PC__ skrifaði:Það er allt fullt af bókum til að læra forritunarmálin, byrja á HTML og CSS, svo mæli ég með PHP og MYSQL því það þarf ekki að kaupa neinn hugbúnað til að vinna með það, auk þess er PHP lang skemmtilegasta og hraðasta tungumálið í dag.
Best að nota bara Notepad++ því hann upplitar kóðan svona til þæginda og skilur öll þessi tungumál að mestu leiti.
Sammála hagur, það er algjörlega matsatriði hvað er skemmtilegast, PHP er svo ekki það hraðasta sem þú færð. Ekki í keyrslutíma og ég veit ekki með þróunartíma (það fer eftir ýmsu) en með Hiphop þá er auðvitað hægt að fá visst subset af PHP til að keyra mjög hratt (með því að breyta því í C++).
Svo er erfitt að halda utan um [stór] PHP verkefni. Auðvitað eru success sögur um það (flickr, facebooks) en það er svolítið erfiðara IMHO að halda yfirsýn þegar verkefni stækka en í mörgu öðru.
En PHP er alveg fínt í vissa hluti. Það keyrir á öllu sem er náttúrulega gríðarlegur kostur.