Skiptir skjákort máli þegar maður klippir vídeó ?

Svara

Höfundur
bjorna
Nýliði
Póstar: 19
Skráði sig: Fös 30. Maí 2003 14:17
Staða: Ótengdur

Skiptir skjákort máli þegar maður klippir vídeó ?

Póstur af bjorna »

Ég er mjög illa að mér í skjákortum og vantar því leiðbeiningar frá sérfræðingunum á spjallinu varðandi eftirfarandi:

Ég er að fara að kaupa nýja vél sem á aðallega að notast sem upptökustúdeó (fyrir DIGI001 - ProTools LE 6.1). Ég hafði hugsað mér að kaupa ódýrt skjákort svo lengi sem það styðji 2 x CRT skjái.

Nú er ég búinn að ná mér í Digital 8 vídeócameru og vill geta notað þessa sömu vél til að klippa vídeó, það fylgdi með camerunni eitthvert klippikort (Firewire) og klippihugbúnaður. Spurningin er þessi:

Þarf ég að endurskoða hvaða skjákort ég fæ mér? Er með á óskalista núna Matrox Millenium G550 Dual Head 32MB (ca 14.000 Kr)

Restin af vélinni er ég nokkuð viss um að tækli það sem ég vill gera:

P4 2.8 Ghz 800 FSB
512 MB DDR 400
2 x 120 GB diskar á Raid korti (stillt þannig að vinna sem 1 diskur - hef notað þannig í núverandi vél og næ betri niðurstöðum en kollegar mínir sem taka upp á SCSI)
SoundBlaster Audigy Platinum 2
ASUS P4C800 móðurborð

Allar tillögur verða mjög vel þegnar.

gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skiptir skjákort máli þegar maður klippir vídeó ?

Póstur af gumol »

bjorna skrifaði:Ég er mjög illa að mér í skjákortum og vantar því leiðbeiningar frá sérfræðingunum á spjallinu varðandi eftirfarandi:

Ég er að fara að kaupa nýja vél sem á aðallega að notast sem upptökustúdeó (fyrir DIGI001 - ProTools LE 6.1). Ég hafði hugsað mér að kaupa ódýrt skjákort svo lengi sem það styðji 2 x CRT skjái.

Nú er ég búinn að ná mér í Digital 8 vídeócameru og vill geta notað þessa sömu vél til að klippa vídeó, það fylgdi með camerunni eitthvert klippikort (Firewire) og klippihugbúnaður. Spurningin er þessi:

Þarf ég að endurskoða hvaða skjákort ég fæ mér? Er með á óskalista núna Matrox Millenium G550 Dual Head 32MB (ca 14.000 Kr)

Restin af vélinni er ég nokkuð viss um að tækli það sem ég vill gera:

P4 2.8 Ghz 800 FSB
512 MB DDR 400
2 x 120 GB diskar á Raid korti (stillt þannig að vinna sem 1 diskur - hef notað þannig í núverandi vél og næ betri niðurstöðum en kollegar mínir sem taka upp á SCSI)
SoundBlaster Audigy Platinum 2
ASUS P4C800 móðurborð

Allar tillögur verða mjög vel þegnar.


Fáðu þér betra skjákort (allaega 64 Mb)
Þú ættir lík að hugsa um að fá þér meira vinsluminni (2*512 MB DDR 400 því móðurborðið er með dualDDR.)
Heitir þetta hljóðkort ekki SoundBlaster Audigy 2 Platinum (ekki Platinum2)?
Skjámynd

Voffinn
Vaktari
Póstar: 2249
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 17:41
Staða: Ótengdur

Póstur af Voffinn »

sammála gumol, en ég myndi jafnvel fara hærra með skjákortið ATi Radeon,9xxxx... annars veit ég voðalítið um hvernig skjákort er best í myndvinnslu... og skelltu einum öðrum 512 kubbi í ... (best að vera með 2x512 (400).
Voffinn has left the building..
Skjámynd

