Ubuntu - Laptop

Svara
Skjámynd

Höfundur
djjason
Ofur-Nörd
Póstar: 258
Skráði sig: Fim 06. Maí 2004 23:39
Staðsetning: Boston, MA
Staða: Ótengdur

Ubuntu - Laptop

Póstur af djjason »

Laptopinn minn þjáist af alveg hreint óþolandi vandamáli. Ég er búinn að reyna oft og mörgum sinnum á hinum helstu vígstöðum að leysa málið en engin virðist átta sig á því um hvað málið snýst. Því ætla ég að leggja málið fyrir dóm vaktarinnar :) Hefði náttúrulega átt að vera löngu búinn að því.

Ég keyri Ubuntu á lappanum mínum. Það gerist stundum þegar ég er að keyra bara á batteríinu að vélin allt í einu frís.....alveg svoleiðis heiftarlega að ég verð að halda powertakkanum inni og brute-force slökkva á henni. Get ekki hreyft músina, restartað X eða neitt. Hún er bara pikkfrosin. Ég er að keyra nýjustu (Breezy) útgáfuna, setti hana upp til að vita hvort þetta myndi lagast því þetta vandamál var líka til staðar í síðustu útgáfu (Hoary).

Það er engin regla á þessu, stundum gerist þetta eftir eina mínútu stundum eftir 10 mínútur. Stundum gerist þetta allt í einu þótt að ég sé ekkert að nota vélina og stundum þegar ég er að nota hana t.d. browsa vaktina. Það eina sem ég hef þó tekið eftir að gerist alltaf er að HDD ljósið verður constant...eins og diskurinn sé að hamast alveg........en hinsvegar kemur ekkert hljóð frá honum þannig að það er eins og hann sé bara ekki að gera nokkurn skapaðan hlut.

Mig minnir að ég hafi átt við sama vandamál þegar ég keyrði Mandrake á sínum tíma. Lappinn er Compaq x1000 ca tveggja ára. Vandamálið gerist hinsvegar ALDREI þegar rafmagnið er pluggað í.
"Only wimps use tape backup: _real_ men just upload their important stuff on ftp, and let the rest of the world mirror it"
- Linus Thorvalds
Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Re: Ubuntu - Laptop

Póstur af MezzUp »

djjason skrifaði:...Get ekki hreyft músina, restartað X eða neitt. Hún er bara pikkfrosin. Ég er að keyra nýjustu (Breezy) útgáfuna, s....
Er ég sá eini sem sá kaldhæðnina í þessu? :P
Skjámynd

Dagur
Geek
Póstar: 801
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af Dagur »

getur þetta ekki verið vélbúnaðurinn?
Skjámynd

Höfundur
djjason
Ofur-Nörd
Póstar: 258
Skráði sig: Fim 06. Maí 2004 23:39
Staðsetning: Boston, MA
Staða: Ótengdur

Póstur af djjason »

Dagur skrifaði:getur þetta ekki verið vélbúnaðurinn?


Finnst það ólíklegt þar sem ég er með WinXp uppsett líka og þar lendi ég ekki í þessu.
"Only wimps use tape backup: _real_ men just upload their important stuff on ftp, and let the rest of the world mirror it"
- Linus Thorvalds
Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2569
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Ubuntu - Laptop

Póstur af CendenZ »

djjason skrifaði:Mig minnir að ég hafi átt við sama vandamál þegar ég keyrði Mandrake á sínum tíma. Lappinn er Compaq x1000 ca tveggja ára. Vandamálið gerist hinsvegar ALDREI þegar rafmagnið er pluggað í.


Eru einhverjar rafmagnsstillingar hjá þér ?
Skjámynd

Höfundur
djjason
Ofur-Nörd
Póstar: 258
Skráði sig: Fim 06. Maí 2004 23:39
Staðsetning: Boston, MA
Staða: Ótengdur

Re: Ubuntu - Laptop

Póstur af djjason »

CendenZ skrifaði:
djjason skrifaði:Mig minnir að ég hafi átt við sama vandamál þegar ég keyrði Mandrake á sínum tíma. Lappinn er Compaq x1000 ca tveggja ára. Vandamálið gerist hinsvegar ALDREI þegar rafmagnið er pluggað í.


