur af Halli25 »

GuðjónR skrifaði:Það virðist vera hægt að koma með full af rökum með samningnum og einnig fullt af rökum á móti.
Þannig að tilfining og prinsipp fær á ráða hjá mér.
Ég ætla að segja Nei 9.apríl.
ég er ekki eins mikill gambler og þú.. ég ætla að segja Já! ;)

of mikið af efum í kringum dómstólaleiðina og my hryllir mig lögfræði og vaxtarkostnaðinu ef við töpum.. þá fyrst erum við komin í skítin auk þess að skapa okkur óvild...
Starfsmaður @ IOD
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Póstur af Gúrú »

GuðjónR skrifaði:Það virðist vera hægt að koma með full af rökum með samningnum
Hvar finn ég slík yrði? :catgotmyballs
Modus ponens
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Póstur af Gúrú »

GuðjónR skrifaði:Það virðist vera hægt að koma með full af rökum með samningnum
Hvar finn ég slík yrði? :catgotmyballs
of mikið af efum í kringum dómstólaleiðina og my hryllir mig lögfræði og vaxtarkostnaðinu ef við töpum.. þá fyrst erum við komin í skítin auk þess að skapa okkur óvild...
Hver er að segja þér að það sé svona mikið af efasemdum um útkomu dómstólaleiðarinnar?

Og mig langar að bjóða þér samning: Ég ætla að fá að fá þig til að skuldbinda mér öll launin þín að eilífu (þrátt fyrir löggjöf um að þrælahald sé bannað, you see?)
vegna þess að ég ætla hér með að hóta að kæra þig fyrir dómstólum, eitthvað sem að virðist hrylla þig svo mikið að þú vilt skuldbinda ekki bara þitt
eigið efnahagslegt frelsi (sem er þráðtengt öllu öðru frelsi) heldur líka efnhagslegu frelsi barna þinna, fjölskyldu og samlanda.

Hljómar þetta ekki bara ásættanlegt vegna þess að það sem að þú veist ekki hræðir þig?
Skapar þér einnig mikla óvild í mínum augum ef þú sættist ekki á þetta ágæta tilboð mitt.

Einu efasemdirnar eru þær hvað gerist ef að Bretland gæti sýnt fram á að gjörðir íslenska ríkisins hafi valdið sínu ríki fjárhagslegum skaða í breskum dómstól,
sem er ekki séns m.v. ávkarðanirnar sem þeir tóku 9. október 2008.
Modus ponens
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Póstur af rapport »

Icarus skrifaði: Svo ef Alþingi og ríkisstjórnin í sameiningu setja lög, sem væru svo mögulega staðfest í þjóðaratkvæðagreiðslu, finnst þér það vera ólöglegt því það var ekki tekið fyrir sá möguleiki fyrir 17 árum síðan?
Það er voðalega "hentugt" að segja þetta og gera svona í hvert skipti sem það er pólitískt óþægilegt að fara eftir þeim lögum sem gilda í landinu.

Þetta er lítilsvirðing gagnvart lögum landsins, sérstaklega þegar sitjandi stjórnveld virðast gera þetta trekk í trekk sbr. Stjórnlagaþingið og svo aftur í Icesave...

Getur þetta fólk bara ekki farið að lögum eins og öllum er skylt að gera?

Afhverju er verið að finna upp hjólið?

Þau hafa ekki hugmynd um hvort samningurinn sé eitthvað betri... Þau trúa því bara að hann sé betri... En stór hluti Íslendinga trúir líka á álfa af einhverri kurteisi við siðvenjur í landinu, þó þeir bindi engar vonir við að sjá einn einhvern daginn.
Skjámynd

Plushy
Vaktari
Póstar: 2259
Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
Staðsetning: Grafarvogur
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Póstur af Plushy »

kýs já

Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Póstur af Icarus »

Gúrú skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Það virðist vera hægt að koma með full af rökum með samningnum
Hvar finn ég slík yrði? :catgotmyballs
of mikið af efum í kringum dómstólaleiðina og my hryllir mig lögfræði og vaxtarkostnaðinu ef við töpum.. þá fyrst erum við komin í skítin auk þess að skapa okkur óvild...
Hver er að segja þér að það sé svona mikið af efasemdum um útkomu dómstólaleiðarinnar?

Og mig langar að bjóða þér samning: Ég ætla að fá að fá þig til að skuldbinda mér öll launin þín að eilífu (þrátt fyrir löggjöf um að þrælahald sé bannað, you see?)
vegna þess að ég ætla hér með að hóta að kæra þig fyrir dómstólum, eitthvað sem að virðist hrylla þig svo mikið að þú vilt skuldbinda ekki bara þitt
eigið efnahagslegt frelsi (sem er þráðtengt öllu öðru frelsi) heldur líka efnhagslegu frelsi barna þinna, fjölskyldu og samlanda.

