Saur og jarðvegs gerlamengun

Allt utan efnis
Skjámynd

Nariur
Bara að hanga
Póstar: 1574
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Staða: Ótengdur

Re: Saur og jarðvegs gerlamengun

Póstur af Nariur »

GuðjónR skrifaði: En spáðu í eitt samt, ef það er tekið sýni í tilraunaglas, eitt pínulítið tilraunaglas sem er kannski 100ml úr kannski milljón lítra tanki og það finnst einn gerill, hvað heldurðu þá að það séu margir gerlar í öllum tankinum? Heldurðu að þetta sé þá eini gerillinn og bara fyrir tilviljun rataði hann í sýnaglasið? :megasmile
Vonandi geymirðu tannburstann í lokuðum skáp langt frá klósettinu.
Þetta er hverfandi magn. Fólk með heilbrigt ónæmiskerfi þarf ekki einu sinni að íhuga að hafa áhyggjur... sérstaklega af því að þeirri holu var lokað strax.
AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED
Skjámynd

hfwf
Of mikill frítími
Póstar: 1946
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Staða: Ótengdur

Re: Saur og jarðvegs gerlamengun

Póstur af hfwf »

Elska þessa paranóíju sem viðgengst alltaf hérna inni :)
Síminn þinn, hendurnar þínar, klósettið þitt sem þú sest jafnvel á daglega með dingalingið þitt nokkra mm/cm frá póstulíninu innihalda fleiri( saur)gerla en það sem fannst í neysluvatn okkar :)
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Saur og jarðvegs gerlamengun

Póstur af GuðjónR »

Fyrst við erum að tala um paranoju og sóðaskap er þá ekki spurning um þriðjudagstilboð í dag?
http://www.dv.is/frettir/2018/1/16/mynd ... vid-haefi/
Skjámynd

einarhr
Of mikill frítími
Póstar: 1819
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Saur og jarðvegs gerlamengun

Póstur af einarhr »

GuðjónR skrifaði:Fyrst við erum að tala um paranoju og sóðaskap er þá ekki spurning um þriðjudagstilboð í dag?
http://www.dv.is/frettir/2018/1/16/mynd ... vid-haefi/

hahahah svo eru þessir sömu drengir að rífa kjaft í commentakerfinu á DV
| Ryzen 7 1800X 16GB Gainward GeForce RTX 3060 Pegasus 12GB| Plex i5 6600K 16GB | Mi Poco X3 | Mi Box S |
Skjámynd

hfwf
Of mikill frítími
Póstar: 1946
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Staða: Ótengdur

Re: Saur og jarðvegs gerlamengun

Póstur af hfwf »

GuðjónR skrifaði:Fyrst við erum að tala um paranoju og sóðaskap er þá ekki spurning um þriðjudagstilboð í dag?
http://www.dv.is/frettir/2018/1/16/mynd ... vid-haefi/
á Matartips var hent fram eftir að þetta kom fram í morgun/dag að FoodCo ætti Dominos ( sem það á ekki ) og viðkomandi skildi af hverju pizzurnar voru orðnar vondar allt í einu :D
Góð byrjun á ári.
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Saur og jarðvegs gerlamengun

Póstur af GuðjónR »

Vaski skrifaði:Ef ég skil þetta rétt, finnast e.coli gerlar í vatnsbóli, því bóli er lokað og opnað á annað ból sem er venjulega ekki notað á þessu árstíma vegna hættu á jarðgerlamengum (vegna hláku), sem einmitt getist á þessu tímabili. Viðvörun send út þar sem ekki er búið að mæla jarðvegsgerlana, en allar líkur á því að þeir séu ekki hættulegir (sem kemur svo í ljós). Varavatnsbólið virkaði, svona innan marka allavegna.
Ég vissi ekki að önnur hola hefði mælst með e.coli, hvað gerðist þar? Þetta er grunnvatn á tugum ef ekki hundurðum metra dýpi, skeit einhver ofan í holuna? Héldu túristarnir að holan væri ferðasalerni? ](*,)
Skjámynd

Nariur
Bara að hanga
Póstar: 1574
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Staða: Ótengdur

Re: Saur og jarðvegs gerlamengun

Póstur af Nariur »

Það fannst bara E.coli í einni holu. Það var bara meira magn en venjulega af gerlum sem eru alltaf til staðar (ekki E.coli) í holunni sem var tekin í notkunn í staðinn.
AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED
Skjámynd

Revenant
vélbúnaðarpervert
Póstar: 992
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Staða: Ótengdur

