Eins og ég sagði, þá ætla ég LÍKA að kaupa nýja vél og verður hún einmitt eitthvað í líkingu við þetta, en ég vil samt uppfæra gömlu aðeins í leiðinni. Ég mun gera sér þráð hér fljótlega til að fá ráðleggingar varðandi nýju vélina en þessi þráður á bara að snúast um uppfærslu á þessari gömlu, vil ekki heyra meira um að ég eigi bara að kaupa nýja tölvu.Hnykill skrifaði:Fáðu þér i5 4670K + móðurborð og 8GB minni.. og Geforce GTX 770 4096MB og þú ert góður í 2-3 ár allavega
Ég ætlaði að kaupa í kringum síustu áramót, en það hefur dregist aðeins Og ég er hættur við að kaupa ssd fyrir þessa gömlu, amk. í bili, ætla bara að byrja á að bæta minnið og fá mér nýtt skjákort, kaupi svo kannski ssd með þegar ég kaupi í nýju vélina. Og nei, ég er ekki að fara að kaupa skjákort í þessa gömlu sem verður svo notað í þá nýju, það verður að sjálfsögðu mun betra skjákort keypt í hana og ég vil geta notað þessa áfram líka.IceThaw skrifaði:Ef þú ætlar að kaupa "mulningsvél" rétt fyrir/eftir áramót og nota svo skjákortið+ssd sem þú ætlar að kaupa núna í hana, ekki kaupa það þá eftir núverandi vél, skítt með flöskuháls varðandi skjákortið því næsta vél myndi nota það 100% Kaupir bara góðan ssd og gott skjákort
Fyrir þá sem lásu ekki það sem ég var að enda við að segja í síðasta svari þá er ég að sjálfsögðu að fara að kaupa minni með sömu specca og þau sem ég er með nú þegar, það eina sem ég hef verið að reyna að fá svör við er hvort það sé einhver finnanlegur munur á að maður sé að nýta sér dual channel fídusinn eða ekki en það skiptir líklega ekki máli þar sem eina minnið sem ég get keypt er 8gb (2 x 4gb) og til að nýta dual channel þá þyrfti ég að sleppa núverandi minni en með því að sleppa frekar að spá meira í dual channel og setja nýju minnin bara í þær raufar sem eru lausar þá endar það í 12gb. Held að það sé nokkuð öruggt að 12gb (2 x 2gb + 2 x 4gb) allt í single channel sé betra en 8gb (2 x 4gb) í dual channel Svo gæti ég reyndar alltaf skipt á núverandi minni fyrir samskonar low profile minni sem kemst þá betur fyrir og leyfir mér að nýta dual channel.IceThaw skrifaði:Varðandi minnin, myndir væntanlega ekki nota þau í næstu vél svo þú kaupir bara 2 önnur með sama hraða/latency eins og áður var sagt og þú ert góður í bili.
Ég hef engan áhuga á að kaupa notaða íhluti, hef bæði brennt mig á slíkum kaupum áður og svo er mér sama þó ég þurfi að eyða aðeins meira í hlutina.IceThaw skrifaði:Ef þú ætlar ekki að nota skjákortið/ssd í næstu vél þá mæli ég með notuðu skjákorti í þessa vél á góðu verði og láta það duga fyrst hitt kortið er að klikka
Það sem ég hef því ákveðið að kaupa fyrir þessa gömlu vél er 760GTX og 8gb (2 x 4gb) low profile minni, end of discussion