Hljómar þetta ekki bara ásættanlegt vegna þess að það sem að þú veist ekki hræðir þig?
Skapar þér einnig mikla óvild í mínum augum ef þú sættist ekki á þetta ágæta tilboð mitt.

Einu efasemdirnar eru þær hvað gerist ef að Bretland gæti sýnt fram á að gjörðir íslenska ríkisins hafi valdið sínu ríki fjárhagslegum skaða í breskum dómstól,
sem er ekki séns m.v. ávkarðanirnar sem þeir tóku 9. október 2008.
Elska þegar þetta er sett uppá svona dramatískan hátt, tengja börnin í þetta.

Ef við höfnum samningum, förum í mál, töpum því máli yrði tjónið fyrir öll þessi blessuðu börn og barnabörn og ófæddu börn mun meira heldur en ef við samþykkjum. Virkilega þreyttur á "ég ætla að segja nei því ég vill ekki að börnin mín þjáist". Getur alveg eins sagt "ég ætla að segja já því ég vill ekki að börnin mín þjáist", bæði álíka vitlaust.

En ef við viljum setja þetta á dramatískan hátt, ég leyfi þér að nota íbúðina enda lofarðu mér að þú hefur sett á fót bankareikning og getir þar afleiðandi greitt fyrir viðgerðir ef eitthvað skyldi skemmast (óhöpp geta nú gerst). Nú flyturðu út og íbúðin er ÓNÝT, reikningur uppá margar milljónir. Ég bíð þér að morga mér 3 milljónir, ef þú hafnar fer ég í mál og fer fram á viðgerðarkostnað + skaðabætur. Kannski 20 milljónir.

Mér finnst alveg ásættanlegt að borga þá þrjár milljónir.

Nú er vafamál hvort að íslenska ríkið bar ábyrgð á þessum "bankareikningi" eða hvort færa mætti rök fyrir því að ég sem eigandi hafi skemmt ibúðina sjálfur á einhvern hátt með því að neita þeir aðgöngu rétt eftir að rörið undir eldhúsvaskinum sprakk. En það breytir því ekki að það er samt áhætta.

Hryðjuverkalögin sem Bretar settu á Landsbankann eftir að Icesave lokaði tel ég að breyti ekki miklu í lagalegum skilnangi, hræddur um að það er annað mál. Auðvitað er drullu ömurlegt að íslenska ríkið var skráð sem hryðjuverkasamtök og að Bretar skuli koma svona fram við okkur. Alveg eins og það er ömurlegt ef ég fyndi bílinn þinn og rústaði honum í hefndarskyni fyrir að þú skemmdir íbúðina mína, en það eru ótengd mál, ef þú villt að ég bæti þér bílinn, kærðu mig þá eða reyndu að semja við mig.

Enginn yfirlýsing liggur hér með að bíllinn þinn eða aðrar eignir sem þú gætir setið yfir séu í hættu.
rapport skrifaði:Þau hafa ekki hugmynd um hvort samningurinn sé eitthvað betri... Þau trúa því bara að hann sé betri... En stór hluti Íslendinga trúir líka á álfa af einhverri kurteisi við siðvenjur í landinu, þó þeir bindi engar vonir við að sjá einn einhvern daginn.
Ég vill ekki bera saman Icesave málið og Stjórnlagaþingið, munar eins og einum hæstaréttardómi þar á.

En það er rétt, þau vita það ekki með vissu, veist þú það? Ertu virkilega 110% viss að þetta fari nákvæmlega eins og þú segir? Því ef svo er þá veistu eitthvað meira en allir aðrir, í svona stórum málum er ekki hægt að vita allt, það er bara hægt að taka saman það sem liggur fyrir, fá ráðgjöf frá fólki sem þekkir mismunandi hliðar og byggja skoðun á því, hvað maður TELUR að sé best.
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Póstur af rapport »

Icarus skrifaði:Ég vill ekki bera saman Icesave málið og Stjórnlagaþingið, munar eins og einum hæstaréttardómi þar á.
En það munar líka einu ESA áliti á málunum og það liggur fyrir að hvorugt málið er í samræmi við lög og í báðum tilfellum fara stjórnvöld í einhverjar framkvæmdir til að sniðganga viðeigandi lög og reglur.

Stjórnlagaþingsmálið er í raun skárra þar sem það eru til lög sem segja að Alþingi geti skipað nefnd um endurskoðun á stjórnarskránni, það er eru engin lög sem leyfa Alþingi að sniðganga EES samninginn og regluverkið um innistæðutryggingasjóði.
Icarus skrifaði:En það er rétt, þau vita það ekki með vissu, veist þú það? Ertu virkilega 110% viss að þetta fari nákvæmlega eins og þú segir? Því ef svo er þá veistu eitthvað meira en allir aðrir, í svona stórum málum er ekki hægt að vita allt, það er bara hægt að taka saman það sem liggur fyrir, fá ráðgjöf frá fólki sem þekkir mismunandi hliðar og byggja skoðun á því, hvað maður TELUR að sé best.
Lögin liggja fyrir og þetta er ekki spurning um hvað er "best" heldur hvað er rétt/réttlátt = spurning um réttlæti.