Re: Saur og jarðvegs gerlamengun

Póstur af Revenant »

Lausnin er einföld við þetta "vandamál". Hækka mörkin í það sem tíðkast erlendis.
i7-2600K 3.4GHz @ 4.7GHz (103 MHz x 46) 1.416 V | ASUS P8P67 Pro | ASUS GeForce GTX1070 | Mushkin Blackline 8 GB CL9 1600MHz | Antec TruePower 750W | HAF X
Skjámynd

Minuz1
1+1=10
Póstar: 1162
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Saur og jarðvegs gerlamengun

Póstur af Minuz1 »

Revenant skrifaði:Lausnin er einföld við þetta "vandamál". Hækka mörkin í það sem tíðkast erlendis.
Gætum líka endurskilgreint vatn sem fæðubótaefni eða dýrafóður.
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Saur og jarðvegs gerlamengun

Póstur af urban »

Revenant skrifaði:Lausnin er einföld við þetta "vandamál". Hækka mörkin í það sem tíðkast erlendis.
þetta er samt skelfileg lausn við vandamáli sem er ekki til staðar.
Það var nefnilega ekkert vandamál, kerfið virkaði, svo voru það bara manneskjur sem að klúðruðu pr málum.

Ég er rosalega ángæður að limitð á leyfilegum fjölda E.Coli sé 0
Við eigum ekki að slaka á þeim kröfum, alls ekki, við eigum nefnilega akkurat að leyfa kerfinu að virka, það voru teknar prufur, fannst e.coli, holunum lokarð.

Við höfum verið stolt að því að eiga besta vatn í heiminum og við eigum að halda áfram að gera það, einmitt með því að vera með nógu strangar reglur mengun.
Vaski skrifaði:En það sem mér þykir merkilegast við þetta allt saman, en að það er augljóst að drykkarfyrirtækin mæla ekki vatnið hjá sér, annars hefðu þau ekki hætt framleiðslu. Þannig að þau taka bara mikilvægasta efnið sem þau eru að nota og vonast til þess að það sé í lagi án þess að fylgjast með því sjálf, er það boðlegt?
Nú þekki ég ekki aðstæður þar innan dyra og veit ekki hvort að þú gerir það.

En ef eitthvað er, þá finnst mér þetta benda til þess að þeir séu einmitt með eftirlit með því.
Vegna þess að ekki gleyma því að það fannst einn e.coli gerill í einni prufu, magnið er alveg fáránlega lítið, yfir mörkum og mælanlegt en eins lítið yfir mörkum og mælanlegt er.

Mér finnst þetta einmitt benda til þess að þeir mæli hjá sér vatnið og þar finnist ekkert og því ofureðlilegt að halda áfram, mér finnst einmitt mjög líklegt að það sé mjög reglulegt eftirlit þar.

Ég tel semsagt engar líkur á því að ölgerðin sé að tappa þessu vatni á Kristal flöskur þegar að það er búið að gefa út þessar tilkynningar.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Vaski
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 396
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 15:11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Saur og jarðvegs gerlamengun

Póstur af Vaski »

urban skrifaði:Mér finnst þetta einmitt benda til þess að þeir mæli hjá sér vatnið og þar finnist ekkert og því ofureðlilegt að halda áfram, mér finnst einmitt mjög líklegt að það sé mjög reglulegt eftirlit þar.
Ég þekki ekkert til þarna, en ef fyrirtækin hefðu verið að mæla vatnið, og ekki fundið neitt, af hverju hættu þau þá framleiðslu?
Ég er sammála þér að mér hefði fundist líklegt að það sé reglulegt eftirlit hjá þeim, jafnvel einhverjar hreinsanir á vatninu (geislun t.d.), en finnst ekkert benda til þess í fréttatilkynningunum frá þeim.
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Saur og jarðvegs gerlamengun

Póstur af urban »

Vaski skrifaði:
urban skrifaði:Mér finnst þetta einmitt benda til þess að þeir mæli hjá sér vatnið og þar finnist ekkert og því ofureðlilegt að halda áfram, mér finnst einmitt mjög líklegt að það sé mjög reglulegt eftirlit þar.
Ég þekki ekkert til þarna, en ef fyrirtækin hefðu verið að mæla vatnið, og ekki fundið neitt, af hverju hættu þau þá framleiðslu?
Ég er sammála þér að mér hefði fundist líklegt að það sé reglulegt eftirlit hjá þeim, jafnvel einhverjar hreinsanir á vatninu (geislun t.d.), en finnst ekkert benda til þess í fréttatilkynningunum frá þeim.
Sá ekkert frá ölgerðinni, en sá þetta frá vífilfell.

