Skjákort


Birkir
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fim 13. Nóv 2003 15:57
Staðsetning: Utan þjónustusvæðis
Staða: Ótengdur

Póstur af Birkir »

kristjanm skrifaði:Ahm held að það sé ekkert mál að fullyrða að það er mikil álagning á tölvubúnað hérlendis.

En annars er ég alls ekki að kvarta undan því. Þessar tölvuverslanir virkilega þurfa að leggja svona mikið á vörurnar til að komast af.

Hefur einhver hugsað út í hvað verslanir eins og tölvuvirkni, start og task eru í rauninni litlar?

Við þurfum bara að fá einhverja stærri playera hérna á markaðinn til þess að fá hlutina á lægra verði.
Markaður fyrir tölvuíhluti á Íslandi er bara það lítill að það borgar sig ekkert fyrir þessa stóru playera (býst við því að þú sért að tala um erlendar verslanir) að starta einhvern business hérna (nema auðvitað að hafa bara áfram sínar netverslanir og senda hingað, en þá er það ennþá frekar mikið vesen).

Íslenskar tölvubúðir í dag þurfa einfaldlega að leggja mikið á vörurnar sínar til að komast af því það er ekki verslað það mikið af tölvuhlutum til að þeir geti haldið verðinu lágu.

EDIT: Gleymdi að lesa bls. 2 :oops:
Sé það núna að þú varst ekkert frekar að tala um erlendar búðir og þá spyr ég, hvaða stóru playera ert þú að tala um?

Eins og gnarr benti réttilega á þýðir ekkert ef ein búð yrði sú stærsta á klakanum og tæki í rauninni yfir markaðinn því þá myndi verðið að sjálfsögðu hækka aftur.
Skjámynd

Stutturdreki
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1629
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Staða: Ótengdur

Póstur af Stutturdreki »

kristjanm skrifaði:Já það gæti farið þannig.

En það væri mikið betra fyrir okkur að hafa fáar stórar búðir í samkeppni en 20 litlar bara á höfuðborgarsvæðinu.
Það er mín reynsla að eftir því sem búðirnar eru stærri því minna veit starfsfólkið um vörurnar sem það er að selja.

Hvort myndirðu fara í BT eða einhverja af 'minni' búðunum ef þú hefðir einhverjar spurningar um íhluti sem þú værir að spá í?
Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Póstur af MezzUp »

Stutturdreki skrifaði:Það er mín reynsla að eftir því sem búðirnar eru stærri því minna veit starfsfólkið um vörurnar sem það er að selja.
Já, get vel trúað því. Er það þá líklega ekki afþví að stærri búðirnar eru með fleiri vörur?
Skjámynd

Stutturdreki
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1629
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Staða: Ótengdur

Póstur af Stutturdreki »

Það er reyndar líka yfirleitt reynsla mín af stærri búðum, að til þess að spara, þær þurfa jú að skila hagnaði þótt þær séu með lægri álagningu, þá er oft byrjað á því að slakað á í launum. Sem leiðir svo til þess að það er óánægt starfsfólk sem hefur ekki metnað til að vinna vinnuna sína, sem leiðir til meiri starfsmannaveltu og fólk sem er hæft í starfið fæst ekki til að vinna þar.

kristjanm
1+1=10
Póstar: 1196
Skráði sig: Sun 20. Jún 2004 23:07
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af kristjanm »

Ég er ekki að tala um neina sérstaka stóra playera, þar sem að þeir virðast ekki vera til hérna á íslandi fyrir staka tölvuhluti.

kristjanm
1+1=10
Póstar: 1196
Skráði sig: Sun 20. Jún 2004 23:07
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af kristjanm »

Stutturdreki skrifaði:Það er reyndar líka yfirleitt reynsla mín af stærri búðum, að til þess að spara, þær þurfa jú að skila hagnaði þótt þær séu með lægri álagningu, þá er oft byrjað á því að slakað á í launum. Sem leiðir svo til þess að það er óánægt starfsfólk sem hefur ekki metnað til að vinna vinnuna sína, sem leiðir til meiri starfsmannaveltu og fólk sem er hæft í starfið fæst ekki til að vinna þar.
+

Þetta er stór fullyrðing.

Af hverju fæ ég þá alltaf góða þjónustu í bónus?
Skjámynd

Stutturdreki
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1629
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Staða: Ótengdur

Póstur af Stutturdreki »

kristjanm skrifaði:
Stutturdreki skrifaði:Það er reyndar líka yfirleitt reynsla mín af stærri búðum, að til þess að spara, þær þurfa jú að skila hagnaði þótt þær séu með lægri álagningu, þá er oft byrjað á því að slakað á í launum. Sem leiðir svo til þess að það er óánægt starfsfólk sem hefur ekki metnað til að vinna vinnuna sína, sem leiðir til meiri starfsmannaveltu og fólk sem er hæft í starfið fæst ekki til að vinna þar.
+

Þetta er stór fullyrðing.

Af hverju fæ ég þá alltaf góða þjónustu í bónus?
Heh, hvaða þjónustu í Bónus ertu að tala um.. taka við peningunum þínum á kassanum? Hélt að það væri yfirlýst stefna Bónus að veita algera lágmarks þjónustu..

kristjanm
1+1=10
Póstar: 1196
Skráði sig: Sun 20. Jún 2004 23:07
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af kristjanm »

Ég sé alltaf starfsfólk labbandi um gangana sem er mjög viljugt til að aðstoða mann.

Ég sé nákvæmlega sömu þjónustu í Bónus og öðrum matvöruverslunum, jafnvel að hún sé betri í Bónus í mörgum tilvikum.
Skjámynd

Hörde
Ofur-Nörd
Póstar: 242
Skráði sig: Mið 12. Feb 2003 15:31
Staða: Ótengdur

Póstur af Hörde »

wICE_man skrifaði:snip
Ég hef svo sem aldrei haft neitt út á Start og Tölvuvirkni að setja, enda hafa þeir alltaf verið sanngjarnir í verðlagningu. En "sanngjarnt" þýðir ekki að það sé "ódýrt".

Alla vega, þá var mínum orðum ekki beint gegn þeim, heldur hinum búðunum. Gallinn er sá að Start og Tölvuvirkni eru undantekningar þegar kemur að verðlagningu, þegar sú verðlagning sem þeir leggja á ætti að vera "standard" verðlagning. Það eru hinar búðirnar (þar með taldar "þær stóru"), sem halda verðinu uppi. Og það er vandamálið, því það voru þær sem hækkuðu verðin þegar dollarinn reis, án þess að lækka það aftur þegar hann féll.

Þetta er nákvæmlega sama dæmið og með bíóin: Þeir hækkuðu verðin þegar dollarinn reis (og gáfu það meira að segja sem ástæðu), án þess að lækka þau aftur þegar hann féll.

kristjanm
1+1=10
Póstar: 1196
Skráði sig: Sun 20. Jún 2004 23:07
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af kristjanm »

Íslenskir viðskiptajörfar eru ræningjar.

En það er samt góð þjónusta í Bónus :D

andrig
Ofur-Nörd
Póstar: 234
Skráði sig: Mið 14. Júl 2004 21:33
Staðsetning: Ártún
Staða: Ótengdur

Póstur af andrig »

samkeppni er bara af hinu góða..
minin á verðstríð bónus og annara verslana.. frí mjólk :wink:

wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af wICE_man »

Ég veit ekki betur en að Tölvulistinn sé stærsta tölvuverslunin og í samvinnu við Att ættu þeir að vera ódýrastir en öldin er önnur ekki satt.

En kannski er það bara lögmálið: "mikill vill meira" :roll:
Svara