Treystum við EES, EU eða evrópusamstarfinu yfir höfuð?

Getum við ekki farið eftir þeim reglum sem gilda um það samstarf?

Það eru engin göt sem þarf að stoppa í, bara drífa sig í sokkinn...
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Póstur af dori »

Icarus skrifaði: En ef við viljum setja þetta á dramatískan hátt, ég leyfi þér að nota íbúðina enda lofarðu mér að þú hefur sett á fót bankareikning og getir þar afleiðandi greitt fyrir viðgerðir ef eitthvað skyldi skemmast (óhöpp geta nú gerst). Nú flyturðu út og íbúðin er ÓNÝT, reikningur uppá margar milljónir. Ég bíð þér að morga mér 3 milljónir, ef þú hafnar fer ég í mál og fer fram á viðgerðarkostnað + skaðabætur. Kannski 20 milljónir.

Mér finnst alveg ásættanlegt að borga þá þrjár milljónir.

Nú er vafamál hvort að íslenska ríkið bar ábyrgð á þessum "bankareikningi" eða hvort færa mætti rök fyrir því að ég sem eigandi hafi skemmt ibúðina sjálfur á einhvern hátt með því að neita þeir aðgöngu rétt eftir að rörið undir eldhúsvaskinum sprakk. En það breytir því ekki að það er samt áhætta.
En ef, svo að við notum þetta dæmi þitt, þið skrifuðuð undir samning sem segir að á reikningnum skuli vera 10% af virði eignarinnar til að tryggja að það sé alltaf til peningur til að gera við ef eitthvað skemmist. Þessi reikningur er það eina sem leigjandinn á að gera enda mjög ólíklegt að allt skemmist í einu og það þurfi meiri pening en þetta. Leigjandinn framfylgir þessu en svo kemur jarðskjálfti og íbúðin og bíll leigjandans skemmist.
Leigjandinn ákveður að fá sér nýjann bíl og þú vilt að hann noti sína peninga (aðra en þá sem er á reikningnum sem hann setti upp og var með nógu miklum peningum inná til að uppfylla samninginn ykkar) til að bæta íbúðina. Enda er hann búinn að kaupa sér nýjan bíl til að geta haldið áfram að lifa eins og áður.

Þetta er léleg samlíking (eins og þín) en fyrir mér er þetta svolítið spurning um það. Það er samningur sem við uppfyllum sem segir til um hvað við eigum að gera. Við gerum það en svo klikkar allt og þeir vilja að við tökum það allt á okkur, að því er virðist (frá mínum bæjardyrum) án þess að geta vísað í neitt sem segir að við eigum að taka þetta á okkur (gölluð regluverk o.s.frv.).
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Póstur af Gúrú »

Icarus skrifaði:Elska þegar þetta er sett uppá svona dramatískan hátt, tengja börnin í þetta.
Var að tengja mig í þetta, vegna þess að ég er barn í skilningi allra laga og já, þetta tengist börnum.
Ef við höfnum samningum, förum í mál, töpum því máli yrði tjónið fyrir öll þessi blessuðu börn og barnabörn og ófæddu börn mun meira heldur en ef við samþykkjum.
Ef þú hafnar mínum samningi þá munt þú skulda mér mörghundruðir trilljóna króna, sérðu hvernig að upphæðin skiptir engu máli heldur
hvað er verið að kæra hvern fyrir? Vegna þess að enginn lögfræðingur telur að þér beri nokkur skylda til að greiða mér upphæðina.

Það skiptir engu máli hver upphæðin er í dómsstólum, einungis hver ákæran er og á hendur hverjum.
bæði álíka vitlaust.
Nei, bæði álíka hugsun, hvorki vitlaust né gáfulegt,
það eina sem að þú þarft að hugsa um er hve mikið af verðmætum
þú vilt fá til baka næstu árin fyrir peninginn sem þú borgar í skatt og hvað þú telur að skuli gera í þessu máli til að ná bestum árangri fyrir þig/landið. (Mjög hentugt t.d. að kjósa Já ef þú telur að þetta sé slæmt fyrir Ísland ef þú ert að flytja til Bretlands)
Leyfi þér að nota íbúðina enda lofarðu mér að þú hefur sett á fót bankareikning og getir þar afleiðandi greitt fyrir viðgerðir ef eitthvað skyldi skemmast (óhöpp geta nú gerst). Nú flyturðu út og íbúðin er ÓNÝT, reikningur uppá margar milljónir. Ég bíð þér að morga mér 3 milljónir, ef þú hafnar fer ég í mál og fer fram á viðgerðarkostnað + skaðabætur. Kannski 20 milljónir.
Já, og nú vilt þú að landið sem að ég kom frá borgi þér 20 milljónirnar ásamt vöxtum,
snilldar viðlíking fyrir þína hlið ef þú gleymir að minnast á þessa setningu sem vantar.
Hryðjuverkalögin sem Bretar settu á Landsbankann eftir að Icesave lokaði tel ég að breyti ekki miklu í lagalegum skilnangi, hræddur um að það er annað mál
Sú notkun á hryðjuverkalögunum breytir öllu í skaðabótamáli Breta á hendur Íslenska ríkisins í breskum dómstól, en það er já annað mál.
Modus ponens

Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Póstur af Icarus »

Var að tengja mig í þetta, vegna þess að ég er barn í skilningi allra laga og já, þetta tengist börnum.
Vildi ekki tengja það þannig við börn því ef ég færi að tala um að þú værir barn væri umræðan komin á eitthvað stig sem enginn vill fá hana á. Eins og ég væri að gera lítið úr þér. En að sjálfsögðu tengist þetta börnunum, en það sem ég var að segja er að fólkið sem ætlar að kjósa já er af því að það telur að það sé betra, þar á meðal fyrir börnin. Þess vegna finnst mér þessa barnapunktur svo kjánalegur.
Ef þú hafnar mínum samningi þá munt þú skulda mér mörghundruðir trilljóna króna, sérðu hvernig að upphæðin skiptir engu máli heldur
hvað er verið að kæra hvern fyrir? Vegna þess að enginn lögfræðingur telur að þér beri nokkur skylda til að greiða mér upphæðina.

Það skiptir engu máli hver upphæðin er í dómsstólum, einungis hver ákæran er og á hendur hverjum.
En það eru til lögfræðingar sem telja að við myndum tapa og okkur beri skylda til að greiða upphæðina. Ef allir væru sammála um að okkur bæri ekki skylda til að greiða og þetta væri tapað dæmi fyrir Breta væri þetta engin spurning hvað maður myndi kjósa.
Nei, bæði álíka hugsun, hvorki vitlaust né gáfulegt,
það eina sem að þú þarft að hugsa um er hve mikið af verðmætum
þú vilt fá til baka næstu árin fyrir peninginn sem þú borgar í skatt og hvað þú telur að skuli gera í þessu máli til að ná bestum árangri fyrir þig/landið. (Mjög hentugt t.d. að kjósa Já ef þú telur að þetta sé slæmt fyrir Ísland ef þú ert að flytja til Bretlands)
Aftur erum við komin að einhverju sem er svo abstract, ef svo illa færi að við myndum tapa málinu fer enn meira af skattfé heldur en annars. Þess vegna vilja sumir segja já, ekki því þeim finnst svo rosalega sanngjarnt að borga Bretum. Svo hef ég engan áhuga á því að búa í Bretlandi, kemur málinu hvorteðer ekkert við.

Af hverju heldur þú að svona margir vilja segja já? (Væri í alvöru til í svar)

biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Póstur af biturk »

ég held nú á yfirborðinu að það séu voðalega fáir sem ætli að segja já, það eru þá ekki nema samfylkingarmenn og evrópusinnar

aðrir sem hafa fullþroskaða huxun segja nei við þessu og leifa dómstólum að dæma.

það er fáránlegt að samþykja svona samning útí bláinn án þess að hafa eitthvað fyrir því að það komi til dæmis nóg úr landsbankanum.


ég sé þetta mjög einfalt

a) samþykja og fara á hausinn, láta taka sig í rassgatið og gefa enn eitt fordæmið fyrir því að stærri þjóðir geti nýðst eins og þær vilja á þeim minni, vera niðurlægð á aljþóðavettvangi og álitnir kjarklitlir ræflar

b) leifa dómstólum að dæma (íslenskum þar að auki) og vera sýknuð af öllum kröfum, sýna að við látum ekki kúga okkur og fyrst og fremst, komast uppúr kreppunni án svika, kúgunar og áróðurs



ég vona allavega að þeir segja já við samningum og ef hann verður samþykktur séu tilbúnir að útskýra fyrir börnunum sínum hversu góð hugmynd það var þegar við erum kominn í esb og alla þá drullu sem fylgir því...........já og vera farin á hausinn því landsbankinn gaf ekkert af sér og samningurinn var allt annar en okkur var sýnt................ég veit allavega að ég ætla ekki að borga það, ég hætti að vinna algerlega ef það gerist og tek eingöngu svarta vinnu að mér þangað til að já fólkið er búið að borga það sem þau komu okkur í
ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Póstur af Gúrú »

