Jó...ég er að setja saman "litla" tölvu...þetta er hálfgerður skókassi.
Þannig að örrinn má ekki vera of heitur, spurningin er borgar sig að setja Celeron eða er í lagi að setja Prescott ?
Eitt sinn fékk prescott á sig óorð fyrir hita, hvernig er þetta í dag? og eru celeron örrarnir ~3ghz eitthvað kaldari en prescottinn?
Ef þú kaupir nýlegan Prescott með Halt State eða Speedstep þá er hann þó nokkuð kaldari í idle, en svipað heitur í full load.
Annars er ég með 3.2GHz Prescott hérna sem ég gat overclockað í 3.7GHz á stock kælingu og hann náði aldrei upp í 70°C og idlaði á um 40°C. Núna er ég með Zalman 7700Cu og hann fer aldrei yfir 63°C og idlar á um 37-38°C.
Þessi er E0 stepping, sem er það nýjasta, og það er með C1E Halt State, sem þýðir að hann klukkar sig niður úr 16x niður í 14x þegar hann er ekkert að gera.
Af hverju tekuru ekki bara bara gamlan góðan s478 öra með 512kb cache sem er ekkert verri en prescott, minn 2.66ghz hittnaði ekkert og var í 3.2ghz á loftkælingu.
Þetta Hyper Threading er nú bara prump. Ég las á sínum tíma nokkur benchmörk þar sem vélar með HT enabled voru að skora minna en þeir með þetta disabled.
Ég varð hrifinn af HT eftir að ég sá myndbandið frá TomsHardware þar sem að hann bar saman 3.02GHz HT og 3.6GHz non-HT örgjörva. Mæli með því að allir tjekki á því: http://static.hugi.is/misc/movies/thg_video_5_p4_ht.zip
Held að við getum verið nokkuð ásáttir við þessa skilgreiningu, báðir örgjörvarnir eru reyndar meir en nógu kraftmiklir í allt þetta ofantalið, annar er bara betri en hinn í sumu og öfugt.
emmi skrifaði:Þetta Hyper Threading er nú bara prump. Ég las á sínum tíma nokkur benchmörk þar sem vélar með HT enabled voru að skora minna en þeir með þetta disabled.
Núna erum við að tala saman, það kemur mér enþá á óvart að AMD hafi ekki komið út með neitt í samkeppni við Centrino dótið frá Intel (eða kannski hafa þeir gert það, en þá ættu þeir að reka auglýsingaliðið sitt...)