Markaður fyrir tölvuíhluti á Íslandi er bara það lítill að það borgar sig ekkert fyrir þessa stóru playera (býst við því að þú sért að tala um erlendar verslanir) að starta einhvern business hérna (nema auðvitað að hafa bara áfram sínar netverslanir og senda hingað, en þá er það ennþá frekar mikið vesen).kristjanm skrifaði:Ahm held að það sé ekkert mál að fullyrða að það er mikil álagning á tölvubúnað hérlendis.
En annars er ég alls ekki að kvarta undan því. Þessar tölvuverslanir virkilega þurfa að leggja svona mikið á vörurnar til að komast af.
Hefur einhver hugsað út í hvað verslanir eins og tölvuvirkni, start og task eru í rauninni litlar?
Við þurfum bara að fá einhverja stærri playera hérna á markaðinn til þess að fá hlutina á lægra verði.
Íslenskar tölvubúðir í dag þurfa einfaldlega að leggja mikið á vörurnar sínar til að komast af því það er ekki verslað það mikið af tölvuhlutum til að þeir geti haldið verðinu lágu.
EDIT: Gleymdi að lesa bls. 2

Sé það núna að þú varst ekkert frekar að tala um erlendar búðir og þá spyr ég, hvaða stóru playera ert þú að tala um?
Eins og gnarr benti réttilega á þýðir ekkert ef ein búð yrði sú stærsta á klakanum og tæki í rauninni yfir markaðinn því þá myndi verðið að sjálfsögðu hækka aftur.