Icarus skrifaði:En það eru til lögfræðingar sem telja að við myndum tapa og okkur beri skylda til að greiða upphæðina.
Endilega linkaðu mig.
ef svo illa færi að við myndum tapa málinu fer enn meira af skattfé heldur en annars.
Þessi hugsun er svo gjörsamlega út úr kú ef að þú ert ekki að horfa á hana út frá sjónarhorninu "Hvað segir löggjöfin um það hvað kemur út úr þessu máli"

Þú myndir t.d. tapa mun, mun meiri pening á því að tapa lögsókninni minni en ef þú samþykkir varanlegan launamissi,
en hvers konar hugsunarháttur er það til að taka ákvörðun um að undirrita samninginn minn eða ekki? Mjög vitlaus hugsunarháttur.
Af hverju heldur þú að svona margir vilja segja já? (Væri í alvöru til í svar)
Svona til að byrja með þá trúi ég því ekki að svona margir vilji borga (63% eða hvaða rugl Visir.is er með)

Eina manneskjan sem að ég hef nokkurntímann hitt í lífinu og segist vilja borga er önnur amma minna*, ég tel hana vera þjáða fjárhagslegri sjálfspíningarhvöt vegna
þess að hún græddi talsvert fjármagn á því að selja skuldlausa húsnæðið sitt á toppi fasteignamarkaðsins og kaupa aftur á botninum.
Þá ertu hér með kominn með ástæðuna sem ég tel vera fyrir því að eina manneskjan sem ég þekki *sem að vill ekki fara
í ESB* en vill borga fyrir þetta.

Mér hefur aldrei dottið nein önnur ástæða í hug fyrir neinum öðrum sem að ég hef séð á internetinu að
reyna að sannfæra mig eða aðra um að þetta eigi að vera borgað af íslenska ríkinu, ég sé ekkert annað en masókisma út úr
þessum málflutningi þeirra vegna þess að þeir hafa ekki ennþá sýnt mér þessar kvittanir af fjárhagsgróða Icesave yfir í íslenska ríkið árunum sem að
IceSave var rekið í gróða, sem að myndi vissulega réttlæta það að íslenska ríkið bæri ábyrgð á rekstrinum, t.d. þeim fíflalátum að Bretland
hafi leyft IceSave að stunda þarna þessa starfsemi þrátt fyrir það að IceSave þyrfti ekki að hafa neinar innistæðuábyrgðir í
innistæðusjóð en allir aðrir bankar þurftu að gera það, brjótandi EES reglugerðina sem þeir nota svo á okkur,

+ augljósa ástæðan að sumum pólitíkusum hungrar það að fara í ESB utanríkisukk eins og Jóhannes Björn orðaði það,
og þeir virðast ekki ætla að láta neitt stoppa sig í því að sannfæra fólk sem er ófært um að taka eigin ákvarðanir
að ríkið skuldi Bretlandi IceSave innistæðurnar.
Modus ponens

Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Póstur af Icarus »

biturk skrifaði:aðrir sem hafa fullþroskaða huxun segja nei við þessu og leifa dómstólum að dæma.
Hvar er rapport? Ég sakna málefnalegrar umræðu.

Gúrú, linkar fyrir þig:
http://visir.is/domstolaleid-i-icesavem ... 1110329717
http://visir.is/hvad-felst-i-domstolale ... 1110329592
http://www.visir.is/haestarettarlogmenn ... 1110319202
http://visir.is/icesave---lagalegar-afl ... 1703179991
http://visir.is/skuldir-oreidumanna/art ... 1110329908
http://visir.is/erum-vid-osigrandi-/art ... 1110319011
http://visir.is/hvers-vegna-eg-styd-ice ... 1110319028

Ég veit vel að til eru andsvör við flestum þessum greinum og fínum mótrökum, ég hef lesið mestallt af þessu, það er óþarfi fyrir þig að setja inn linka á móti, þetta er aðeins til að sýna fram á að þetta mál er umdeilt og óvíst hvernig það fer.
gúrú skrifaði:t.d. þeim fíflalátum að Bretland
hafi leyft IceSave að stunda þarna þessa starfsemi þrátt fyrir það að IceSave þyrfti ekki að hafa neinar innistæðuábyrgðir í
innistæðusjóð en allir aðrir bankar þurftu að gera það, brjótandi EES reglugerðina sem þeir nota svo á okkur,
Það var ekki verk Breta að hafa eftirlit með Icesave heldur FME, ef þú villt kenna einhverjum um kenndu þeim um. Nú eða Seðlabankanum sem setti bindisskylduna þeirra í 0%, allt íslendingar.