Eru einhverjar rafmagnsstillingar hjá þér ?


Gæti verið að ég sé búinn að laga þetta.

Eftir að ég las póstinn frá CendenZ þá fór ég að double tékka að allt væri ekki í gangi "powerlega séð" sem ætti að vera í gangi. Það átti nú að vera það enda er ég svo sem milljón sinnum búinn að fara í gegnum það. Þá datt mér í hug að tékka á powernowd og það virtist ekki vera í gangi. Ég startaði því og vélin hefur verið til friðs síðan. Er búinn að keyra í ca eina klst og ekkert gerst.

Allavega ákvað að pósta þessu hingað ef þetta gæti nýst einhverjum öðrum. :) Takk samt CendenZ fyrir að koma mér á sporið ef þetta reynist vera endanleg lausn.
"Only wimps use tape backup: _real_ men just upload their important stuff on ftp, and let the rest of the world mirror it"
- Linus Thorvalds
Skjámynd

Höfundur
djjason
Ofur-Nörd
Póstar: 258
Skráði sig: Fim 06. Maí 2004 23:39
Staðsetning: Boston, MA
Staða: Ótengdur

Póstur af djjason »

Vandamálið er EKKI leyst.
"Only wimps use tape backup: _real_ men just upload their important stuff on ftp, and let the rest of the world mirror it"
- Linus Thorvalds

JReykdal
Gúrú
Póstar: 554
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Staða: Ótengdur

Póstur af JReykdal »

Hvernig laptop?
Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
Skjámynd

Höfundur
djjason
Ofur-Nörd
Póstar: 258
Skráði sig: Fim 06. Maí 2004 23:39
Staðsetning: Boston, MA
Staða: Ótengdur

Póstur af djjason »

Þetta er ca 2ja ára Compaq Presario x1000, Centrino 1.7, 512 DDR, 64 Radeon 9200, 8 Cell Lithium Ion battery, 40 GB diskur. Þetta eru svona helstu tölur. Keyrir Ubuntu 5.10 (kernel 2.6.12-9-386)
"Only wimps use tape backup: _real_ men just upload their important stuff on ftp, and let the rest of the world mirror it"
- Linus Thorvalds

JReykdal
Gúrú
Póstar: 554
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Staða: Ótengdur

Póstur af JReykdal »

x1000 er sama vélin og nx7010 sem ég hef notað Fedora án vandræða í rúmt ár.

Ég hef samt heyrt af vandræðum hjá félaga mínum einmitt með Ubuntu á nx7010 og er ég tiltölulega viss um að wireless driverinn er að fíflast í honum. Hvað segir þú um það?
Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
Skjámynd

Höfundur
djjason
Ofur-Nörd
Póstar: 258
Skráði sig: Fim 06. Maí 2004 23:39
Staðsetning: Boston, MA
Staða: Ótengdur

Póstur af djjason »

JReykdal skrifaði:x1000 er sama vélin og nx7010 sem ég hef notað Fedora án vandræða í rúmt ár.

Ég hef samt heyrt af vandræðum hjá félaga mínum einmitt með Ubuntu á nx7010 og er ég tiltölulega viss um að wireless driverinn er að fíflast í honum. Hvað segir þú um það?


Hmmm...wirelessið hefur virkað alveg frábærlega vel bara eins og það kemur úr kassanum. Hefur hann skipt um drivera eða? Einhver minntist á við mig að þetta gæti verið suspend-related vandamál????
"Only wimps use tape backup: _real_ men just upload their important stuff on ftp, and let the rest of the world mirror it"
- Linus Thorvalds

JReykdal
Gúrú
Póstar: 554
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Staða: Ótengdur

Póstur af JReykdal »

engar vísbendingar í loggum eða slíku?
Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

djjason: prófaðu að unsinnstalla þráðlausa netkortið og nota eitthvað annað bara í einhvern tíma. Aldrei að vita nema að þetta sé sema og vinur Reykdallsins er með.

