Snilld!!! allt er gott sem endar vel.
Ég hafði verið svona hrikalega óheppinn að fá gallað psu, það var ekki bara aukahljóð í því heldur sló út rafmagninu á íbúðinni þegar ég setti 0/1 takkann aftan psu á 1.
Ég fór í dag með kassann niður í task.is og hitti Anton og félaga, þeir voru ekki lengi að vippa psu úr og setja nýtt Zalman psu í og þetta svínvirkar.
Frábær þjónusta hjá þeim og gott til þess að vita að þegar maður kaupir íhlut í tölvuna þá er ekkert vesen ef hann reynist gallaður.
Það mættu aðrar verslanir taka
http://www.task.is sér til fyrirmyndar í þeim efnum.
Þetta psu er hrein snilld...tölvan er SILENT í fyrsta sinn og þvílíkur léttir að losna við öll þessi hljóð úr kassanum.
Mæli hiklaust með þessu psu og reyndar öllu Zalman dótinu.
Og takk Anton fyrir lipra þjónustu.