Og fyrst þið hafið ekki lesið samninginn, versgú!

http://icesave3.wordpress.com/2010/12/13/hello-world/

Að sjálfsögðu er áhætta til staðar, áhætta hvað kemur mikið úr þrotabúinu, en sú áhætta hverfur ekki við að segja nei.

ps, ég er hvorki samfylkingarmaður né ESB-sinni.

biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Póstur af biturk »

Icarus skrifaði:
biturk skrifaði:aðrir sem hafa fullþroskaða huxun segja nei við þessu og leifa dómstólum að dæma.
Hvar er rapport? Ég sakna málefnalegrar umræðu.

Gúrú, linkar fyrir þig:
http://visir.is/domstolaleid-i-icesavem ... 1110329717
http://visir.is/hvad-felst-i-domstolale ... 1110329592
http://www.visir.is/haestarettarlogmenn ... 1110319202
http://visir.is/icesave---lagalegar-afl ... 1703179991
http://visir.is/skuldir-oreidumanna/art ... 1110329908
http://visir.is/erum-vid-osigrandi-/art ... 1110319011
http://visir.is/hvers-vegna-eg-styd-ice ... 1110319028

Ég veit vel að til eru andsvör við flestum þessum greinum og fínum mótrökum, ég hef lesið mestallt af þessu, það er óþarfi fyrir þig að setja inn linka á móti, þetta er aðeins til að sýna fram á að þetta mál er umdeilt og óvíst hvernig það fer.
gúrú skrifaði:t.d. þeim fíflalátum að Bretland
hafi leyft IceSave að stunda þarna þessa starfsemi þrátt fyrir það að IceSave þyrfti ekki að hafa neinar innistæðuábyrgðir í
innistæðusjóð en allir aðrir bankar þurftu að gera það, brjótandi EES reglugerðina sem þeir nota svo á okkur,
Það var ekki verk Breta að hafa eftirlit með Icesave heldur FME, ef þú villt kenna einhverjum um kenndu þeim um. Nú eða Seðlabankanum sem setti bindisskylduna þeirra í 0%, allt íslendingar.

Og fyrst þið hafið ekki lesið samninginn, versgú!

http://icesave3.wordpress.com/2010/12/13/hello-world/

Að sjálfsögðu er áhætta til staðar, áhætta hvað kemur mikið úr þrotabúinu, en sú áhætta hverfur ekki við að segja nei.

ps, ég er hvorki samfylkingarmaður né ESB-sinni.

málefnalega umræðan fór þegar menn spáðu í einhverju öðru en dómstóla leið.

þú gerir þér grein fyrir því að allar þessar greina linka á menn sem fá líklegast borgað fyrir að segja þetta #-o

jú, sú áhætta hverfur algerlega því líkurnar á að ísl dómstólar dæmi okkur ekki í hag eru hverfandi og alveg hreint stórkostlega litlar, þetta mál er ekkert umdeilt nema fyrir þá staðreind hvernig það er meðhöndlað, þegar hinn samningurinn var felldur átti að fara dómstólaleið og hætta þessari helv peningeyðslu í gagnslausa samningargerð til að sleikja upp þessar skítaþjóðir
ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!

Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Póstur af Icarus »

biturk skrifaði:málefnalega umræðan fór þegar menn spáðu í einhverju öðru en dómstóla leið.

þú gerir þér grein fyrir því að allar þessar greina linka á menn sem fá líklegast borgað fyrir að segja þetta #-o

jú, sú áhætta hverfur algerlega því líkurnar á að ísl dómstólar dæmi okkur ekki í hag eru hverfandi og alveg hreint stórkostlega litlar, þetta mál er ekkert umdeilt nema fyrir þá staðreind hvernig það er meðhöndlað, þegar hinn samningurinn var felldur átti að fara dómstólaleið og hætta þessari helv peningeyðslu í gagnslausa samningargerð til að sleikja upp þessar skítaþjóðir
Svo þegar fólk er ósammála þér þá er það hætt að vera málefnalegt? Það er áhugavert sjónarmið.

Fá allir sem skrifa með Icesave borgað? Af hverjum? Ég veit ekki alveg hvernig ég á að svara þessu...

Þú villt halda því fram að áhættan hverfi, ég er ósammála. Þú hefur þínar skoðanir, sem eru greinilega mjög sterkar og þú hefur fullan rétt á því, markmið mitt hérna er ekki að reyna að fá ykkur til að skipta um skoðun enda held ég að það sé ansi langsótt.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Póstur af GuðjónR »

faraldur skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Það virðist vera hægt að koma með full af rökum með samningnum og einnig fullt af rökum á móti.
Þannig að tilfining og prinsipp fær á ráða hjá mér.
Ég ætla að segja Nei 9.apríl.
ég er ekki eins mikill gambler og þú.. ég ætla að segja Já! ;)

of mikið af efum í kringum dómstólaleiðina og my hryllir mig lögfræði og vaxtarkostnaðinu ef við töpum.. þá fyrst erum við komin í skítin auk þess að skapa okkur óvild...
Ég er einmitt ekki gamlber, þess vegna segi ég nei :money
Ætla ekki að skrifa upp á 35 ára óútfyllt skuldabréf sem börnin mín þurfa að borga.
Reyndar er option #3, gera sama og þeir sem hafa eitthvað vit, flýja skerið.
Gúrú skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Það virðist vera hægt að koma með full af rökum með samningnum
Hvar finn ég slík yrði? :catgotmyballs
Ég sagði að það væri fullt af rökum með/móti, sagði aldrei að mér fyndist þau sannfærandi :svekktur
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Póstur af Gúrú »

