tlord skrifaði:akkuru er ekki mögulegt að stilla eitt eða neitt í þessu blessaða símaiptv?
ekki hægt að endurraða rásum eða henda rásum sem eru aldrei notaðar
afhverju geta útvarpsrásir ekki bara verið með hinum?
afhverju getur ruvhd ekki verið rás 1.
afhverju er einhver skrínsaver á útvarpinu - afhverju er ekki hægt að slökkva á honum þannig að viðmótið sjáist alltaf?
1. Endurröðun á rásum getur skapað vandræði, t.d. ef rásir detta út eða nýjar koma inn. svo skapar það rugling þegar allir eru með sína röðun og stöðvanúmer á rásunum, svo ég tali nú ekki um þegar fólk hringir í þjónustuver og segir að "rás 50 er biluð" og þá veit þjónustufulltrúi ekki hvaða rás það er. Þar fyrir utan eru tæknilegar flækjur í því sem eru ekki þess virði, og það eru ekki svo margir sem myndu hugsanlega nota þennan feature. Ekki gleyma svo því hvað myndi gerst ef barnabarn einhverrar ömmu myndi rugla upp í öllum rásalistanum og rásir detta út, þá finnur amman ekki lengur rásina sína.
2. útvarpssásirnar geta alveg verið með sjónvarpsstöðvunum, en við höfum valið þá leið að hafa þær í annari framsetningu þar sem annars sæir þú bara svartan skjá.
3. Ástæðan fyrir því að þetta er ekki orðið að veruleika ennþá er einfaldlega sú að íslenskar HD stöðvar eru bara enn tiltölulegar nýkomnar og stöðvarnar hafa verið að "leika sér" með þær, t.d. hefur RÚV HD verið notuð af RÚV sem aukarás til að senda annað dagskrárefni en það sem er á venjulegu RÚV rásinni. Þannig að ef við setjum HD á rás 1 og svo breytir RÚV útsendingunni á HD rásinni þá býður það upp á mikla óánægju og vesen. Þar fyrir utan þá eru brögð á því hvort fólk geti horft á HD strauma, jafnvel þó allir spekkar segi til um að viðkomandi eigi að geta það, þá er fólk kannski með sjónvarpið tengt rafmagns-ethernet og stundum ræður það ekki við HD... við sjáum það ekki. En við erum að skoða þennan möguleika þó.
4. Screensaver er til að koma í veg fyrir burn-in á sumum sjónvörpum, þar sem útvarpið er yfirleitt skilið eftir í gangi.