Ég er með slatta af mp3 audio books fileum á tölvunni minni til að hlusta á í ipod-num.
Tók eftir að þeir eru frekar stórir - hvaða forrit er best fyrir mig að nota til að minnka þá þannig að það komi samt ekki niður á gæðunum á mp3 file-unum? Auðvitað mega gæðin vera töluvert verri en á tónlist þar sem þetta er aðalega bara upplestur í þessum audio bókum.
Er bara með ipod mini (4GB) og ef ég vil hafa einhverja tónlist líka þá þarf ég að minnka audio bækurnar mínar. Þær eru í heildina um 6GB og ég veit að ég get minnkað það mikið.