Well.. það er ekki sjálfgefið að þó tölvan ræsi sig eðlilega upp að allt sé í lagi
Td. get ég ræst tölvuna mína eðlilega upp eftir að ég er búinn að hækka FSB úr 200 í 228 svo að 400Mhz minnið mitt er komið í 456Mhz en hún er ekki stöðug heldur frýs eða crashar eftir einhvern tíma.
Til að checka á minninu geturðu annað hvort skoðað stillingarnar í BIOS eða notað forrit eins og
Everest eða
Speedfanog borið það saman við upplýsingar frá framleiðanda. Þarft að athuga bæði memory timings og voltage, td. á OZC minninu mínu þurfti ég að hækka voltin úr v2.6 í v2.8 svo minnið sé stöðugt á uppgefnum timings, enda leyfir framleiðandinn það.
En með nýsamsetta tölvu er svo margt sem kemur til greina, fyrsta sem kemur upp í hugan er hvort öll tengi séu á sínum stað og vel fest (þe. engin tengi séu laus), er PSU nógu stórt fyrir tölvuna (300W-350W ætti að duga miðað við hvaða skjákort þú ert með)? Held það þurfi ekki auka power fyrir þetta skjákort en ótrúlega oft sem fólk gleymir/fattar ekki að tengja það. Allir driverar rétt uppsettir? Þá er ég ekki bara að tala um skjákortsdrivera heldur chipset, hljóðkort.. etc.
Svo er náttúrulega alltaf möguleiki á gölluðum velbúnaði.
Prófaðu að ná í
Prime95 og keyra Torture Test í nokkrar klst. Ef þú ert með HT eða Dual Core örgjörva væri best að keyra upp tvö instance og úthluta hvoru instance sirka helmingnum af lausu minni hjá þér, leiðbeiningar um það í hjálpinni. Þetta forrit veldur miklu álagi á CPU og minni og ef tölvan þín þolir það þá geturðu nokkurn vegin útilokað það tvennt.