http://www.ccep.is/frettir/stakt-blogg/ ... Reykjavik/


Sé ekki betur einmitt að þetta sé allt í besta lagi hjá þeim :)
Síðan er allt annað mál hvort að fólk treysti stöðlunum eða ekki.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Saur og jarðvegs gerlamengun

Póstur af GuðjónR »

hfwf skrifaði:á Matartips var hent fram eftir að þetta kom fram í morgun/dag að FoodCo ætti Dominos ( sem það á ekki ) og viðkomandi skildi af hverju pizzurnar voru orðnar vondar allt í einu :D
Góð byrjun á ári.
Foodco setur staðina sem það kaupir ekki á hærri stall svo vægt sé til orða tekið. Ekki skrítið að fólk setji samasemmerki á milli versnandi gæða og metnaðarleysis annarsvegar og foodco hinsvegar, samanber American Style og Elsdmiðjan, hvort tveggja voru frábærir staðir áður en foodco eyðilagði þá.

Gislinn
FanBoy
Póstar: 763
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Staða: Ótengdur

Re: Saur og jarðvegs gerlamengun

Póstur af Gislinn »

GuðjónR skrifaði:Ég vissi ekki að önnur hola hefði mælst með e.coli, hvað gerðist þar? Þetta er grunnvatn á tugum ef ekki hundurðum metra dýpi, skeit einhver ofan í holuna? Héldu túristarnir að holan væri ferðasalerni? ](*,)
Yfirborðsvatn getur lekið meðfram fóðringum á svona holum, sérstaklega ef þær eru grunnar. Holurnar eru yfibyggðar en svæðið umhverfis þær getur verið sprungið og þannig kemst vatn mögulega að holunum. Holurnar í Gvendarbrunnum eru frekar grunnar og þess vegna eru þær ekki notaðar þegar hláka er möguleg, nema í neyð, sem var tilfellið núna vegna saurgerla í annari holu. Saurgerlamengun getur komið vegna dýraskíts, ef dýr skítur á brunnsvæði í hláku þá getur yfirborðsvatn sem er mengað af saurgerlum skilað sér í holuna ef holan er grunn.

Það er langtíma stefna sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu að vera með ómeðhöndlað vatn, enda engin ástæða til að meðhöndla þetta vatn þar sem það er yfir 99.99% tímans fullkomlega öruggt og gott. Það væri skelfilegt að mínu mati ef Veitur myndu taka upp á að geisla vatnið í kjölfar þessa atburðar.
common sense is not so common.
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Saur og jarðvegs gerlamengun

Póstur af GuðjónR »

Gislinn skrifaði:Það væri skelfilegt að mínu mati ef Veitur myndu taka upp á að geisla vatnið í kjölfar þessa atburðar.
Af hverju er skelfilegt að nota útfjólublátt ljós á vatnið?

Skari
spjallið.is
Póstar: 463
Skráði sig: Fim 31. Mar 2005 11:35
Staða: Ótengdur

Re: Saur og jarðvegs gerlamengun

Póstur af Skari »


Gislinn
FanBoy
Póstar: 763
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Staða: Ótengdur

Re: Saur og jarðvegs gerlamengun

Póstur af Gislinn »

GuðjónR skrifaði:
Gislinn skrifaði:Það væri skelfilegt að mínu mati ef Veitur myndu taka upp á að geisla vatnið í kjölfar þessa atburðar.
Af hverju er skelfilegt að nota útfjólublátt ljós á vatnið?
Það er ekki skelfilegt að geisla vatnið, það sem er skelfilegt er ef farið yrði að vinna vatnið, sem ekki hefur verið gert hingað til. Það væri basically verið að samþykkja það að vatnið sé ekki í sama gæðaflokk og áður, sem er slæmt að mínu mati.

Vatnsvernd og vatnsgæðakröfur á Íslandi eru og hafa verið mun meiri en erlendis, vatnið á höfuðborgarsvæðinu hefur staðist þær kröfur, engin ástæða til að fara að krukka eitthvað í vatninu útaf algjöru jaðaratviki sem þessu. Það væri annað mál ef gerlar væru að finnast í vatninu endurtekið (eins og er á nokkrum stöðum á Íslandi). Fólk má alveg slaka á panikinu.
common sense is not so common.
Svara