Dári
Ofur-Nörd
Póstar: 252
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 04:23
Staðsetning: on teh Internet!!!1
Staða: Ótengdur

Póstur af Dári »

Ef þú sért bara að klippa video á þessari tölvu þá er þetta Matrox kort allveg fínt fyrir þig, þessi 32mb eru allveg nóg. Annars er allt hitt í fínu lagi, 512mb ram dugar allveg en alltaf betra að hafa meira :)

AtliAtli
Nýliði
Póstar: 23
Skráði sig: Fim 26. Des 2002 21:36
Staðsetning: Selfoss
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af AtliAtli »

Hey Bjorna!

Notaru RAIDið á móðurborðinu eða ertu með sér kort?
Skjámynd

Dári
Ofur-Nörd
Póstar: 252
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 04:23
Staðsetning: on teh Internet!!!1
Staða: Ótengdur

Póstur af Dári »

Strákar, skjákortið hefur ekkert með klippidæmið að gera, eina sem hann þarf er góð 2d gæði með korti sem styður 2 skjái.

Höfundur
bjorna
Nýliði
Póstar: 19
Skráði sig: Fös 30. Maí 2003 14:17
Staða: Ótengdur

Takk fyrir svörin

Póstur af bjorna »

Takk fyrir svörin!

AtliAtli: það er víst einhver RAID stýring á móðurborðinum en ég er ekki búinn að gera upp við mig hvort ég nota hana eða kaupi RAID controller. Er með RAID controller í núverandi vél og mjög ánægður með það.

Sammála ykkur um að hafa 2 x 512 MB í vinnsluminni, ég áttaði mig á því að ég þarf þess til að geta keyrt Sample Cell (Sampler + Synthesizer) með Digi 001.

Dári: klippikortið sem fylgdi með kamerunni ætti semsagt að tækla vídeóin, þannig að ég þarf ekki að spá sérstaklega í einhverju moster skjákorti?

Læt hér fylgja með óskalistann ef einhver hefur áhuga og/eða vill koma með frekari komment:

Kassi - AOPEN H600B Svartur 350w PSU (AOH600B) (TASK.is) - 11.990 kr.

Móðurborð - ASUS P4C800 DL Raid, Pentium 4, 800/533/400 MHz, AGP Pro 8x, 5PCI raufar, DDR, 4 SATA tengi, 8 USB, með innbyggðu hljóðkorti og 3COM Gigabit LAN ásamt 1394 Firewire (Computer.is) = 26.980 kr.

Örgjafi - Intel P4 2.8 GHz (512k cache) 800MHz bus RETAIL með örgjörvaviftu frá Intel (Computer.is) = 36.005 kr.

Vinnsluminni - 2 x 512MB DDR400, 184pin, 400mhz frá Samsung / Micron / Infineon (Computer.is) = 21.944 kr.

Skjákort - Matrox Millenium G550 Dual Head 32 MB DDR AGP Video Card - oem (Computer.is) = 14.725 kr.

Hljóðkort - Sound Blaster Audigy 2 Platinum, 24bita, 6.1, þráðl. fjarst. Drive Bay, hugbúnaður og leikir fylgja (Computer.is) = 25.175 kr.

Skjár - 2 x 19"SAMTRON með 0.22 dot pitch (1600*1200@76 mhz) (TASK.is) = 23.900 kr.

Harður diskur - 2 x 120 GB, Western Digital "Special Edition" (WD1200JB), ATA100, 8mb buffer, 7200rpm (Computer.is) = 27.360 kr.

RAID - Ekki búinn að ákveða hvað ég kaupi, allar tillögur vel þegnar

Geisladrif - Samsun SW - 248BEA, svartur, 48x/24x/48x IDE / ATAPI geislaskrifari (CD-RW drive), mjög hljóðlátur með 8 mb buffer, m/hugbúnaði (Computer.is) = 7.505 kr.

Stýrikerfi - Microsoft Windows XP Home oem = 14.154 kr.

