Þráðlaus búnaður

Svara

Höfundur
valur
Fiktari
Póstar: 88
Skráði sig: Fös 25. Okt 2002 00:52
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Þráðlaus búnaður

Póstur af valur »

Sælir
Ég er bara að spá hvað menn eru nota til að stjórna t.d. media center vélum. Er með dollu, installaði meedio (http://www.meedio.com) og það er allt að dansa. Síðan fékk ég mér Logitech LX 700 lyklaborð/mús combo og drægnin á því er bara alls ekki nógu góð. Virkar, en það er hökt og dettur oft út. Fjarlægðin er sem ég sækist eftir er ca. 3-5 metrar (og helst lengra ;)), þetta dót virkar kannski rúmlega 2 metra, tæpa 3 og þá illa.

Hvað mynduð þið mæla með að nota? Er að mestu bara upp, niður, hægri, vinstri og enter skipanir.. er einhver fjarstýring þarna úti sem væri sniðug? Eða ætti maður bara að nota bluetooth síma?

Endilega svarið ef þið hafið einhverjar uppástungur ;)
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af Pandemic »

Fá sér bara Logitech Harmony :D

Höfundur
valur
Fiktari
Póstar: 88
Skráði sig: Fös 25. Okt 2002 00:52
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af valur »

Eftir því sem ég kemst næst er slíkur búnaður ekki til þess fallinn að stjórna tölvunni heldur öllum öðrum tækum... og líka fáránlega dýrt

andrig
Ofur-Nörd
Póstar: 234
Skráði sig: Mið 14. Júl 2004 21:33
Staðsetning: Ártún
Staða: Ótengdur

Póstur af andrig »

vitið þið um eitthvað svona media dæmi sem er frítt?
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af hagur »

Valur:

Ég er í sömu aðstöðu og þú. Er með þráðlaust microsoft lyklaborð og mús, en drægnin er á mörkum þess að vera nægilega góð svo að ég geti setið í sófanum. Ég keypti mér sniðuga USB fjarstýringu í Tölvuvirkni, frá Shuttle. Hún dregur alveg leikandi létt 3 metra get ég ímyndað mér, og eflaust lengra.

http://www.tolvuvirkni.net/ip?inc=view& ... le%20PN31N

Andrig:

Ég er að nota MediaPortal, sem er opensource og í stöðugri þróun. Ég er mjög sáttur við það. http://mediaportal.sourceforge.net/

Það er skrifað í .Net og bíður uppá endalausa möguleika, auk þess sem það er mjög auðvelt að skrifa plug-in fyrir það. Ég bjó mér t.d til lítið pluggin sem gerir mér kleift að stýra helstu playback skipunum í gegnum HTTP.

andrig
Ofur-Nörd
Póstar: 234
Skráði sig: Mið 14. Júl 2004 21:33
Staðsetning: Ártún
Staða: Ótengdur

Póstur af andrig »

takk
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af Pandemic »

valur skrifaði:Eftir því sem ég kemst næst er slíkur búnaður ekki til þess fallinn að stjórna tölvunni heldur öllum öðrum tækum... og líka fáránlega dýrt

Getur verslað þér hvaða drasl receiver sem er og virkar með þessu sem hann er að leita af. Og síðan geturu notað harmony sem er btw ekkert það dýr miðað við hvað þú færð og er algjört must í öllum sjónvarpsherberjum á landinu.
Annars var ég nú bara að segja að það væri möguleiki þarf ekkert endilega að vera það sem hann vill
Svara