Þannig er mál með vexti að ég keypti mér kortið. Fékk mér nýja viftu og læti til að gera þetta fínt. Eftir smá bras við að koma viftunni á kortið þá stakk ég því í vélina installaði drivernum. Trallí la. Restartaði. Og fékk bara svartan skjá. Alltaf kom þessi svarti skjár...
Ég fór aftur í verslunina með vélina og þeir tóku hana og gerðu eitthvað... Gáfu það ekki beint upp. Sögðu bara "vesen með windows" Ég vildi ekkert íþyngja mér neitt meira með einhverju veseni og fór bara með vélina. Ákvað bara að nota ekki þann driver disk sem fylgdi vélinni. Eftir þetta þá var ég að keyra alla leiki mjög stöðugt. En þá er það sem hefur truflað mig síðan þá.
Windows fór í köku og ég formattaði. En eftir þetta format þá hefur fps-ið látið eins og þunglyndissjúklingur. Hoppar upp og niður af minstu tilefnum og ekkert ráð hefur getað lagað. Þetta. Sprn hvort eitthvað hardware hafi farið í sjóinn eða hvort eitthvað vesen sé með driverana. Þar sem ég veit ekki hvaða drivera þeir skiptu um til að fá kortið í gott stand þegar ég fékk það.
Þannig þegar þið vitið alla söguna þá er bara spurningin. Er eitthvað sem ykkur dettur í hug ? Og benda á að það er enginn innbygður hitanemi í kortinu. Þannig hitavandamál eða ekki.. Ég á erfitt með að segja til um það.