Lyklaborð og mús - Genius þráðlaust lyklaborð + mús (þráðlaus einnig) (TASK.is) = 7.990 kr.

Heildarverð með vsk á þessum pakka er komið í 241.628 Kr, þannig að þetta er að kosta mig 194.079 þegar/ef ég fæ vsk til baka.

gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »

Dári skrifaði:Strákar, skjákortið hefur ekkert með klippidæmið að gera, eina sem hann þarf er góð 2d gæði með korti sem styður 2 skjái.

Það er samt betra að fá sér 64 Mb skjákort á 10.000 heldur en 32 Mb á 14.000

Mér líst vel á þennan óskalista, allt nema skjákortið og XP Home(frekar XP Pro)
Skjámynd

Voffinn
Vaktari
Póstar: 2249
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 17:41
Staða: Ótengdur

Re: Takk fyrir svörin

Póstur af Voffinn »

bjorna skrifaði:Skjár - 2 x 19"SAMTRON með 0.22 dot pitch (1600*1200@76 mhz) (TASK.is) = 23.900 kr.
Stýrikerfi - Microsoft Windows XP Home oem = 14.154 kr.


eru þetta svoan ódýrir skjáir eða stafsetningarvilla ? :shock:

Ég ætla nú ekki að þú farir að kaupa *hóst*Windows*hóst* en alvega þá myndi ég taka Pro, eða kannski skiptir það engu máli ?
Voffinn has left the building..
Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Póstur af MezzUp »

Pro eða Home skitpir litlu eða engu máli, nema Pro kostar soldið meira held ég.
En hvað ertu að pæla maður að kaupa Windows? Það hlýtur einhver vinur þinn að geta skrifað fyrir þig?
Ég hef heyrt marga slæma hluti um computer.is og ég held að ég muni seint versla þar.
Síðan hef ég heyrt að þetta innbyggða RAID á móðurborðum sé eiginlega bara 2 auka IDE tengi, sem að síðan er notað í software-raid(með smá hardware ívafi kannski).

gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »

Computer.is er ok :)
Bara MezzUp á móti henni ;)

AtliAtli
Nýliði
Póstar: 23
Skráði sig: Fim 26. Des 2002 21:36
Staðsetning: Selfoss
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af AtliAtli »

MezzUp skrifaði:Síðan hef ég heyrt að þetta innbyggða RAID á móðurborðum sé eiginlega bara 2 auka IDE tengi, sem að síðan er notað í software-raid(með smá hardware ívafi kannski).


:shock: Veit einhver meira um þetta?

Höfundur
bjorna
Nýliði
Póstar: 19
Skráði sig: Fös 30. Maí 2003 14:17
Staða: Ótengdur

Póstur af bjorna »

Voffinn: Þessi skjár er allavega ennþá inni á task.is á þessu verði.

Var reyndar að fatta að ég get náð mér í Win XP Pro án þess að kaupa út úr búð :twisted:

Varðandi Computer.is -> eru þeir eitthvað betri eða verri en aðrir? þeir eru með sömu íhlutina og flestir aðrir, þegar kemur að því að versla inn þá skoða ég auðvitað hver er með bestu verðin á þeim tíma þar sem ég ætla að setja þetta saman sjálfur.

Ef einhver veit meira um þessi RAID mál þá endilega upplýsa okkur hina, mér sýnist á póstinum frá MezzUp að það sé jafnvel spurning að kaupa "alvöru" RAID controller.
Skjámynd

J0ssari
Fiktari
Póstar: 71
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 15:59
Staðsetning: Milli eldingar og kísil smára.
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af J0ssari »

Munurinn á WinXP Home og Pro:

http://www.anandtech.com/guides/viewfaq.html?i=74


Ef þú notar tölvuna til tekjuöflunnar þá er mælt með því að þú kaupir windows. Alveg eins og önnur forrit sem þú notar. Þótt líkurnar á lögsókn séu ekki háar.
Alger óþarfi að kaupa Windows til einkanota.
Svara