Icarus skrifaði:Ég veit vel að til eru andsvör við flestum þessum greinum og fínum mótrökum, ég hef lesið mestallt af þessu, það er óþarfi fyrir þig að setja inn linka á móti, þetta er aðeins til að sýna fram á að þetta mál er umdeilt og óvíst hvernig það fer.
Til hvers ertu þá að setja þetta inn?

Allir linkarnir þínir innihalda málflutning sem að hefur verið hrakinn svo gríðarlega vel á bak og burt að ég trúi því varla ennþá að þessir lögmenn átta
hafi þorað að setja nafn sitt við einn slíkan í viðbót,
ein af vönduðustu úttektunum á þessu máli(lögfræðilega) hafði í rauninni nú þegar svarað 95% af punktunum sem að þeir komu með sem 'afgerandi augljóslega þruglumbull' í janúar, því á undan
hafði íslenskur hrl. gert það mjög ítarlega um það leyti sem álit ESA kom út,
og ekkert virðist koma nýtt frá neinum af þeim lögfræðingum
(mig langar meðan ég man ekki einu sinni að lesa grein frá Ingvari Gísla um lögfræði í hápólitísku máli, hversu hlutlaus heldurðu að hann gæti líkamlega verið? Gjörsamlega ekki neitt hlutlaus)
sem tjá sig um málið frá sjónarhorninu "Íslendingum ber að greiða Bretlandi og Hollandi þessar innistæður".
Það var ekki verk Breta að hafa eftirlit með Icesave heldur FME,
Vér biðjum um já/nei svar:
Veitti FME Icesave rekstrarleyfi í Bretlandi?
Modus ponens

Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Póstur af Icarus »

Gúrú skrifaði:Til hvers ertu þá að setja þetta inn?
Því þú baðst um það.
Gúrú skrifaði:Endilega linkaðu mig.
Þú ert á þeirri skoðun að þessi málflutningur standist ekki, en þetta var ekki sett inn til að rökræða um það, bara til að benda á að málið væri umdeilt, og að sumir telja að það sé best að semja.
Gúrú skrifaði:Vér biðjum um já/nei svar:
Veitti FME Icesave rekstrarleyfi í Bretlandi?
Nei, en heimildin lá hjá þeim, ekki FSCS. Eitthvað held ég að hefði verið sagt hefðu Bretar lokað á Landsbankann án þess að hafa heimild fyrir því þegar flestir trúðu því að íslendingar væru nú bara að sigra heiminn, enda svo mikið víkingaeðli í þeim.
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Póstur af rapport »

Ég sofnaði kl. 17 c.a. :nerd_been_up_allnight

Ég verð að játa að ég hef ekki lesið allt sem er búið að koma inn á þráðinn en þar virðist sem fólk sé tilbúið að hengja sig í smáatriði sem vafamál eru um.

Þá hugsun skil ég mjög vel. ég hef hugsað málið þannig líka... svo þegar maður áttaði sig á því að það eru ótal atriði, lög og reglur sem eru vafamál og geta hrist upp í öllu Icesave málinu, þá fer manni að finnast dómstólaleiðin ekki bara sniðug lausn heldur algjört MÖST.

Afhverju?


Því að ef hún er ekki farin þá munum við aldrei fá nein svör.

Ég vil t.d. geta tekið rökvísa ákvörðun um EU og þátttöku Íslands í evrópusamstarfinu. Til þess finnst mér tilvalið að sjá hvernig EU/EES höndlar þetta mál.

Mun EU bera virðingu fyrir réttlátri málsmeðferð eða verða "OJ Simpson" réttarhöld?

Hvernig verða lög og reglur túlkaðar, á samkvæman hátt eða út frá hagsmunum þeirra sem þegar eru í EU?

Mér finnst það líka grundvallaratriði að EU noti samræmt regluverk til að leysa ágreining milli samningsaðila en ekki "minn pabbi er sterkari en pabbi þinn" aðferðafræðina og "hnykkl í vöðva terrorize-eringu"...


Ég skil svo ekki afhverju Bretar og Hollendingar hreinlega vilja ekki að þessi leið sé farin, afhverju vilja þau ekki fara eftir formlegum leiðum sem samkomulag hefur náðst um að séu vettvangur fyrir svona deilur...

