Vandræði með að kveikja á Toshiba fartölvu.

Svara

Höfundur
hilmar_jonsson
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 357
Skráði sig: Lau 22. Jan 2005 16:03
Staðsetning: 200 Kóp
Staða: Ótengdur

Vandræði með að kveikja á Toshiba fartölvu.

Póstur af hilmar_jonsson »

Sælir.
Svo standa mál að fartölvan mín, Toshiba Satellite 1710CDS, vill ekki kveikja á sér. Ég ræsti hana í dag eftir að hafa ekki notað hana í 3-4 mánuði og ekkert virkar.

Þegar ég kveikti á tölvunni byrjaði hún á því að keyra scandisk og endurræsti sig svo. Hún kemst inn í formið þar sem hún segir að windows sé að ræsa sig, þ.e. svartur skjár, windows XP merkið og biðlína. Eftir það kemur svartur skjár og svo endurræsir hún sig. Ég prufaði að slökkva á henni þegar XP merkið kom og næst þegar ég kveikti á henni bauð tölvan mér að ræsa í Safe mode. Ég prufaði það en það skilaði sama árangri. Er einhver með mögulega skýringu á þessu og/eða hugsanlega lausn á vanda mínum?
i5-2500K - 16GB vinnsluminni og eitthvað skjákort
Skjámynd

Stutturdreki
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1629
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Staða: Ótengdur

Póstur af Stutturdreki »

Diskurinn farinn.. myndi ég giska á.

Höfundur
hilmar_jonsson
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 357
Skráði sig: Lau 22. Jan 2005 16:03
Staðsetning: 200 Kóp
Staða: Ótengdur

Póstur af hilmar_jonsson »

Tölvan kláraði að keyra scandisk (a.m.k. upp í 97%) og lagaði a.m.k. eitt skjal, "crosslinked". Man það bara þegar þú segir þetta. Segir það eitthvað meira?
i5-2500K - 16GB vinnsluminni og eitthvað skjákort
Skjámynd

Stutturdreki
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1629
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Staða: Ótengdur

Póstur af Stutturdreki »

Hmm.. crosslinked files.. man eftir því síðan ég var með DOS fyrir mörgum árum síðan. Þurfti tól eins og Norton Disk Doctor til að laga það, en þá þarftu náttúrulega að komast inn í stýrikerfið. Greinilega einhverjar skrár sem stýrikerfið þarf til að ræsa upp sem eru skemmdar.

Er eitthvað merkilegt á þessum lappa? Getur prófað að strauja hann, formata diskinn og setja stýrikerfið upp á nýtt.
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Póstur af Daz »

Ef það er eitthvað mikilvægt á þessum disk geturðu keypt þér millistykki sem leyfir þér að tengja diskinn í venjulega borðtölvu.

Zn0w
Græningi
Póstar: 35
Skráði sig: Mið 11. Ágú 2004 23:43
Staðsetning: Eskifjörður
Staða: Ótengdur

Póstur af Zn0w »

og ef hann er alfarið í rúsi er gaman að rífa hann í sundur og skreita vegginn með honum :)
Fáðu þér rebba
Kv.
Sindri Snær // Zn0w

armada9
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Lau 10. Júl 2004 19:38
Staða: Ótengdur

Póstur af armada9 »

eg er í sömu vandræðum með mína nema hun kom með blue scren og fraus hjá mer og keirði ekki scandisk :cry:
???
Svara