Ertu annars búinn að athuga hvort þetta gæti verið IRQ sharing eða álíka vandamál.
"Give what you can, take what you need."
Skjámynd

Höfundur
djjason
Ofur-Nörd
Póstar: 258
Skráði sig: Fim 06. Maí 2004 23:39
Staðsetning: Boston, MA
Staða: Ótengdur

Póstur af djjason »

JReykdal skrifaði:engar vísbendingar í loggum eða slíku?


Ég pullaði þetta úr sys loggnum....þetta er að gerast um svipað leyti og vélin fraus hjá mér í morgun.

Oct 26 07:57:10 localhost -- MARK --
Oct 26 08:06:13 localhost kernel: [4327764.465000] hdc: drive_cmd: status=0x51 { DriveReady SeekComplete Error }
Oct 26 08:06:13 localhost kernel: [4327764.465000] hdc: drive_cmd: error=0x04 { AbortedCommand }
Oct 26 08:06:13 localhost kernel: [4327764.465000] ide: failed opcode was: 0xef
Oct 26 08:13:58 localhost syslogd 1.4.1#17ubuntu3: restart.
Oct 26 08:13:59 localhost kernel: Inspecting /boot/System.map-2.6.12-9-386


En fyrir utan þetta þá hef ég ekki getað komið auga á neitt sem gæti gefið mér til kynna hvað væri að.
"Only wimps use tape backup: _real_ men just upload their important stuff on ftp, and let the rest of the world mirror it"
- Linus Thorvalds

Merlin
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Fim 13. Feb 2003 14:34
Staða: Ótengdur

Póstur af Merlin »

Undir /etc/default/laptop-mode

Prófaðu að slökkva á laptop-mode en það eru víst einhver known issue með lockups og laptop-mode.

Ég er einmitt að keyra Breezy á ferðavél líka. System klukkan er helmingi hraðari en hún á að vera og hátalaranir virka ekki en mér er lofað bótum og betrun í næsta kjarna (of latur til að compila sjálfur).
Skjámynd

Höfundur
djjason
Ofur-Nörd
Póstar: 258
Skráði sig: Fim 06. Maí 2004 23:39
Staðsetning: Boston, MA
Staða: Ótengdur

Póstur af djjason »

Merlin skrifaði:Undir /etc/default/laptop-mode

Prófaðu að slökkva á laptop-mode en það eru víst einhver known issue með lockups og laptop-mode.

Ég er einmitt að keyra Breezy á ferðavél líka. System klukkan er helmingi hraðari en hún á að vera og hátalaranir virka ekki en mér er lofað bótum og betrun í næsta kjarna (of latur til að compila sjálfur).


Ok ég prófa það....læt vita um árangurinn.
"Only wimps use tape backup: _real_ men just upload their important stuff on ftp, and let the rest of the world mirror it"
- Linus Thorvalds

pjesi
has spoken...
Póstar: 179
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 23:56
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af pjesi »

Hvað er output frá hdparm /dev/hda ?

Annars grunar mig að þú sért með gallaðann DSDT. Þar að segja DSDT compilaður með M$ ASL compilernum sem leyfir slatta af compilation errors sem skipta ekki máli í windows en geta virkað vægast sagt illa undir linux. Þú getur athugað hvort GNU ACPI projectið eigi lagaðan DSDT handa þér og prufað hann. Ef ekki þá getur þú náð í intel ASL comiler til að laga þann sem þú ert með, krefst smá forritunarkunnáttu.

http://acpi.sourceforge.net/dsdt/view.php

http://developer.intel.com/technology/i ... nloads.htm

Have fun!
asdf
Skjámynd

Höfundur
djjason
Ofur-Nörd
Póstar: 258
Skráði sig: Fim 06. Maí 2004 23:39
Staðsetning: Boston, MA
Staða: Ótengdur

Póstur af djjason »

pjesi skrifaði:Hvað er output frá hdparm /dev/hda ?