Það hræðir mig sem þegn í landi sem virðist ætla í EU innan skamms, þessi lítilsvirðing þessara stóru landa í garð alþjóðlegra samninga.
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Póstur af rapport »

p.s.

Eru ekki allir búnir að lesa samninginn?

http://icesave3.wordpress.com/" onclick="window.open(this.href);return false;

biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Póstur af biturk »

ætlaði að minna fólk á að kjósa rétt og segja nei því annað er landráð!
ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!

Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Póstur af Icarus »

biturk skrifaði:ætlaði að minna fólk á að kjósa rétt og segja nei því annað er landráð!
ég elska stór orð...
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Póstur af GuðjónR »

Hættið að spá í þetta og segið Nei.

biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Póstur af biturk »

Icarus skrifaði:
biturk skrifaði:ætlaði að minna fólk á að kjósa rétt og segja nei því annað er landráð!
ég elska stór orð...
tökum dæmi

ef núna væri þjóðaratkvæðagreiðsla um opin aðgang að afturendanum á þér..........þætti þér ekki landráð ef menn myndu fara að segja já við því?
ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Póstur af rapport »

Málstaður NEI fólksins.

- Við vitum og skiljum áhættuna við að segja NEI, að upphæð krafna UK og Hollands gætu orðið hærri. Við gerum þó greinamun á skuld með ríkisábyrgð sem ríkið þarf að standa straum af og skuld innistæðutryggingasjóðsins sem fær tekjur sínar frá fjármálafyrirtækjunum og/eða getur fengið lán hjá ríkinu eða þriðja aðila.

= Við viljum ekki samþykkja ríkisábyrgð og teljum það slæmt fordæmi að setja fyrir framtíðina að ríkið ábyrgist skuldir sem einkafyrirtæki stofnar til á fjármálamarkaði. Hvernig munu þessi fyrirtæki fara að haga sér í framtíðinni, þegar þau eru komin með þessa ábyrgð frá ríkinu? Munu önnur fyrirtæki geta krafist ríkisábyrgðar á sömu forsendum, t.d. fjarskiptafyrirtæki?

- Við setjum spurningamerki við að samningurinn o.þ.l. ríkisábyrgðin hljóði upp á meira en það sem tryggingasjóðurinn lofaði. 20.000 evrum og svo má spurja afhverju krafan er ekki gerð í íslenskum krónum m.v. gengi október 2008, þegar til kröfunar var stofnað í íslenskum krónum.

- Okkur finnst hreinlega rangt þegar sagt er að það hafi alltaf verið ríkisábyrgð á innistæðum skv. EES. Ef svo er, afhverju var þá verið að stofna innistæðutryggingasjóð sem sérstaka og sjálfstæða stofnun?

- Ef EES hefur alltaf kveðið á um ríkisábrygð, afhverju voru eignir bankana og ríkisins frystar í UK og afhverju væri þeim þá ekki sama um fjármagnsflutninga til Íslands ef Ísland átti alltaf að borga?

- Erlendis fá bankar ríkisábyrgð til að ekki sé gert áhlaup á þá, svo þeir hrynji ekki. Fallnir bankar fá ekki ríkisábyrgð... nema hugsanlega mögulega á Íslandi, þar fá gjaldþrota bankar ríkið sem ábyrgðarmann.

- Neijurum þykir einnig slæmt að samninginn skuli túlka skv. breskum lögum og að ágreining vegn ahans skuli sækja fyrir breskum dómstólum. Í dag skal sækja öll Icesave mál hér á Íslandi.

- Við "Neijarar" treystum EES og evrópusamstarfinu til að leysa þennan ágreining á hagstæðari hátt, hvort sem er með enn öðrum samningi eða fyrir dómstólum.

- Neijarar vilja að litið sé á málið í stærra samhengi og helst hlutfallslegu samhengi mili landanna. Aðgerðir íslenskra stjórnvalda miðuðu að því að bjarga 95% af fjármálakerfinu hérna en aðgerðir Breta og Holelndinga miða að því að bjarga <0,5% af heildarinnistæðum.

Hjá þeim varð ekkert kerfishrun.

Það má líkja viðbrögðum þeirra við að keyra framhjá umferðarslysi.

Í raun þá stoppuðu þeir samt og grýttu okkur með hryðjuverkalögunum og dældu bensíni af bílhræjinu okkar, keyrðu svo burt og komu svo aftur 10 mánuðum seinna og vilja rukka okkur fyrir "neyðaraðstoð".


En það væri gott ef JÁ -sinnar mundu útskýra hvaða lagaheimild EFTA dómstóllinn hefur til að dæma í málum á Íslandi, lagaheimild í samræmi við íslensku stjórnarskránna 59.grein.

Þeir gæfu sér kannski smá tíma og útskýrðu hvernig Icesave væri áábyrgð ríkisins ef enginn samningur er gerður.

KJÓSUM >>> xNEI
Svara