Þannig er mál með vexti að ég fór til Hollands fyrir stuttu og keypti mér 19° Sony SDM-HS95P ská sem kostar 75 þús hérna heima, ég keypti hann á rétt rúmar 50 þús úti og fékk 10% skatt endurgreiddann.
Ég þurfti meira að segja að kaupa mér stærri tösku fyrir hann svo ég þyrfti ekki að vera með hann í handfarangri.
Þegar ég kom til Íslands og kem með töskuna mína þá bendir tollarinn á mig og segir mér að setja töskuna í gegnum xray dótið og sendir mig svo inní hliðarherbergi. Þar er allt tekið uppúr töskunni og skjárinn þar á meðal, þeir spyrja mig hvað hann kostar og ég segi 20 þús svona til að reyna sleppa við að borga toll. Þá heypur einhver til og kíkir á netið og sér auðvitað að skjárinn er mikið dýrari. Skjárinn var hirtur af mér og sendur til Sýslumannsins í Keflavík. Ég fékk ekkert tækifæri til að borga tollinn. Nú þarf ég að bíða í viku eftir að fá skjáinn og fæ sekt og hvaðeina.
Mér finnst þetta persónulega orðið fulllangt gengið, mér var tekið eins og hverjum öðrum glæpamanni, tekið síni fyrir fíkniefnum af höndum (sem ég hef aldrei notað) og taskan tekin í gegn, ég beið bara eftir latexhönskunum.
Ekki hafði ég hugmynd um að maður þyrfti að tilkynna þetta eitthvað sérstaklega, allavega hélt ég að ég gæti bara borgað tollinn og tekið skjáinn. Þeir eru allavega ekkert að auglýsa þetta. Kannski að löglært fólk þekki þetta.
Hugsið ykkur allavega tvisvar um áður en þið smyglið einhverju dýrara en 23 þús þegar þið komið til landsins.