Annars grunar mig að þú sért með gallaðann DSDT. Þar að segja DSDT compilaður með M$ ASL compilernum sem leyfir slatta af compilation errors sem skipta ekki máli í windows en geta virkað vægast sagt illa undir linux. Þú getur athugað hvort GNU ACPI projectið eigi lagaðan DSDT handa þér og prufað hann. Ef ekki þá getur þú náð í intel ASL comiler til að laga þann sem þú ert með, krefst smá forritunarkunnáttu.

http://acpi.sourceforge.net/dsdt/view.php

http://developer.intel.com/technology/i ... nloads.htm

Have fun!


Shit hvað það hljómar tímafrekt og leiðinlegt....þó svo að forritunarkunnáttan sé alveg til staðar.

Allavega þá er outputið frá hdparm þetta...

/dev/hda:
multcount = 0 (off)
IO_support = 0 (default 16-bit)
unmaskirq = 0 (off)
using_dma = 1 (on)
keepsettings = 0 (off)
readonly = 0 (off)
readahead = 256 (on)
geometry = 16383/255/63, sectors = 58605120, start = 0
"Only wimps use tape backup: _real_ men just upload their important stuff on ftp, and let the rest of the world mirror it"
- Linus Thorvalds

pjesi
has spoken...
Póstar: 179
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 23:56
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af pjesi »

Þetta er miklu leiðinlegra en það hljómar. Er búinn að prófa þetta á 3 mismunadi löppum og allar með gallaðann gaur.
asdf
Skjámynd

Höfundur
djjason
Ofur-Nörd
Póstar: 258
Skráði sig: Fim 06. Maí 2004 23:39
Staðsetning: Boston, MA
Staða: Ótengdur

Póstur af djjason »

Merlin skrifaði:Undir /etc/default/laptop-mode

Prófaðu að slökkva á laptop-mode en það eru víst einhver known issue með lockups og laptop-mode.

Ég er einmitt að keyra Breezy á ferðavél líka. System klukkan er helmingi hraðari en hún á að vera og hátalaranir virka ekki en mér er lofað bótum og betrun í næsta kjarna (of latur til að compila sjálfur).


Mig langaði til að gefa smá update á málið. Ég hef prófað núna að slökkva á laptop-mode þegar ég er á batteríinu og ég hef ekki ennþá lent í þessu að vélin frjósi og er ég allnokkrum sinnum búinn að keyra bara á batterínu. Þannig að þetta virðist vera stapílt og eðlilegt án laptop-mode. Hef hinsvegar ekki tekið eftir neinu óeðlilegu hjá mér við það að slökkva á laptop-mode eins og Merlin minnist á.

Annars þá bara þakka ég öllum fyrir svörin og hjálpina og þá sérstaklega Merlin fyrir að stinga upp á þessu varðandi laptop-mode.
"Only wimps use tape backup: _real_ men just upload their important stuff on ftp, and let the rest of the world mirror it"
- Linus Thorvalds
Skjámynd

Höfundur
djjason
Ofur-Nörd
Póstar: 258
Skráði sig: Fim 06. Maí 2004 23:39
Staðsetning: Boston, MA
Staða: Ótengdur

Póstur af djjason »

Mig langaði til að koma með smá update á gang mála. Laptop-mode uppástungan vissulega hjálpaði til. Vandamálið kom sjaldnar upp en það gerði áður en kom þó ennþá upp.

Ég endaði síðan á því að installa Breezy aftur (clean install) þegar ég fékk diskana í pósti...það var svo sem allt í lagi enda var það orðið vell overdue. Áður þegar ég var að pósta spurningum um vandræðin mín hingað þá var ég nefninlega bara með dist upgrade.

Síðan ég fromataði vélina og setti Breezy upp aftur þá hefur þetta aldrei gerst og allt sem ég notaði áður til að framkalla crassið bara "virkar ekki lengur". Vélin gengur eins og smurð á batteríinu.
"Only wimps use tape backup: _real_ men just upload their important stuff on ftp, and let the rest of the world mirror it"
- Linus Thorvalds
Svara